Sænskir stöðumælaverðir eru skæðir..

Ó já.. þetta kemur okkur ekki á óvart að heyra þetta. Eftir að hafa búið í Malmö einn vetur þá komumst við að því að stöðumælaverðirnir eru mjög iðnir við sína vinnu og ég hef þá grunaða um að vera á prósentum en þeir sáust á ferli í fjarlægustu úthverfum seint á kvöldin og á öllum tímum sólarhrings... Auk þess eru reglurnar hvar má leggja, hvar og hvenær mjög flóknar.. Allskonars skilti og örvar og merkingar og allt á sænsku auðvitað... Við lentum illa í þessum sektum alveg saman hvað við pössuðum okkur og hver sekt var upp á 10.000 kr. Íslenskar.. sirkabout...

Best er bara að búa í Borgarfirðinum þar sem eru engir stöðumælar....

Kveðjur frá Hvanneyri


mbl.is Skuldar 58 milljónir í stöðumælasektir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kistuhöfði og Flókagata..

OK.. SORRY GERÐUR.. en ég kallaði óvart Flókagötuna Fjölnisveg... Úpps.. ég kann ekki að breyta nafni á albúmi sorry..

Gerður systir og Kristján keyptu hæð fyrir mörgum mánuðum á Flókagötunni. Þau hafa verið að gera hana upp í nokkra mánuði og loksins var komið að flutningi af Bergstaðastræti á Flókagötuna.. Ég og Valdi fórum í bæinn til að hjálpa og það var mjög gaman.. Þarna var þó nokkur fjöldi að aðstoða sem var frábært.. Íbúðin á Flókagötu er alveg meiriháttar falleg: Þrjár samliggjandi stofur, franskir gluggar í hólf og gólf og einn bogadreginn... Hátt til lofts.. Svalir, flott eldhús og alles.. Vá þetta er svo flott íbúð.. Það var gaman að taka þátt í þessu og líka að hitta Brján, Karen, Eydísi, Einar og svo Jón nágranna þeirra af Bergstaðastrætinu.. (Sjá myndaalbúm)

Sl. mánudag þá fór ég í Borgarnesið að ganga með Vesturlandsdeild "Göngum saman" (www.gongumsaman.is) en það eru konur sem ganga saman og taka svo þátt í stóru styrktargönguinni í Rvk. í september en með þessu á að safnast fé til brjóstakrabbameinsrannsókna. Þetta er í annað sinn sem ég labba og það er alltaf vont veður en það skiptir ekki máli. Það er svo gaman að hitta kellurnar í Borgarnesi og við erum allmargar sem förum af Hvanneyri í gönguna..  Það var svo ákveðið að næsta mánudag skyldi hittast á Hvanneyri og ganga þar um þannig að í kvöld (fimmtudagskvöld) hittumst við nokkrar og gengum út í Kistuhöfða svona til að testa leiðina.. Þetta var stórkostleg ganga í frábæru veðri og við sáum haförninn á leiðinni.. En ég held samt að Kistuhöfðinn sé aðeins of töff ganga þar sem ein gafst upp á leiðinni út eftir og ég var skilin eftir á leiðinni heim... Ég er ekki viss um að allir hafi munað nafn hópsins "Göngum saman" þegar það var tekið maraþonstrauj heim....  En ég og Kátur áttum gott labb heim... Líklega verðum við þó að finna auðveldari leið til að ganga næsta mánudagskvöld.. 

Sl. miðvikudag tók ég á móti fyrsta hópnum af Bandaríkjamönnum hér á Hvanneyri en ég er að létta undir með Bjarna Guðmunds og taka nokkra hópa.. Ég verð að segja að ég hef óskaplega gaman af þessu og ég var búin að eyða miklu púðri í að rifja upp og kynna mér sögu staðarins.. Leiðsögnin gekk ágætlega þó hún hafi verið svolítið stirð hjá mér en ég lærði af þessu og næsti hópur verður auðveldari... Þarna hitti ég mann sem býr í Denver rétt fyrir aftan skólann minn Bel Rea... Merkileg tilviljun í stóru landi..  

Valdi hefur verið að grúska í Masters verkefninu sínu en er þó ekki enn farinn að gera beinar mælingar í Skorradal.. Það fer þó að gerast.. Það er fínt að hafa hann heima.. hann er aldrei verklaus og er að gera hitt og þetta... Fínt að koma heim og maturinn er til...

Bestu kveðjur frá Hvanneyri 


Rigning og stórfiskar...

Hér á Hvanneyri er auðvitað mígandi rigning eins og víða annars staðar þessa stundina... Gott fyrir gróðurin..

Valdi er búinn með grisjunarverkefnið sitt inni í Skorradal og það er mikill léttir að það er frá.. Hann er síðan þessa dagana að undirbúa mælingar í Skorradal í tengslum við mastersverkefnið sitt.  Seinna í vikunni stefnir Valdi í að fara austur á Egilsstaði og sækja restina af búslóðinni sinni sem er þar enn síðan hann vann þar síðasta sumar. Þar á meðal er gestarúmið okkar þannig að frá og með næstu helgi er loksins hægt að taka á móti gestum í gistingu...

Helgin var yndislega róleg hjá okkur. Ég ákvað á föstudegi að baka EKKERT alla helgina þar sem krakkarnir voru ekki hjá okkur og ekki var von á gestum... Þetta var mér mjög erfitt að baka ekkert og ég var oft næstum búin að missa mig og henda í eina köku.. En ég náði að hemja mig og ekkert var bakað...

Á laugardeginum þá var Valdi að slá og vinna í garðinum en ég var að vinna í tölvunni en ég á að taka á móti hópum af Bandaríkjamönnum á næstunni og hef verið að undirbúa það. Um kvöldið kveiktum við upp í kamínunni úti í garði og sátum og nutum góða veðursins, útsýnisins af Hólnum og sötruðum rauðvín með.   Við ákváðum svo að skella okkur á Öldurhús bæjarins "Pöbbinn" þar sem okkur hafði verið lofað að þar yrði mikið stuð vegna hestamannamóts hjá Faxa á Miðfossum en þegar við mættum svo á barinn þá var mjög rólegt svo við drifum okkur bara heim.

Á sunnudeginum fórum við að veiða í Hítarvatni en þegar ég var unglingur þá fór ég margar ferðir þangað ásamt ákveðnum vinahóp úr Fossvoginum.. En ég hafði ekki komið að Hítarvatni í hátt í 20 ár.. Þarna er mjög fallegt umhverfi og við Valdi fengum sitt hvorn smáfiskinn.. Kátur var ekki til friðs þar sem hann var bundinn við stein en hann hélt alltaf að hann ætti að sækja spúninn í hvert sinn sem var kastað.. Hann vældi á bakkanum yfir því að fá ekki að elta agnið út í vatnið....  Þetta var yndisleg veiðiferð þrátt fyrir hávaða rok í fangið og við eigum örugglega eftir að fara aftur í Hítarvatnið..

(Nýtt stutt albúm... þar sem sjá má stórfiskinn hans Valda!!!)

Bestu kveðjur frá Hvanneyri

 


Gestagangur á Hvanneyri

Mikið hefur verið um gestakomur á Álfhólinn síðustu viku en Davíð, Guðbjörg, Anna Sólveig og Bjarki Steinar komu í bíltúr í vikunni. Ég fór með þau í fjósið, Landbúnaðarsafnið og Ullarselið og svo voru kaffiveitingar á Hólnum.

Elín og Baldur kíktu líka við í byrjun vikunnar og Elín lítur meiriháttar út með bumbuna enda fer nú að styttast í þetta hjá henni..

Valdi var þreyttur eftir vikuna en hann hefur verið að klára grisjunarverkefnið sem hann byrjaði með Benna fyrir páska. Nú er hann að vinna með Orra sem var að vinna í Skorradalnum. Þeir eru langt fram á kvöld í þessu og örþreyttir og skítugir eftir daginn þegar þeir koma heim.. Kátur er of mikil skræfa til að fara með þeim því hann hleypur bara og felur sig þegar þeir setja keðjusagirnar í gang svo ég hef þurft að viðra hundinn sem er hið besta mál.

Krakkarnir komu á föstudagskvöldinu. Því hafði verið lofað að það yrði enginn "þrældómur" þessa helgina en síðustu helgar hafa þau unnið í garðinum, við málun eða tiltekt þar sem við erum enn að koma okkur fyrir á Álfhólnum... Á laugardeginum þá komu Gerður og Kristján í heimsókn í sveitina en ég var búin að baka kryddbrauð, skúffuköku og baby Ruth en eftir kaffi fórum við saman niður á Skaga að hitta Ömmu sem hefur verið lasin undanfarið. Hún er öll að hressast sýnist mér þar sem hún hafði næga orku til að skammast út í aukakílóin mín.... Sem er góðs viti..

Valdi og krakkarnir spiluðu á spil á meðan enda var varla stætt úti fyrir slagveðri. Ég kom svo heim og skellti í rabbarbarapæ og svo brunuðum við upp á Hvamm í Hvítársíðu í grill til Torfa, bjarkar, Báa og Heklu. Það var svo gaman.. maturinn góður og þarna var lítill hvolpur fyrir Kát til að leika og ég knúsaði lítinn kettling allan tímann... (hnerri, hnerri, hnerri.... ) En ég bara get ekki hamið mig þegar svona krúsídúllur eru nálægt..  Jakob varð síðan eftir hjá Báa í sveitinni en við hin brunuðum heim og vorum ekki komin heim fyrr en langt að ganga tvö um nóttina...

Sunnudagurinn var frábær.. Um hádegi sá maður að gamlar dráttarvélar voru farnar að safnast saman fyrir framan Landbúnaðarsafnið en það var Safnadagurinn og því mikið um að vera hjá Landbúnaðarsafninu. Klukkan 13:30 fóru svo þessar forndráttarvélar í hópakstur um sveitina sem tók hátt í fjóra klukkutíma.. Púff.. í skítaveðri.. En það var glæsilegt að sjá þá. Við ætluðum í sögugöngu um Hvanneyrarfitin en vegna veðurs þá drifum við okkur bara inn. Við höfðum hitt Halldór frænda á Hundastapa ásamt Agnesi konu sinni og strákunum þeirra þrem sem ég kalla bara "Small, Medium og Large" en þeir eru alveg í röð í aldri og óskaplega myndarlegir drengir... En ég get ekki alveg munað nöfnin... Við lokkuðum þau í kaffi og veitingar sem var frábært enda hefur lengi staðið til að fá þau í heimsókn. Þar á eftir skelltum við okkur niður í Borgarnes í Safnahúsið og sáum sýninguna "Börn í 100 ár".  Ég get hiklaust mælt með þessari sýningu en hún var alveg meiriháttar. Linda fór alveg hamförum yfir þessu og við hin (þessi eldri)  höfðum mjög gaman af þessu líka.. Þetta eru sum sagt ljósmyndir af börnum í 100 ár frá Vesturlandi og stundum er hægt að gægjast á bakvið myndirnar og sjá þá leikföng eða aðra muni.. Síðan má sjá herbergi barns fyrir 100 árum sem er þá bara baðstofan og svo nýtísku IKEA herbergi.... 

Tvö ný albúm

Bestu kveðjur frá Hvanneyri

 


Aldrei fór ég á landsmót!

Nú vantar bara þakkannt á húsið og þá er þakið tilbúið.. Við Valdi (aðallega Valdi) höfum verið að taka til í garðinum eftir smiðina, tína til kubba og allskonardót og henda í ruslið... Valdi tíndi saman 6 stóra plastpoka af einangrun sem hafði troðist niður úti í garði... Þetta var mikil vinna.. Valdi sló svo garðinn í gær og nú bíður það mín að fara að raka sem verður bara gaman í þessu yndislega veðri.

Helgin er búin að vera ljúf. Sl. föstudag var okkur boðið í grillveislu sem gekk undir nafninu "Aldrei fór ég á landsmót... " en Snorri og Kolla ákváðu að hóa saman þeim sem voru á staðnum og höfðu ekki farið á landsmót og bjóða í grill... Það var alveg óskaplega gaman að hitta alla Hvanneyringana og grilla í þessum góða hópi... 

Á laugardagsmorgninum dreif ég í að baka gulrótarköku fyrir gesti sem ætluðu kannski að koma en það lítur ekki út fyrir að þeir séu á leiðinni þannig að ef einhver vill koma í kaffi og gulrótarköku þá er nóg til...  

Jæjja nú er stefnan tekin á garðvinnu... ég get ekki látið Valda gera þetta allt einan.. ég þarf víst að sýna lit..

Tvö ný albúm..

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


Grisjun, sund og nýtt þak...

Framkvæmdirnar á þakinu eru að verða búnar, loksins.. Þakið lítur mjög vel út, strompurinn farinn og málaðir fínir þakkanntarnir koma vel út en við Valdi höfum verið öll kvöld að mála þakkanntana úti í fjárhúsum þar sem við fengum aðstöðu. Næst á dagskrá er að skipta út stofuglugganum og þar næst er það herbergið hans Jakobs niðri í kjallara en þar vantar opnanlegan glugga og tvær hurðir, síðan kemur hurð út í garð úr stofunni og loks restin af gluggunum... Þannig að ef við hjónin verðum ekki við í vetur þá erum við í skuldafangelsi.... (myndir koma seinna af þakinu)

Í gærkvöldi fórum við upp í Fremri Brekku sem er sumarhús Hildar og Hlyns í Dalasýslu. Hildur er reyndar í NY til áramóta og Hlynur var ekki á svæðinu svo við gægðumst bara á gluggana en þetta er orðið svo fínt hjá þeim. Við vorum bara að sækja kerruna okkar sem var þar uppfrá. Bíltúrinn var hinn skemmtilegasti og ég komst að því að Sjoppan/kaupfélagið í Búðardal hefur mjög skemmtilega heimilisvörudeild. Það var hins vegar flatt á kerrunni svo þetta var algert klúður en við ókum með hana á 40 niður í Búðardal og settum loft í dekkið svo það slapp til.

Valdi er að grisja í Skorradalnum þessa dagana og ég er í vinnunni hjá skólanum. Nú er Áskell farinn í frí svo ég er komin á skrifstofuna hans sem er lúxus... til að opna glugga þá ýtir maður bara á takka og skjárinn á tölvunni er sá STÆRSTI sem ég hef séð.. Næs... Í dag fékk ég líka loksins í hús stórt verkefni sem mun væntanlega duga mér út mánuðinn... PÚFF... En í þessari fínu skrifstofu þá vinna verkin sig næstum því sjálf... 

Í gær fórum við í sund sem er ekki í frásögur færandi nema að ég synti, Í ALVÖRU, ég synti 500 metra og það var ÆÐI... Sund er náttúrulega besta sport í heimi og aðstaðan í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi er alveg frábær.. innilaug, útilaug, frábærir pottar og svo frvs.. Hrein snilld... Við stefnum á sund aftur í kvöld en Valda finnst gott að mýkja sig í pottunum eftir grisjunarvinnuna...

Svo stefnir í rólega og góða helgi en börnin koma til okkar og við ætlum að reyna að gera bara skemmtielga hluti núna td. veiða, grilla (æi.. eigum ekki grill), eða gera eitthvað skemmtilegt saman.. Síðustu helgar hafa svolítið farið í að taka upp úr kössum, mála spýtur eða taka til í garðinum...

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


Nokkur ný albúm

Jæjja þá erum við loksins orðin nettengd hér á Álfhólnum.. Það tók nú sinn tíma en þessi nettenging alveg svínvirkar eins og maður segir á góðri íslensku.... Þannig að eftir stutta morgungöngu með hundinn klukkan átta í morgun þá hófst ég handa við að flokka myndir og setja inn á vefinn svo að nú eru komin fjögur ný albúm:

GRÓÐURSETNING Í FELLSMÖRK: Síðustu helgi fórum við í gróðusetningarferð í Fellsmörk í Mýrdalnum þar sem Valdi er með 2,7 ha á leigu frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og þar erum við að setja niður plöntur.  Eftir sameiginlegu gróðursetninguna þá var grillað og þetta var yndisleg helgi þrátt fyrir svolitla rigningu.

SUMARNÁMSKEIÐ Í PLÖNTUGREININGU: Ég stalst til að setja inn nokkrar myndir af nemendum og plöntum frá sumarnámskeiðinu í plöntugreiningu sem ég var að aðstoða við alla vikuna. Við vorum svo heppin með veður allan tímann. Ég var að taka fullt af myndum til að nota í kynningarmálunum fyrir Áskel og ég held að það séu þarna nokkrar mjög vel lukkaðar myndir af áhugasömum nemendum. Ég hafði mjög gaman af að vera með á námskeiðinu og ég lærði margt enda var þetta heil vika með helstu fræðingum á ýmsum sviðum grasafræði.

LINDA OG KÁTUR: Sætar myndir af Lindu og Kát þegar þau fóru með Valda suður í land að leita að hestunum okkar (Sem fundust ekki...)

17. júní: Nokkrar myndir frá 17. júní á Hvanneyri en Ungmennafélagið stendur fyrir skrúðgöngu, grilli og leikjum í skjólbeltunum á þjóðhátíðardeginum.

Annars er bara fínt að frétta. Krakkarnir eru komnir það er að segja þau eldri en Linda var hjá okkur alla vikuna. Jakob er fluttur inn í "herbergið" sitt niðri í kjallara sem er enn ekki orðið herbergi í raun og veru þar sem það vantar tvær hurðir, einn opnanlegan glugga og ofn til að svo sé en Jakob var svo spenntur að flytja inn í sitt eigið að við bara tæmdum herbergið og svo sjáum við til hvernig það gengur..

Í kvöld kemur dönsk sólasystir mín í heimsókn með mömmu sinni og kærasta en þau eru á rúntinum í kringum landið og komu með Norrænu. Ég ætla að bjóða upp á íslenska kjötsúpu.

Á Hvanneyri er rok en þurrt, alvet týpískt Hvanneyrar veður en það var hressilegt að labba smá hring með Káti í morgun klukkan átta.. 

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


Nýtt þak...

Svei mér þá... við höfum ekki skrifað færslu í viku... En það útskýrist af engu netsambandi á Álfhólnum en það virðist taka heila eilífð að fá nettengingu... Auk þess hefur verið alveg brjálað að gera hjá okkur Valda síðan við komum heim..

Nú er verið að skipta um þak á Álfhólnum... Þrír menn trampa þar um með þvílíkum hávaða... Sl. mánudag þá hélt ég fyrirlesturinn minn um blóm og þjóðtrú fyrir 1. árs nema í háskóladeildinni en ég átti að fara út með þeim út í móa en ég var með flensu og fór heim en það var ekki nokkur lifandi leið að hvílast með þessa menn á þakinu.. Planið er líka alveg í rúst með ruslagám og drasli út um allt... Púff.. það verður gott þegar þetta er búið..

Já ég er búin að vera að aðstoða við plöntugreiningarnámskeiðið þessa vikuna. Mikið óskaplega er þetta gaman að vera úti í móa að greina plöntur og hjálpa krökkunum að þekkja þær. Ég læri líka mikið á þessu og við höfum fengið þvílíka bongóblíðu alla vikuna..

Valdi er að stússast í þakmálefnum og auk þess er Linda hjá okkur en hún kom sl. þriðjudag úr sumarbúðunum Ævintýraland þar sem hún var mjög ánægð. Nú skottast hún með pabba sínum í smíðavinnunni eða leikur við Kát. Valdi er líka byrjaður að huga að mælingum í Skorradalnum í tengslum við mastersverkefnið sitt..

Sl. helgi þá fórum við í Mýrdalinn að gróðursetja í sumarbústaðalandið. Þetta er yndislegur landskiki sem er 2,7 ha en fyrst fór fram sameiginleg plöntun í sameiginlega svæðið. Allt í allt plöntuðum við Valdi 530 bakkaplöntum.  Við ákváðum að ef við byggjum bústað þarna eða kofa þá muni hann heita Smiðjuhóll eða Smiðjukot því hóllinn í landinu heitir Smiðjuhóll.  Við gistum í tjaldi eina nótt en fórum heim seint á laugardagskvöldinu þar sem það var mikil rigning og mér var orðið kalt í gegn..

Ég náði að klára að setja inn albúmið "Heimsins sætasta frænka" en bráðum  koma svo myndir af þakframkvæmdunum og frá Smiðjuhólnum...

Bestu kveðjur úr bongóblíðu á Hvanneyri

 


SKYR! Best í heimi...

Ó já.. við erum enn á lífi... og enn að blogga.. Hins vegar hefur netsambandið verið mjög lélegt á Álfhólnum og við erum því að vinna í að skipta um þjónustuaðila í þeim efnum. Ég stelst því til að henda inn hraðfærslu hér í vinnunni..

Annars er bara fínt að frétta en við höfum verið mjög upptekin við að taka upp úr kössum og koma okkur fyrir síðustu daga og enn sér ekki fyrir endann á því verkefni. Við náðum reyndar að tengja sjónvarpið og Stöð 2 um helgina en heimasíminn er ekki enn tengdur...  Krakkarnir komu um helgina og voru fram á 17. júní. Þau voru dugleg að hjálpa til við að bera hluti og vinna í garðinum auk þess sem þau hjálpuðust öll við að mála herbergið hennar Lindu en hún fékk að velja sér liti sjálf og hafði herbergið bleikt og gult og það kemur mjög vel út. Linda fór svo í sumarbúðirnar Ævintýraland hér uppi á Kleppjárnsreykjum í gær og hún var mjög spennt.

Ég var alveg búin að gleyma því hvað íslenskur matur er góður en við gerðum íslenska kjötsúpu um daginn og hún var alveg fantagóð og svo höfðum við skyr í hádegismat um daginn og mikið var það gott...

Á 17. júní komu Elvar og Helma með dóttur sinni í morgunkaffi og svo fórum við Valdi og Linda í skrúðgöngu hér á Hvanneyri. Á miðvikudagskvöldið komu svo Bebba og Óskar Óðinn í kvöldkaffi.

Valdi er að vasast í ýmsum málum þessa dagana en ég er hins vegar byrjuð að vinna hjá Landbúnaðarháskólanum við Greinasafnið eins og í fyrra og það er dásamlegt að vera komin aftur til  starfa og gaman að hitta alla vinnufélagana aftur.

PS. ég mun klára að setja inn albúmið "Heimsins sætasta frænka" á næstu dögum þegar netsambandið batnar heima en ég kom bara inn einni mynd... En albúmið "Siglt frá Færeyjum " slapp fyrir horn en það er stutt...

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


KOMIN HEIM!

Jæjja þá erum við komin heim á Álfhólinn.

Göngin voru 44 á leiðinni til Bergen. Það var alveg mergjað að keyra þetta en ég var alltaf glöð þegar það komu göng því það var þá ekki lofthræðsla á meðan.. Steinunn hefur því vinninginn en hún giskaði á 45 göng. Verðlaun verða fyrir alla þátttakendur, kaffi og kökur á Álfhólnum.....

Ferðin með ferjunni gekk vel. Við stoppuðum í Færeyjum sl. mánudag og heimsóttum Eið frænda í ræðismannsskrifstofuna (Fútastofu)  og Brynju vinkonu sem vinnur þar líka. Þar fengum við kaffi og hittum aðra gesti í Fútastofu. Eiður fór með okkur í bíltúr um Þórshöfn og við skoðuðum Norðurlandahúsið sem er mjög flott og svo fórum við í hádegiskaffi heim til Eiðs og hittum Eygló.  Eftir hádegið tók Elín okkur í bíltúr en það var tilviljun að hún var stödd þarna á sama tíma. Við vorum mjög hrifin af Þórshöfn og Færeyjum en ég hef ákveðið að í næsta lífi ætla ég að vera Færeyingur. Okkur finnst tungumálið alveg stórkostlegt og Valdi keypti sér færeyska peysu og þjóðlega húfu (sjá myndir).

Þegar við komum til Seyðisfjarðar þá fengum við ekki að fara frá borði fyrr en á hádegi vegna fíkniefnaleitarinnar. Það var spælandi að hanga inni og horfa á höfnina í Seyðisfirði en svo þegar okkur var hleypt í land þá var ljóst að eitthvað mikið væri í gangi, löggur út um allt og fíkniefnahundur. Við ætluðum samviskusamlega að játa á okkur það auka áfengi sem við höfðum í bílnum en þar sem tollararnir voru svo uppteknir við að leita að "alvöru dópinu" þá var Valdi eiginlega bara rekinn út úr skipinu og enginn vildi við hann tala nema þeir sögðu "velkominn heim". Tollararnir voru ekki að eyða tíma í svona smámuni eins og auka wiský flösku...  Sama átti við um mig þegar ég fór landganginn þá var manni eiginlega bara ýtt í burtu....  Skýringin á þessum hamagangi kom svo í fréttum síðar um daginn,  200 kg af hassi í hollenskum húsbíl.. Skipið var fullt af hollenskum ellilífeyrisþegum og svo kom í ljós að sá seki var um sjötugt...

Keyrslan heim gekk hratt og vel fyrir sig, aðallega vegna þess að enginn gat tekið við okkur í kaffi á leiðinni svo við bara keyrðum beint heim...

Síðustu daga höfum við verið að smala búslóðinni saman og svo sóttum við líka Kát í sveitina. Hann er kátur og hamingjusamur hundur og það hefur greinilega farið mjög vel um hann í Ölvisholtinu. Við fengum sýnisferð um bjórgerðina í Ölvisholti og ég fékk að smakka bjórinn "Skjálfta" sem var mjög góður.  En yndislegt að fá Kát heim. Núna er allt í kössum og allt út um allt. Við erum að fara í matarboð til pabba í kvöld og svo koma börnin þessa helgina.

Yndislegt að vera komin heim á Hvanneyri

(NÝTT ALBÚM)

Bestu kveðjur frá Álfhól


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband