Útskrift og æðarvarp

Jæjja þá er Valdi kominn heim loksins og það er nú aldeilis ágætt.. Hann fór strax að vinna og hann Jakob er kominn hingað til að vinna með honum í sumar. Sunna verður hér líka og er að vinna í Hyrnunni og svo gerum við ráð fyrir að Linda komi hingað með tíð og tíma.... Svo það verður fjölmennt og góðmennt á Álfhólnum í sumar.

Sunna Mjöll útskrifaðist frá FSU í vor með góða einkunn og verðlaun fyrir frönsku (Sjá albúm). Útskriftardagurinn var ljúfur með athöfn á Selfossi og svo veislu í Fagrabænum með töframanni og alles. Þetta var góður dagur og allir mjög stoltir af Sunnu.

Fyrstu "pabbahelgina" fórum við í sauðburð upp að Hesti sem er sauðfjárbú skólans. Ég hef aldrei séð lamb fæðast svo ég var alveg upprifin yfir þessu öllu saman og börnin líka. Eyvi Kiddi sem deilir með mér skrifstofu leyfði okkur að koma og fylgjast með (Sjá albúm).

Nú fyrir helgi þá skellti ég mér í æðarvarp með Dúfu konunni hans Vífils frænda á Ferstiklu. (Sjá albúm) Þetta hefur staðið til í mörg ár og loksins varð af því og VÁ... það var svo gaman.... Dúfa er yndisleg og sagði mér mikið til um æðarvarpið en ég hef kynnt mér æðarrækt og umgengni um æðarvörp bæði við lestur og í skólanum og þetta var mjög áhugavert. Þvílík forréttindi það eru að hafa æðarvarp í sínu landi að vera innan um fuglana og náttúruna í þessari kyrrð.

Annars er ég bara að jurtalita á fullu en er í því að flytja aðstöðuna úr eldhúsinu og niður í þvottahús en það er líklega ekki sniðugt að hafa kúahlandið og eiturefnin við hliðina á hakkinu á eldavélinni...... Annars er það sem stoppar mig mest þessa dagana er að það vantar úrkomu en ekki er gott að týna  fjallagrös í þurrki...

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

takk fyrir blogg.. kvitt kvitt fyrir lesturinn :)

Anna Lóa (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband