Sumarástand og vorverk

Nú er ég komin í sumarástand ef maður getur sagt sem svo. Vistfræðivinnan mín er búin og ég hef skilað af mér einkunnum vetrarins. Ég tók próf í Hlunnindakúrsinum og það gekk ljómandi vel. Fyrirlesturinn gekk reyndar illa þar sem það brast á eitthvað tímapanikk og þá bara fór allt í voll og vesen hjá mér.. En ég fékk ekki að flytja allt efnið og þá náttúrulega datt botninn bara úr þessu hjá mér.. Frekar svekkt enda búin að vanda mig mikið við þetta..

Valdi hefur verið að vinna eitthvað í klippingum en aðallega í mastersritgerðinni sinni svo þetta mjakast allt saman. Á Hvanneyri hefur líka verið alveg óþolandi hífandi rok í marga daga en ótrúleg hlýindi.

Ég fékk enga vinnu í sumar þar sem hvergi er ráðið í eitt eða neitt... Ég verð samt að kenna á sumarnámskeiðum í júní og eitthvað í búvélasafninu í júlí en ég ætla bara að vera dugleg í mastersritgerðinni í sumar en það gefur reyndar engar tekjur af sér. Kannski tek ég vaktir í Ullarselinu og ég ætla líka að reyna að planta eitthvað með Valda ef hann fær gróðursetningarverkefni.

Valdi og Linda settu niður kartöflur í gær og útbjuggu grænmetisgarð en þau voru svo heppin að Gísli var á ferðinni með jarðvegstætara og hann mætti á svæðið og tætti garðinn og fékk kartöflusalat að launum..  

Júróvisionkvöldið var skemmtilegt hjá okkur. Krakkarnir eru hér þessa helgi og við buðum Ástu og Sigga með eins árs dóttur sína hana Elínu Ástu. Við grilluðum læri og höfðum það notalegt. Ég ákvað að spara pening og gera heimatilbúið kartöflusalat en það endaði með að vera miklu dýrara fyrir vikið svo ég tali nú ekkum þessa tvo klukkutíma sem fóru í að búa það til... Eitthvað hafði ég ekki skoðað uppskriftina til enda en ég sat uppi með kartöflusalat fyrir a.m.k. 30 manns... Það bitnaði á nágrönnum og vinum sem fengu kartöflusalatskammta gefins..  En ég verð að segja að það var ansi gott og ferskt á bragðið... 

Annað sætið er náttúrulega drauma árangurinn fyrir Júróvision og hér var mikil stemning og meira að segja Valdi fylgdist með.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband