Lína Langsokkur á lokaspretti...

Jæjja þá er vika í frumsýningu... Valdi var á æfingu í allan dag og ég og börnin kíktu við og þetta er að verða svo flott..  (Sjá albúm) Linda var svo eftir og skemmti sér vel að fylgjast með atriðunum. Svo var Pizza í lokin því allir höfðu staðið sig svo vel. 

Öxlin er að drepa mig... sjúkranuddið virkað vel fyrst en svo var ég að drepast á föstudag og í dag laugardag... Ég er búin að panta tíma hjá lækni í Borgarnesi á mánudaginn og sjúkranudd á þriðjudaginn... Eins og er er ég óvinnufær við tölvu því ég bara get ekki setið, hvorki í bíl né við tölvu.. Ég er hins vegar búin að komast að því að ég get legið í sófanum og prjónað svo allur prjónaskapur gengur vel þessa dagana en vinnan síður... 

Við fórum suður til að klára að þrífa húsið í gær, sem var reyndar hreint, en leigjandinn hefur ekki enn tekið við þó hann sé búinn að borga... Húsið er glimrandi og svo fórum við og sóttum ljósaperu fyrir útiljósið en það var einhver sértegund sem við höfðum pantað... Ó my god.. hún kostaði 7000 kr. Shitt... Og til að toppa það þá keypti ég axlanuddtæki í Heimilistækjum svo reikningurinn var  yfir 10 þúsund kall... En ein pera  7000 kr... woww.. eins gott hún dugi vel og lengi.. Ég reyndar held að rafveita Mosfellsdals geti sparað sér ljósastaurana því ljósið lýsir vel niður dalinn.... 

Í dag fór Valdi á æfingu eins og áður sagði og ég og börnin fórum upp í Hvítársíðu og löbbuðum um Kolstaði í dag.. Ég elska þessar gönguferðir með Kvenfélaginu.. Þær eru svo yndislegar.. Í smá dagstund þá þykist maður bara vera Hvítsíðingur og það er næs... Kuldinn var gríðarlegur en umhverfið var ægifagurt. Við gengum að gamla bæjarstæðinu og þar var mér sagt að þetta hefði verið sviðsmyndin fyrir Óðal feðranna sem er snilldarmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson... Við fórum inn í gamla hlöðu þar sem var tundurdufl sem notað var sem olíugeymir... Merkilegt...

Tær og puttar þiðnuðu innandyra á Kolstöðum þar sem húsráðandi bauð upp á fínasta bakkelsi og kaffi. Heimilið var fallegt og þar voru ýmsir áhugaverðir hlutir eins og uppstoppaðir fuglar og gömul verkfæri til skrauts.  Á Kolstöðum er ekki búskapur en þar er einhverskonar menningarstarfsemi sem ég kann ekki skil á.. Þarna var skemmtilegur garðskáli sem  bar þess merki að húsráðendur væru miklir gestgjafar og svo var þarna einhverskonar upptökuver eða tónlistarsalur eða menningarsalur sem var fullur af fallegum hlutum og bar merki um gríðarlega smekksemi húsráðenda... Myndir frá gönguferðinni má sjá í albúmi en ég sleppti því að mynda innandyra en það hefði líklega talist dónaskapur... 

Skemmtilegur dagur að baki en stefnt er á hrygg og afslappelsi í kvöld..  

Tvö ný albúm: Lína og Kolstaðir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 293818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband