Vetrarveður á Hvanneyri

Tvö ný albúm:

1. Gengið um Hvammslandið er frá gönguferð kvenfélags Hvítársíðu um Hvamm þar síðustu helgi.

2. Kátur og Valdi moka snjó. Það skemmtilegasta sem Kátur gerir er að leika sér í snjónum. Valdi fór út að moka í morgun og Kátur flippaði alveg af gleði...

Annars er rólegt hjá okkur. Síðasta föstudag fórum við í tvöfalt fertugsafmæli í bænum hjá Þórunni frænku og Gunnari manninum hennar. Hlaðborðið var stórfenglegt en það var svona villibráða dæmi.. Nammi, namm.. hreindýrabollurnar...

Helgin fór í leikæfingar og allskonar stúss en ég er loksins komin niður "to do" listann hjá mér sem hafði lengst svolítið undanfarið. Nú loksins kom líka smá pása í vinnu hjá mér þar sem það er prófavika hjá háskóladeildinni en þá vaknaði ég upp einn morguninn í síðustu viku  með verki í öxlinni... Andsk..... ég er búin að vera alveg bakk út af þessu, stöðugir verkir, eymsli og vanlíðan. Í gær fór ég svo til sjúkranuddara sem lamdi mig í spað og ég kom bara heim og krassaði niður í rúm í 3 tíma... Ég held ég sé að mýkjast en ég fer aftur til sjúkranuddarans á morgun en ég held hún sé snillingur þessi kona... Virtist sko alveg vita hvað var í gangi og hvað hún væri að gera þó það væri sárt... Ég held hins vegar að hún hafi náð að ýta eitthvað við gamla rifbeinsbrotinu mínu svo nú er mér ílt þar líka..

Valdi er að vinna í ritgerðinni og svo eru leikæfingar hjá honum.. Það er vetrarveður hér á Hvanneyri núna og bara kósí að sitja inni og vinna. Ég hef líka verið dugleg að prjóna undanfarið...

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 294494

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband