Vetrarlegt á Skáni

Það er heldur betur vetrarlegt hér á Skáni þessa dagana en það hefur snjóað nokkuð mikið og töluverður snjór allsstaðar.  Þetta er heldur óvenjulegt í þessum hluta Svíþjóðar og menn farnir að tala um að þetta sé harðasti vetur í 25 ár.

Annars hef ég verið iðinn í ritgerðarvinnu og er líka farinn að vinna ritgerð fyrir kúrsinn sem ég er í sú ritsmíð fjallar um Elliðaárdalinn í Reykjavík.  Í inngangi rifja ég upp nokkrar bernskuminningar, sem ég vona að falli í kramið hjá yfirlesurunum.

Á sunnudaginn tók ég mér pásu frá lærdóminum og skellti mér í Alnarpsgarðinn með myndavélina á lofti.  Það hafði snjóað mikið um nóttina og morguninn og því mikill snjór um allt, afraksturinn er í myndaalbúmi sem nefnist "Vetur í Alnarpsgarðinum". 

Í dag fórum við í mjög skemmtilega vettvangsferð til Fulltofta sem er nálægt því að vera miðsvæðis á Skáni. Þetta er skógarsvæði um 2500 ha að stærð í eigu Skáns (svæðisstjórnarinnar).  Fyrst var stunduð þarna hefðbudin skógrækt en núna er þarna útivistarsvæði.   Þó að þarna sé útivistarsvæði þá er skógurinn hirtur eins og annar timburskógur í Svíþjóð eða því sem næst.  Innan svæðisins eru margir stígar sem að sumir eru hluti að stóru stígakerfi sem teigir sig um allan Skán og heitir Skåne leden (1000 km af samfeldum göngustígum).  Þeir hafa nýlega tekið gamalt fjós sem þarna er og breytt því í gestastofu en þar er athyglisverð sýning í gangi,  bæði um búskaparhætti og náttúruna.  Þetta má allt sjá myndaalbúminu Fulltofta.

Næstu helgi  ætla ég að skella mér til Noregs að Ási til að heimsækja Hvanneyringa sem eru þar all margir.  Þar verður örugglega glatt á hjalla og Þorrinn verðu blótaður.  Ég er orðinn mjög spenntur fyrir þeirri ferð... Hlakka mikið til...

Með kveðju úr snjónum á Skáni

Valdi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta verður heljarinnar blót hjá okkur Hátt í þrjátíu manns og bara gleði!

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 294495

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband