Fréttir frá Svíþjóð

Jæja þá er kallinn kominn eina ferðina enn til Svíþjóðar.  Tilgangur þessarar ferðar er að klára mastersritgerðina og einnig að taka einn kúrs.  Ég byrjaði í kúrsinum síðasta mánudag, og líst bara vel á. Þetta er mjög fjölþjóðlegur hópur sem situr í kúrsinum, nokkrir Svíar, Kínverjar, Lettar, Portugali, Spánverji, Frakki og svo ég.  Kúrsinn heitir á ensku Integrated landscape management sem gæti útlagst sem heildstæð landslagsstjórnun (meðferð, umönnun) eða eitthvað í þá áttina.  Það er óneitanlega skrýtið fyrir mig sem skógfræðing að sitja kúrs með landslagsarkitekta nemum.  Mér var til dæmis bannað að svara í tíma um daginn þegar verið var að fjalla um beit húsdýra þar sem að ég var sá eini sem hafði reynslu af slíku og það full mikla að mati kennarans. Við erum búinn að fara í eina ferð að skoða beit húsdýra á svæði við bæinn Dalby sem er í um 20 km fjarlægð frá Alnarp.  Svo skemmtilega vildi til að kennarinn átti kindurnar sem voru þarna yfir veturinn en einnig er hestum beitt þarna á sumrin og stundum nautgripum.  Féð var af Gotlands kyni sem er fornt sauðfjárkyn,  þær voru ekki mjög frábrugnar íslensku kindunum nema að ullinn virtist grófari. það er myndaalbúm með nokkrum myndum úr þessari ferð.

Ég er líka byrjaður að sökkva mér niður í mastersritgerðina og hef verið alla helgina að umorða og bæta við það sem ég hafði gert,  en nú er það búið og þá er komið að því að bæta við og pæla sig í gegnum gríðarlega mikil excelskjöl til að fá einhverjar vitrænar niðurstöðu útúr þessu öllu saman.  Ég hitti Erik leiðbeinadann minn í næstu viku og þá verð ég nú kominn með eitthvað krassandi fyrir hann og við leggjum línurnar fyrir næstu skref.

Ég bý á gistiheimili í Lomma sem er lítill bær við hliðina á Alnarp (skólanum).  Lomma er rólegur bær og það er næstum eins og að vera uppi í sveit að vera hér það er svo rólegt þó að ég sé í miðbænum. Í gær var frábært veður og þá fór ég í tveggja tíma göngu með ströndinni, þar var allt fullt af fólki að njóta veðurblíðunnar enda er ströndin hér  mjög skemmtileg, það var hinsvegar rólegt við höfnina aðeins örfáir bátar og flestir frostnir við ísinn. Ég skoðaði líka nýja bryggjuhverfið hér í Lomma það lítur vel út en þetta má allt sjá í Myndaalbúminu.

Kveðja frá Lomma 

Valdi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel að  klára ritgerðina og kúrsinn,

Steinunn (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 22:36

2 identicon

Þessi kúrs hljómar vel, ætli umhverfisskipulagsnemar á Hvanneyri taki samskonar kúrs?

Hlökkkum til að sjá þig um næstu helgi, búðu þig undir að Þórður Logi taki á móti þér sem sjóræningi og einnig að hann gæti talið að þú værir frekar ræninginn í Línu en ekki Valdi sjálfur ;) 

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband