Hannyrðafíkn

Yfir áramótin lágu allir lasnir á Álfhólnum og langt fram á nýár. Ágætt svo sem að ná þessu úr sér í frítíma en nú er ég á fullu 24 tíma sólarhrings að undirbúa kennslu í grasafræðinni sem hefst næsta mánudag. Ég hlakka mikið til en ég held samt að mig vanti ár í viðbót í undirbúning. Undirbúningur undir Viskukúna er líka hafinn en við höfum landað karlakór sem skemmtiatriði og það stefnir í frábæra skemmtun enn og einu sinni. Dagsetningin er 18. febrúar.

Valdi fór um miðjan mánuðinn út til Svíþjóðar til að taka einn kúrs (stóran) og klára ritgerðina sína. Hann nær þó ekki alveg tilskyldum einingum til að útskrifast en stærsti áfanginn verður að klára ritgerðina og þá verður restin ekkert mál, örfáar einingar.  

Ég og Kátur situm ein á Hólnum þessa dagana. Það er ansi bindandi að vera ein með fordekraðan hund sem vill labba lágmark km til að gera "sitt".. Það þýðir ekkert að vísa honum út í garð.... Hér er labbað að morgni, langur göngutúr er tekinn um miðjan daginn og svo aftur labbað kvöldrölt.. Svo reyni ég að vinna uppií skóla fram að hádegi, koma heim og borða, labba með hundinn og vinna svo heima fram á kvöld svo honum leiðist ekki of mikið greyinu.

Kennslan í vistfræðinni hófst í byrjun janúar og það leggst vel í mig enda er ég að gera þetta í hvað? Fjórða skiptið.... Kennsla.. uhuu... smá íkjur... ég sé um heimaverkefnin í vistfræðinni í háskóladeildinni, þau gilda eina einingu og eru 13 alls... Þetta er þægileg og góð vinna sem ég get unnið hvenær sem er og hvar sem er og hef mjög gaman af.

Ég var svolítið iðin við hannyrðirnar um hátíðirnar en ég hef verið að spinna talsvert á rokkinn sem Valdi gaf mér í fertugsgjöf og svo fór ég að prjóna sjöl úr jurtalitaða bandinu mínu (Sjá albúm). Ég ætla að reyna að selja sjölin eða setja þau í Ullarselið í sölu. Ég jurtalitaði líka smávegis um jólin og kláraði tvær peysur fyrir jólin með rjúpumunstri. Ég hef líka verið að fikta við að gera tátiljur til að þæfa með hornum og kindahaus.. En hef ekki alveg komist upp á lagið með þetta svo vel sé..

Jæjja best að halda áfram að lesa um grasafræði.

Bestu kveðjur af Álfhólnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að kvitta aðeins fyrir mig.    Flottar myndi af afrekum þínu og kátur  er allger dúlla.  Láttu þér ekki leiðast mikið.  Kveðja Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 23:50

2 identicon

hæ sé að þú ert í gamla húsinu mínu - gott að vera þar og stutt í alla þjónustu, reyndar svoítill spölur í skólann. þú þarft bara að fá lánað hjól einhvernstaðar þá ertu góður.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband