Færsluflokkur: Bloggar
6.6.2010 | 20:41
Útskrift og æðarvarp
Jæjja þá er Valdi kominn heim loksins og það er nú aldeilis ágætt.. Hann fór strax að vinna og hann Jakob er kominn hingað til að vinna með honum í sumar. Sunna verður hér líka og er að vinna í Hyrnunni og svo gerum við ráð fyrir að Linda komi hingað með tíð og tíma.... Svo það verður fjölmennt og góðmennt á Álfhólnum í sumar.
Sunna Mjöll útskrifaðist frá FSU í vor með góða einkunn og verðlaun fyrir frönsku (Sjá albúm). Útskriftardagurinn var ljúfur með athöfn á Selfossi og svo veislu í Fagrabænum með töframanni og alles. Þetta var góður dagur og allir mjög stoltir af Sunnu.
Fyrstu "pabbahelgina" fórum við í sauðburð upp að Hesti sem er sauðfjárbú skólans. Ég hef aldrei séð lamb fæðast svo ég var alveg upprifin yfir þessu öllu saman og börnin líka. Eyvi Kiddi sem deilir með mér skrifstofu leyfði okkur að koma og fylgjast með (Sjá albúm).
Nú fyrir helgi þá skellti ég mér í æðarvarp með Dúfu konunni hans Vífils frænda á Ferstiklu. (Sjá albúm) Þetta hefur staðið til í mörg ár og loksins varð af því og VÁ... það var svo gaman.... Dúfa er yndisleg og sagði mér mikið til um æðarvarpið en ég hef kynnt mér æðarrækt og umgengni um æðarvörp bæði við lestur og í skólanum og þetta var mjög áhugavert. Þvílík forréttindi það eru að hafa æðarvarp í sínu landi að vera innan um fuglana og náttúruna í þessari kyrrð.
Annars er ég bara að jurtalita á fullu en er í því að flytja aðstöðuna úr eldhúsinu og niður í þvottahús en það er líklega ekki sniðugt að hafa kúahlandið og eiturefnin við hliðina á hakkinu á eldavélinni...... Annars er það sem stoppar mig mest þessa dagana er að það vantar úrkomu en ekki er gott að týna fjallagrös í þurrki...
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2010 | 12:03
Jurtalitun og meiri jurtalitun..
Ég hef verið mikið að jurtalita undanfarið en ég skellti mér á Mýraeldamarkaðinn með bandið og það seldist smáveigis.. Ég fór líka á markaðinn á Bifröst á opna deginum þar en það segir sig sjálft að það var ekki rétti markhópurinn. Ég hef fengið saumaklúbba hingað heim til að skoða og svo fór ég í Handavinnuhúsið í Borgarnesi á prjónakvöld hjá þeim og kynnti bandið mitt... Ljómandi gaman.. En þó svo að það mjatlist inn smá peningur þá nær þetta hugsanlega bara upp í kostnað í sumar.. Maður verður víst aldrei ríkur á þessu... En meðan það er gaman að þessu þá held ég áfram.. Tíminn sem fer í að safna jurtunum er líka mikill og það þýðir ekkert að reikna það inn í verðið þá væri bandið á milljón eða ég komin á hausinn....Svo ég tali nú ekki um puðið viðað ná í kúahlandið.. Ég fékk góða upphringingu í gærkvöldi en kona hér í þorpinu var að stinga upp rabarbaragarðinn sin og bauð mér rót. Ég hoppaði hæð mína í loft upp og sótti rótina.. Dásamlegt þetta er eins og gull.. Ég get litað svo fallegan fölbleikbrúnan lit úr rabarabararótinni... Ég auglýsti síðan í Bændablaðinu eftir Rafha suðupottum en mig sárvantar a.m.k. 2 slíka í viðbót til að geta litað af einhverju viti. Einnig óskaði ég eftir íslenskum rokk en ég og Hildur systir prófuðum að spinna á íslenskan rokk um daginn og það er sko allt annar "fílingur" en að spinna á hollensku... Bandið verður mun fínna... en ég held að setningin sem datt út úr mér þegar ég var að spinna lýsi þessu best " Vá Hildur.. ég er að spinna tvinna..."...
Vistfræðivinnan er búin hjá mér og plöntulífeðlisfræðin svo gott sem líka. Þannig að nú eru verkefnaskipti hjá mér en nú fer ég að sinna mastersritgerðinni og undirbúningi fyrir námskeið sem ég er með ásamt fleirum hjá Endurmenntunardeildinni í júní "Flóran litrík og lystaukandi"... Og svo taka við plöntugreiningarnámskeið í júní en það er bara gaman..
Síðasta vika var reyndar pestarvika en ég fékk einhvern "bögg" sem var að ganga í leikskólanum og lýsti sér í háum hita, gríðarlegri ógleði og ansi mörgum eyddum stundum á salerninu... Hélt á tímabili að ég hefði fengið salmonellu... En magnað hvað maður hélt svo vinnuþreki inn á milli... Ég missti varla neitt úr vinnu nema kannski dagstund.... En ég er hressar núna en þó eftir mig eftir átök vikunnar...
Valdi varði mastersritgerðina sína um daginn og það gekk vel, hann er núna að leggja lokahönd á ritgerðina en það er bara pjatt eftir. Nú á hann bara eftir einn örlítinn leskúrs og þá er hann BÚINN... Vá hvað það verður næs... Hann átti að koma heim í gær en þökk sé Eyjafjallajökli þá kemur hann í kvöld og flýgur á Akureyri.. Ég er reyndar alveg sátt við það því það sparar mikinn bensínpening og tíma í að sækja hann.. Honum verður bara droppað af í Hyrnunni og ég sæki hann þangað um miðnætti.... Hlakka mikið til að hitta hann...
En fyrst Valdi kom ekki í gær þá allt í einu birtist heil helgi sem ég hafði út af fyrir mig með engin plön.. Dásamlegt... ég hef verið að taka til, prjóna, hekla, ganga frá rabarbararótinni, gera rabarbarasultu, rifsberjahlaup, kæfu og bara dúllast endalaust í hinu og þessu sem hefur segið á hakanum lengi.... Þannig að það rættist ótrúlega vel úr helginni þó vonbrigðin yfir að Valdi kæmi ekki á réttum tíma voru gríðarleg.. En hann kemur í kvöld..
Nýtt albúm (Hannyrðastúss)
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2010 | 08:47
Kalt vor
8 stiga frost á Hvanneyri í dag... Og ég sem er að bíða eftir vorinu. Sést hefur til tveggja "meintra" blesgæsa á túninu hjá Ausu og þá fara þær vonandi að streyma að.... Ég sá nokkra tjalda um daginn og crocusarnir eru að gægjast upp í garðinum... Það má alltaf vona....
Ég hef verið heldur "bakk" undanfarið en ég fékk aftur hálseymsl sem leiða niður í vinstri hendi.. Ég hef verið nánast óvinnufær í einhvern tíma en sem betur fer var kennslan þannig hjá mér að ég komst upp með það. Ég hef ýtt á undan mér yfirferð á verkefnum og nemendurnir hafa verið þolinmóðir gagnvart því. Hins vegar er mér að batna og nú er ég sest aftur við. Ég hef samt getað gengið með hundinn og jurtalitað en það að sitja við skrifborð, prjóna eða keyra hefur verið mjög sársaukafullt en það að stússast í bandinu gat ég gert en ég er að verða tilbúin með hátt í 100 þúsund króna virði af bandi sem ég mun setja í Ullarselið eftir páska. Það hafði safnast upp lager af bandi sem ég átti eftir að merkja og ganga frá. Gullfallegt jurtalitað band þó ég segi sjálf frá og tvær hespur af rauðbrúnu bandi sem var litað með fjallagrösum og lá svo í keytu....
Kennslan sem ég er í þessa dagana er verklegt í plöntulífeðlisfræði og líklega var það bogrið yfir smásjánum sem hljóp í bakið á mér en þetta vandamál kom upp nákvæmlega fyrir ári síðan þegar ég var líka að kenna þetta. Ég er líka með heimaverkefnin í háskóladeildinni og farin að huga að námskeiðum sumarsins í grasnytjum og plöntugreiningu.
Um daginn fórum við systurnar ásamt Eiði frænda á byggðasafnið suður í Garði. Þar er uppi ljósmyndasýning með úrvali ljósmynda sem amma mín (ömmu systir) Svanhildur Ólafía Guðjónsdóttir tók á myndavél sem hún fékk í fertugsafmælisgjöf. Þetta var alveg stórkostlegt að sjá Réttarholtssystkinin á myndum og myndir af Langafa og Langömmu. Vá... algert ævintýr. Við ókum einnig að Réttarholti sem er "ættaróðalið" en húsið stendur í grunninn enn þá, en Birgir frændi hefur byggt í kringum það nútíma einbýlishús. Við gengum að sjónum fyrir aftan og það var bara eins og ég hefði verið þarna í gær ég mundi þetta svo greinilega, hverja þúfu, hvönnina, vatnsbólið, klettarnir... Alveg magnað... Þarna er líka lítið sumarhús sem heitir Esjuberg sem var í eigu ömmu og afa held ég en það er komið úr fjölskyldunni. Einnig voru margir munir á byggðasafninu í eigu Langafa og langömmu og margt sem ég meira að segja mundi eftir.... Ótrúlegt...
Það er allt fínt að frétta af Valda í Svíþjóð en hann situr sveittur við skriftir þessa dagana en nú leggur hann mesta áherslu á að klára ritgerðina sína. Hann kláraði 15 ektu kúrs um daginn og gerði það bara með glans.. Það stefnir í einmannalega páska hjá honum með við skriftir í sænska vorinu.
Páskarnir verða rólegir hjá mér, ég þarf aðeins að fara suður og ég á von á vinkonum í kvöld en annars ætla ég að stunda hannyrðir og vinnu til skiptis og slaka á.
Bestu kveðjur úr Borgarfirði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2010 | 11:36
Viskukýrin 2010
Jæjja loksins kemst ég í að skrifa færslu en það hefur verið mjög mikið að gera hjá mér í janúar og febrúar.
Ég var í fyrsta sinn að kenna 2/3 hluta af grasafræðinni í háskóladeildinni og vægt til orða tekið þá var það alveg ofboðslega gaman og fræðandi. Þetta hefur verið draumur hjá mér að kenna þetta síðan ég var sjálf nemandi í grasafræðinni hjá Rikka hér í den. Ég veit ekki betur en að þetta hafi gengið ágætlega hjá mér en margt sem betur má fara og ég hlakka til að bæta að ári.. En mikið er ég fegin að þessi törn er búin en samt er nóg að gera... En næsta törn er verklegi hlutinn í plöntulífeðlisfræðinni en ég ætla að eyða næstu viku í að endurskoða allt það námsefni og betrumbæta.
Fátt hefur á daga mína drifið hér þennan tíma en stærsti viðburðurinn var auðvitað Viskukýrin 2010 sem er árleg spurningakeppni milli starfsmanna, nemenda og heimamanna hér á Hvanneyri og í Borgarfirði. Viðburðurinn hefur vakið mikla athygli og hér mætir fólk langt að til að fylgjast með. Spurningarnar eru eins og nafnið gefur til kynna í sveitalegum stíl og salurinn er skreyttur með safnhlutum úr Landbúnaðarsafni Íslands hér á Hvanneyri og m.a. er fengin dráttarvél á hverju ári og henni stillt upp í forstofunni. Þetta er í 6. sinn sem Viskan er haldin og ég var bara alveg orðlaus á því hvað þetta var flott í ár. Nemendurnir sem stóðu að þessu stóðu sig frábærlega og allir Borgfirðingar eru til í að aðstoða. Td. gáfu allir helstu fjölmiðlar hér ókeypis auglýsingar og karlakórinn Söngbræður komu og fluttu fyrir okkur nokkur lög. Vá að fá heilan karlakór til að skemmta var náttúrulega snilld, 40 karlmenn.... Ég held að öðrum Viskum ólöstuðum þá hafi þetta verið sú allra flottasta.... Logi Bergmann mætti að vanda og fór á kostum við að gera grín að keppendum og lesa upp misgáfulegar spurningar úr hrútaskránni. Ég er afskaplega stolt af þessari keppni en við vorum nokkur sem störtuðum henni hér í den en ég átti hugmyndina en Ásmundur Einar Daðason átti nafnið, síðan var þetta þróað saman með Jolla sem samdi spurningarnar og nú hefur þetta undið svona upp á sig að þetta er nánast orðinn stórviðburður hér í sveitinni... Ási kom og veitti Viskukúna í ár en nú er Ási orðinn þingmaður..
Annars eru bara róleg heit hjá mér og Káti en við löbbum mikið saman en þó hefur færðin ekki boðið upp á það almennilega síðustu viku. Ég er svolítið í hannyrðunum og tók smá jurtalitunartörn um daginn og er að spinna gráa fallega ull á kvöldin. Ég hlakka mikið til að fá Valda heim í vor en það er bara svo langt þangað til... Börnin koma að heimsækja mig helgina fyrir páska svo það verður gaman..
Það fylgir þessari færslu nýtt albúm sem heitir Viskukýrin 2010 en þær myndir eru teknar af Steini Randveri og Guðrúnu Rakel nemendum hér en Valdi er með vélina okkar úti.
Bestu kveður úr Borgarfirði
Guðrún og Kátur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2010 | 18:35
Enn vetur í Svíþjóð
Jæja gott fólk þar sem ekki heyrist mikið í húsfreyjunni í Álfhól á þessari síðu um þessar mundir, fannst mér rétt að henda inn smá pistli um lífið í námsbúðunum í Svíþjóð. Það er helst í fréttum að hér er bara vetur og það er búið að bæta mikið í snjóinn hér, hiti var yfir frostmarki seinnipartinn í gær og það þiðnaði töluvert en núna er farið að snjóa aftur og það er spáð snjókomu út þessa viku með vægu frosti. Harðasti vetur í 25 ár segja menn hér á Skáni.
Í byrjun mánaðarins brá ég undir mig betri fætinum og skellti mér til Noregs til að hitta Íslendinga sem stunda nám við Landbúnaðarháskólann að Ási. Það var mikið gaman og Þorrinn var blótaður eins og vera ber og var glatt á hjalla og gaman að hitta gamla skólafélaga frá Hvanneyri. Þar er nú töluvert meiri snjór heldur en hér hjá mér. Ég gisti fyrstu og síðustu nóttina hjá Ragnari og Hrafnhildi en mið nóttina gisti ég hjá Siggu og Hauki. Þar fékk ég nú heldur lítinn svefn, var vakinn af Þórði Loga um 8 leitið og það átti bara að fara að leika eða horfa á Línu en Þórður Logi er einn helsti aðdáandi hennar í Noregi og þó víða væri leitað og minn helsti aðdáandi úr leikritinu.
Annars hefur lífið bara verið lærdómur, en það er bara feiknin öll að gera í kúrsinum sem ég er í og ég hef ekki haft eins mikinn tíma til að sinna mastersverkefninu eins og ég vildi. En það er svolítið um skoðunarferðir í kúrsinum og við vorum að koma heim í gærkvöldi úr tveggja daga ferð til Kristjanstad og Blekinge. þetta var skemmtileg ferð og margt fróðlegt var skoðað og spjallað, meðal annars við bændur í Blekinge.
það er svo sem ekki mikið meira að frétta héðan annað en lærdómur og aftur lærdómur. Núna þarf ég að lesa eina feita bók og svo er seminar (umræðufundur) um hana eftir viku. Ég ætla samt að reyna að koma einhverju í verk með mastersverkefnið líka þar sem ég er kominn á skrið með það aftur.
Tvö ný albúm fylgja þessari færslu "Þorrablót að Ási" og "Kristjanstad og Blekinge".
Kærar kveðjur úr vetrarríkinu í Suður-Svíþjóð
Valdi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2010 | 21:32
Vetrarlegt á Skáni
Það er heldur betur vetrarlegt hér á Skáni þessa dagana en það hefur snjóað nokkuð mikið og töluverður snjór allsstaðar. Þetta er heldur óvenjulegt í þessum hluta Svíþjóðar og menn farnir að tala um að þetta sé harðasti vetur í 25 ár.
Annars hef ég verið iðinn í ritgerðarvinnu og er líka farinn að vinna ritgerð fyrir kúrsinn sem ég er í sú ritsmíð fjallar um Elliðaárdalinn í Reykjavík. Í inngangi rifja ég upp nokkrar bernskuminningar, sem ég vona að falli í kramið hjá yfirlesurunum.
Á sunnudaginn tók ég mér pásu frá lærdóminum og skellti mér í Alnarpsgarðinn með myndavélina á lofti. Það hafði snjóað mikið um nóttina og morguninn og því mikill snjór um allt, afraksturinn er í myndaalbúmi sem nefnist "Vetur í Alnarpsgarðinum".
Í dag fórum við í mjög skemmtilega vettvangsferð til Fulltofta sem er nálægt því að vera miðsvæðis á Skáni. Þetta er skógarsvæði um 2500 ha að stærð í eigu Skáns (svæðisstjórnarinnar). Fyrst var stunduð þarna hefðbudin skógrækt en núna er þarna útivistarsvæði. Þó að þarna sé útivistarsvæði þá er skógurinn hirtur eins og annar timburskógur í Svíþjóð eða því sem næst. Innan svæðisins eru margir stígar sem að sumir eru hluti að stóru stígakerfi sem teigir sig um allan Skán og heitir Skåne leden (1000 km af samfeldum göngustígum). Þeir hafa nýlega tekið gamalt fjós sem þarna er og breytt því í gestastofu en þar er athyglisverð sýning í gangi, bæði um búskaparhætti og náttúruna. Þetta má allt sjá myndaalbúminu Fulltofta.
Næstu helgi ætla ég að skella mér til Noregs að Ási til að heimsækja Hvanneyringa sem eru þar all margir. Þar verður örugglega glatt á hjalla og Þorrinn verðu blótaður. Ég er orðinn mjög spenntur fyrir þeirri ferð... Hlakka mikið til...
Með kveðju úr snjónum á Skáni
Valdi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2010 | 15:44
Fréttir frá Svíþjóð
Jæja þá er kallinn kominn eina ferðina enn til Svíþjóðar. Tilgangur þessarar ferðar er að klára mastersritgerðina og einnig að taka einn kúrs. Ég byrjaði í kúrsinum síðasta mánudag, og líst bara vel á. Þetta er mjög fjölþjóðlegur hópur sem situr í kúrsinum, nokkrir Svíar, Kínverjar, Lettar, Portugali, Spánverji, Frakki og svo ég. Kúrsinn heitir á ensku Integrated landscape management sem gæti útlagst sem heildstæð landslagsstjórnun (meðferð, umönnun) eða eitthvað í þá áttina. Það er óneitanlega skrýtið fyrir mig sem skógfræðing að sitja kúrs með landslagsarkitekta nemum. Mér var til dæmis bannað að svara í tíma um daginn þegar verið var að fjalla um beit húsdýra þar sem að ég var sá eini sem hafði reynslu af slíku og það full mikla að mati kennarans. Við erum búinn að fara í eina ferð að skoða beit húsdýra á svæði við bæinn Dalby sem er í um 20 km fjarlægð frá Alnarp. Svo skemmtilega vildi til að kennarinn átti kindurnar sem voru þarna yfir veturinn en einnig er hestum beitt þarna á sumrin og stundum nautgripum. Féð var af Gotlands kyni sem er fornt sauðfjárkyn, þær voru ekki mjög frábrugnar íslensku kindunum nema að ullinn virtist grófari. það er myndaalbúm með nokkrum myndum úr þessari ferð.
Ég er líka byrjaður að sökkva mér niður í mastersritgerðina og hef verið alla helgina að umorða og bæta við það sem ég hafði gert, en nú er það búið og þá er komið að því að bæta við og pæla sig í gegnum gríðarlega mikil excelskjöl til að fá einhverjar vitrænar niðurstöðu útúr þessu öllu saman. Ég hitti Erik leiðbeinadann minn í næstu viku og þá verð ég nú kominn með eitthvað krassandi fyrir hann og við leggjum línurnar fyrir næstu skref.
Ég bý á gistiheimili í Lomma sem er lítill bær við hliðina á Alnarp (skólanum). Lomma er rólegur bær og það er næstum eins og að vera uppi í sveit að vera hér það er svo rólegt þó að ég sé í miðbænum. Í gær var frábært veður og þá fór ég í tveggja tíma göngu með ströndinni, þar var allt fullt af fólki að njóta veðurblíðunnar enda er ströndin hér mjög skemmtileg, það var hinsvegar rólegt við höfnina aðeins örfáir bátar og flestir frostnir við ísinn. Ég skoðaði líka nýja bryggjuhverfið hér í Lomma það lítur vel út en þetta má allt sjá í Myndaalbúminu.
Kveðja frá Lomma
Valdi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2010 | 16:06
Hannyrðafíkn
Yfir áramótin lágu allir lasnir á Álfhólnum og langt fram á nýár. Ágætt svo sem að ná þessu úr sér í frítíma en nú er ég á fullu 24 tíma sólarhrings að undirbúa kennslu í grasafræðinni sem hefst næsta mánudag. Ég hlakka mikið til en ég held samt að mig vanti ár í viðbót í undirbúning. Undirbúningur undir Viskukúna er líka hafinn en við höfum landað karlakór sem skemmtiatriði og það stefnir í frábæra skemmtun enn og einu sinni. Dagsetningin er 18. febrúar.
Valdi fór um miðjan mánuðinn út til Svíþjóðar til að taka einn kúrs (stóran) og klára ritgerðina sína. Hann nær þó ekki alveg tilskyldum einingum til að útskrifast en stærsti áfanginn verður að klára ritgerðina og þá verður restin ekkert mál, örfáar einingar.
Ég og Kátur situm ein á Hólnum þessa dagana. Það er ansi bindandi að vera ein með fordekraðan hund sem vill labba lágmark km til að gera "sitt".. Það þýðir ekkert að vísa honum út í garð.... Hér er labbað að morgni, langur göngutúr er tekinn um miðjan daginn og svo aftur labbað kvöldrölt.. Svo reyni ég að vinna uppií skóla fram að hádegi, koma heim og borða, labba með hundinn og vinna svo heima fram á kvöld svo honum leiðist ekki of mikið greyinu.
Kennslan í vistfræðinni hófst í byrjun janúar og það leggst vel í mig enda er ég að gera þetta í hvað? Fjórða skiptið.... Kennsla.. uhuu... smá íkjur... ég sé um heimaverkefnin í vistfræðinni í háskóladeildinni, þau gilda eina einingu og eru 13 alls... Þetta er þægileg og góð vinna sem ég get unnið hvenær sem er og hvar sem er og hef mjög gaman af.
Ég var svolítið iðin við hannyrðirnar um hátíðirnar en ég hef verið að spinna talsvert á rokkinn sem Valdi gaf mér í fertugsgjöf og svo fór ég að prjóna sjöl úr jurtalitaða bandinu mínu (Sjá albúm). Ég ætla að reyna að selja sjölin eða setja þau í Ullarselið í sölu. Ég jurtalitaði líka smávegis um jólin og kláraði tvær peysur fyrir jólin með rjúpumunstri. Ég hef líka verið að fikta við að gera tátiljur til að þæfa með hornum og kindahaus.. En hef ekki alveg komist upp á lagið með þetta svo vel sé..
Jæjja best að halda áfram að lesa um grasafræði.
Bestu kveðjur af Álfhólnum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2009 | 17:03
Jólakveðja frá Álfhólsbúum..
Jólaundirbúningurinn hefur verið skemmtilegur á Álfhólnum en endurtaka þurfti eitthvað af jólabakstrinum þar sem við átum allar smákökurnar sjálf..
Við fórum svo í skemmtilega ferð inn í Skorradal að sækja okkur jólatré og svo bökuðum við piparkökur með krökkunum þegar þau voru hér síðast. Þetta árið verðum við skötuhjúin bara ein á aðfangadagskvöld en börnin koma svo fyrir áramót...
Hangikétið er í pottinum og lyktina leggur um húsið.. Ilmurinn indæll er....
Við sendum ykkur öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári...
Álfhólsbúarnir Guðrún, Valdimar og Kátur..
PS. Tvö ný albúm...Piparkökur og jólatré..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2009 | 19:01
Allt og ekkert að frétta..
Við höfum ekki verið að standa okkur í blogginu undanfarið... Enda fátt að frétta af Álfhólnum þessa dagana.. Vinnan gengur sinn vanagang og Valdi er alla daga úti í skógi að grisja. Ég og Kátur tökum morgunröltið og síðdegisröltið og Valdi svo kvöldröltið...
Valdi er ánægður í vinnunni enda veit hann fátt skemmtilegra en að vera úti í skógi að slátra trjám allan dagin.... Það er allavega glaður kall sem kemur þreyttur heim á kvöldin. Hann er líka búinn að missa 10 kg sem er algert klúður því það var ég sem þurfti að missa kg en ekki hann... Samtals eru þeir félagar úti í skógi búnir að missa tugi kílóa á þessu puði og fá borgað fyrir.... World class hvað...?
Ég varð fertug um daginn en ég ákvað að gera ekkert í tilefni dagsins... Hvorki tími né áhugi.... Valdi hins vegar gaf mér rokk í afmælisgjöf og ég er ekkert smá ánægð með hann en ég er svolítið búin að spinna á hann... Við vorum nú svolítið sæt hér saman hjónaleysin í gær.. ég að spinna og Valdi að skera út yfir sjónvarpinu..... Vantaði bara baðstofulesturinn þá hefði þetta verið fullkomið...
Ég held ég hafi ekki fengið neina fertugscomplexa en kannski eru öll þessi áhugamál mín einhver angi af aldurscomplexum en margt sem ég ætlaði að gera síðar á æfinni er ég farin að gera í dag... Td. keramik, spinna, jurtalita og nú er ég að fara á námskeið í spjaldvefnaði.... Bækurnar á náttborðinu segja líka sína sögu.... Fullt af keramikbókum, jurtalitunarbókum, litun úr sveppum, ostagerðarbók, hreindýr á Íslandi, áburður (frá 1928), Biology of plants og fleira og fleira... Held að bækurnar hafi verið um 30 þegar ég tók kast um daginn og henti upp í hillu aftur...
Kennslan fyrir jól hjá mér er á lokasprettinum en ég er í og með byrjuð að undirbúa kennslu eftir jól en ég mun kenna um það bil hálfa grasafræðina í háskóladeildinni... En það hefur verið draumur hjá mér lengi að kenna grasafræðina í háskóladeildinni... Snilld.. Ekkert smá spennt og ekkert smá stressuð.... 88 nemendur... wowwwww..... Ég hef raðað árinu upp í brjálaða vinnu fyrri hlutann og enga vinnu seinni hlutann þar sem ég mun taka mér 5 mánaða frí til að vinna MS ritgerðina mína en ég bara verð að klára hana.. Þetta gengur ekki lengur.... Valdi er að reyna að skipuleggja sig líka þannig að hann nái að klára fyrir vorið.... Vona að þetta gangi hjá okkur hjónaleysunum en þetta hálfkák í MSritgerðarskrifum gengur ekki lengur...
Annars eru jólaljósin að spretta upp hér á Hvanneyri en haustið er búið að vera dásamlegt og við Kátur höfum átt marga góða göngutúra saman hér um næsta nágrenni. Í dag var svo kveikt á jólaljósunum á staurunum og í kirkjugarðinum en það er yndislegt að líta út um eldhúsgluggann og horfa yfir kirkjugarðinn..
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar