Dularfulli miðillinn á Hvanneyri

HEIMATILBÚIN BJÚGU..... Mér þykir þú bjartsýn Sigga Júlla...  Læt það nægja að taka slátur... Bjúgugerð kemur vonandi seinna.... Wink

Miðill á Hvanneyri hehe.. Já eitthvað tókst mér að orða hlutina knappt í einni færslunni hér að framan og ég hef mikið verið spurð hver sé miðillinn á Hvanneyri. En sannleikurinn er sá að fyrsta árið mitt á Hvanneyri kom miðillinn Valgarð Valgarðsson og hélt miðilsfund sem fjáröflun fyrir UMSK. Ég ætlaði ekki að fara því ég trúi ekki á svona en varð eiginlega að fara af ákveðnum ásætðum.... En þar kom vel á vondann því örfáir fengu "heimsókn" og ég var ein af þeim... Þetta var svolítið magnað og margt sem miðillinn sagði hefur ræst. TD. sagði hann að ég ætti eftir að flytja til Norðurlandanna.. Ég sagði bara GLÆTAN... hef ekki áhuga og tala ekki "Norðurlandísku...." En jæjja.. hver bjó í Svíþjóð síðasta vetur.... Dö..... 

En nóg um miðilinn...  Ég fór í keramikið á þriðjudaginn og það gekk eiginlega hörmulega... Kennarinn vildi ekki sjá nýja munstrið mitt sem ég teiknaði á kassann minn og ég þurfti að byrja að hugsa þetta upp á nýtt.. og það er HRÆÐILEGA LJÓTT... Mér finnst eins og ég sé að hanna eitthvað lummó fyrir IKEA... Ég fór alveg úr stuði þegar ég fékk ekki að gera það sem ég vildi... En í næsta tíma förum við að byrja að renna.. Það verður gaman... Ég tók líka heim litla kúluskál sem ég gerði og hún var bara nokkuð flott.. 

Lítið hefur gerst í framkvæmdunum í dalnum en Smiðurinn hann Guðni nágranni er búinn að samþykkja að vinna verkið fyrir okkur sem er snilld svo nú þurfum við bara að halda þessu gangandi  og kaupa innréttingar og mála svolítið..

Í gær var málstofa mastersnema hér við LBHÍ en þá segja nemendur frá verkefnum sínum og þetta er alltaf mjög hátíðlegt og skemmtilegt. Ég bauð nemunum heim eftir málstofuna til að hrista saman þennan hóp nemenda sem býr hér og þar um landið og jafnvel erlendis líka. Það var mjög gaman og mikið spjallað.... Ég held þetta hafi bara verið vel lukkað til að kynnast aðeins...

Valdi hefur alla vikuna setið og ýtt á takka eins og maður segir en hann er að setja inn mastersmælingarnar í tölvuna í Excel...

Ég átti afmæli í vikunni en sá dagur var mjög bissí svo það var lítið gert úr afmælinu að ráði. Valdi gaf mér franska lauksúpu í matinn sem var voðalega góð.. Og svo fékk ég yfir 50 kveðjur á "Facebook" sem var mjög gaman. Þannig að ég segi bara TAKK FYRIR ALLAR AFMÆLISKVEÐJURNAR....  Hagsýni réð ríkjum í afmælisgjöfinni í ár en ég fékk vetrardekk sem duga líka í jólagjöf, (framdekkin núna og afturdekkin um jólin.....) Þetta passar líka við tjakkinn sem ég fékk frá Valda hér um árið....

Valdi kíkti á barinn í gær þar sem það hafði verið auglýst að Færeyingar fengju ókeypis bjór vegna almennilegheita þeirra við Íslensku þjóðina á efiðum tímum. Þannig að Valdi dressaði sig upp í færeysku peysina sína og setti á sig færeysku húfuna.... Og rölti sig á barinn... Flottur kallinn...  En það dugði víst ekki til og Beta trúði honum ekki að hann væri Færeyingur svo hann þurfti að borga fyrir bjórinn sinn... En jæjja það mátti reyna þetta á þessum síðustu og verstu tímum...

Krakkahelgi framundan og prufukeyrsla á slátrinu í kvöld

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


Það er bjúgudagur í dag :-)

Já það er þriðjudagur sem þýðir að Guðrún er í bænum  á keramik námskeiði og þá getur kalinn borðað allskonar feitmeti eins og bjúgu, sem  venjulega eru á bannlista þar sem að þau þykja innihalda fullmikið af hitaeiningum.

Annars er það að frétta að eftir að ég fór á pöbbinn á sunnudaginn til að sjá Liverpool vinna Chelsea eitt núll.  þá var svo gott veður að við Kátur ákváðum að skella okkur í göngutúr, Guðrún var að vinna og kom því ekki með okkur félögunum.  Við gengum lengi og sáum margt skemmtilegt á leiðinni eins og t.d greinileg ummerki um rjúpuveiðar refs, en ekki gátum við félagar séð hvort að veiðarnar hefðu heppnast þrátt fyrir C.S.I takta.  Veðrið var frábært og umhverfið skartaði sínu fegursta í síðdegissólinni og snjónum.  Hápunktur ferðarinnar var þegar við sáum konung og drottningu háloftanna.  Við hittum sem sagt þau Örn og Össu, þau flugu upp þegar þau urðu okkar vör en við stoppuðum og fylgdumst með þeim hnita nokkra hringi yfir okkur og garga góðlátlega á okkur. þegar þau sáu að við höfðum ekkert illt í huga þá settust þau aftur róleg og við félagarnir kvöddum og héldum heim á leið.  Þetta var mögnuð upplifun enda Örninn glæsilegur fugl.

Í gær var ég allan daginn að slá inn niðurstöður úr mælingunum mínum fyrir masters verkefnið. En í dag fór ég og sagaði frá reiðleið sem liggur frá Hreðavatni að Laxfossi það var skemmtilegt enda veðrið gott og umhverfið fallegt. Núna er kallinn bar pínu lúinn eftir daginn og ætlar bara að slappa af í kvöld.

 Kveðja frá Bjúgnakræki


Bókfellið í meðferð

Jæjja þá eru tvær erfiðar vikur að baki en ég var í masterskúrsunum ofan á kennslu og annað sem ég var að gera. Valdi var að drukkna í mælingunum sínum en hann var í aðferðafræðinni líka..  Sl. föstudag þá fluttum við verkefnin okkar í aðferðafræðinni. Valda gekk mjög vel að flytja sitt og ég var stolt af kallinum en mitt verkefni var alveg í henglum... Ég bara var ekki vel undirbúin... Allt of mikið að gera en ég var að undirbúa kennslu til miðnættis og byrjaði þá að undirbúa fyrirlesturinn sem segir sig bara sjálft að gengur ekki vel upp..  MIKIÐ er ég fegin að þessi törn er búin.. Svo fegin.. Og svo þreytt.. 

Ég hafði hins vegar undirbúið skemmtilegan "Hengingarleik" fyrir Bændadeildarbekkinn eftir fyrlestur dagsins í jarðvegsfræði... með gáfulegum orðum úr náminu og keypti handa þeim nammi í verðlaun.. Það var rosalega gaman... Ég held þau hafi skemmt sér og svo var þetta "gáfulegt" líka.. Ég á örugglega eftir að gera þetta aftur...  Þetta er skemmtilegur bekkur sem ég er með.. öll svo miklir karakterar þegar maður kynnist þeim... 

Í gærkvöldi horfðum við á Taggart og ég prjónaði uppí í sófa en það var alveg óendanlega næs að kynnast sófanum mínum aftur og slaka á...

Í dag  fórum við Valdi í Mosfellsdalinn með verkfæri og málingu.. Valdi var að rífa út innréttinguna á baðinu og gerði það með stæl í fínu smíðabuxunum sínum og með nýja kúbeinið sitt... Ég held hann hafi haft nokkuð gaman af þessu stússi... Ég málaði forstofuna og holið með grunnmálingu bara rétt til að maska purpura litahörmungina... Ég var lengi að setja teip á spegilinn og spasla og svoleiðis pjatt..   Ég vona svo að Guðni nágranni takið að sér að setja upp baðið aftur en við ætlum ekki að gera neitt fyrir eldhúsið nema mála.. Guðni sér þá væntanlega líka um að laga ónýtu gluggana en við Valdi ætlum að gera rest... Þetta verður í fínu lagi hugsa ég en mikið óskaplega er þetta nú yndislegt hús og yndisleg staðsetning þarna í Dalnum.. Ég fæ alltaf létt fyrir hjartað að hugsa til þess að ég mun aldrei búa þarna aftur... Snökt, snökt... Það er ákaflega skemmtilegt vandamál að eiga tvö draumahús, Bókfell og Álfhól... Þótt það sé óttalegt vesen á köflum..  Miðillinn á Hvanneyri sagði að ég myndi selja húsið og ég yrði sátt við það.. Ég held að sá tími sé varla kominn að ég sé sátt við það... En það mun gerast.. 

Það fylgir nýtt albúm: Bókfell af skemmdum og viðgerðum í Bókfellinu..

PS. Ef einhver veit um ÁBYGGILEGAN leigjanda, má hafa EINN hund... Þá er ég ekki byrjuð að huga að leigjendamálum í Bókfellið svo nú er tækifærið...  

Bestu kveðjur úr yndislegu jólaveðri á Hvanneyri  


Mastersmælingar búnar....

Húrra! Húrra! 

Valdi og Kátur komu þreyttir úr Skorradalnum um klukkan hálf átta í kvöld... Þeir náðu að klára síðustu mælingarnar á lerkinu og rauðgreninu. Valdi er að mæla þvermál og hæð,  og vöxt fyrir 5 árum fyrir mastersritgerðina sína.. Hann hóf þessar mælingar í sumar og loksins er þetta búið og ég endurheimti vonandi kallinn minn.  Valdi var svo að hamast við að klára þetta í dag að síðustu mælingarnar voru gerðar með aðstoð ljóssins í GSM símanum hans á síðasta snúningi áður en birtan fór algerlega.

Ég var í frábærum tíma í HÍ í morgun niðri í Þjóðskjalasafni. Ég átti að finna upplýsingar um einhverja persónu í gegnum skjalasöfn. Ég valdi að finna upplýsingar um ömmu sem er fædd 22.08. 1912. Þetta var svo gaman. Ég fann hana ekki þar sem hún segist vera fædd að Augastöðum í Hálsasveit en hins vegar var hún skráð fædd í Saurbæjarsókn þar sem hún var skírð í desember 1912. Hún er sem sagt misskráð í kirkjubækur og auk þess skráð Jónína Guðrún Bjarnadóttir en heitir Guðrún Jóna Bjarnadóttir og fæðingardagurinn er sagður 23. 08 en ekki 22.08 eins og rétt er.. Þetta var mjög spennandi og gaman. Ég komst líka að því að vígsluvottur fyrir giftingu ömmu og afa var Jón Ottason sem var að mér skilst uppeldisfaðir ömmu en ég fann um helgina niðri í geymslu gamla brennimerkingarstimpla fyrir horn á sauðfé, sem á stóð J. Ottason.. brennimerkin eru örugglega allavega 150 ára gömul..

Ég gat svo hjálpað öðrum nemanda með því að fara í gamlar nemendaskrár frá 1945 og finna þar afa hennar sem útskrifaðist héðan úr Bændaskólanum árið 1945 með fyrstu einkunn. Hann var hins vegar með slaka einkunn í efnafræði en 10 fyrir ástundun.  Þetta var gaman..

Tvö ný albúm fylgja í dag.  Blesgæsir en þar eru 2 myndir af blesgæsunum á Hvanneyri og svo heitir hitt albúmið Keramik en það er frá keramiktímunum mínum í Myndlistarskóla Reykjavíkur

Bestu kveðjur úr jólasnjónum á Hvanneyri


Í borg óttans...

Æi... ég er ekkert alltaf sátt við að fara til Reykjavíkur og gista einu sinni í viku en alltaf þegar ég er komin þangað þá er það næs... Keramiktíminn var frábær í kvöld eins og alltaf og svo þar á eftir fór ég upp í Bókfellið til að hitta smiðinn minn hann Guðna sem er nágranni minn í Dalnum. Við vorum vel og lengi að spá og spekúlera í kostnaði og sparnaðaraðgerðum við framkvæmdir... Það er náttúrulega bara næs að eiga svona góðan nágranna eins og Guðna..  En niðurstaðan... Þetta verður dýrt.... Og þá er bara að anda rólega og telja upp að tíu og sjá svo til..

Fyrr í dag hitti ég Börk rafvirkjan uppi í Bókfelli en hann gerði rafmagnið aftur öruggt og ætlar að koma í næstu viku og ganga almennilega frá rafmagninu í Húsinu..  Svo þetta mjatlast allt... Á laugardag væntanlega ætlum við að vera uppi í Bókfelli að vinna... Allir sem vilja hjálpa eru velkomnir...

Þessi vika og síðasta hafa verið þéttsetnar af tímum, bæði sem kennari og nemandi. Í gær skiluðum við Valdi ritgerðum í aðferðafræði.. púff þá er það búið eða þannig, við eigum reyndar eftir að flytja fyrirlestur á föstudaginn.. 

Valdi og Kátur eru alla daga úti í skógi að mæla og mæla og mæla... Þeir sjá fyrir endann á mastersmælingunum loksins....

Flensan held ég að sé á undanhaldi eftir að ég ákvað að vera veik heima hluta dagsins í gær og taka því rólega.. Ég held það hafi hjálpað... Ég held allavega ekki lengur að ég sé að deyja....

Eftir fundinn með smiðnum þá fór ég á Flókagötuna til Gerðar og fékk þar góðan kvöldmat og rauðvínstár en nú er ég á leið í bólið... Enda tími í HÍ í fyrramálið..

Bestu kveðjur af Flókagötunni


Konan á að vera bakvið eldavélina!!!

Var það ekki einhvern veginn svona sem hann Guðni Ágústsson, fyrrv. landbúnaðaráðherra, orðaði þetta? En allavega þá held ég að hann Guðni hefði verið stoltur af mér þessa helgina.. En ég stóð yfir pottunum alla helgina með svuntuna. Ég ákvað að taka slátur þetta árið en það hefur lengi staðið til. Ég gerði líka kjötsúpu fyrir Valda og börnin og bakaði eina köku fyrir þau. Alveg fyrirmyndarhúsmóðir... Ef tíminn hefði verið meiri þá hefði ég spunnið svolítið á rokkinn en það vannst ekki tími til þess.  En ég er búin að læra ýmislegt af þessari sláturgerð...

1. Aldrei að taka slátur einn.

2. Hafragrjón er það sama og haframjöl.

3. KAUPA GERVIVAMBIR,

4. Eiga nóg til af rauðvíni...

En afraksturinn var 21 keppur af lyfrarpylsu og 9 keppir af blóðmör. Samtals dugar þetta í 9 máltíðir fyrir okkur og börnin (3). Við kostuðum til ca 4.000 kr. Og reikniði nú.... Já  hver máltíð kemur þá út á 450 kr. fyrir utan rófur reyndar.. Ég held það sé vel sloppið... Til að eyðileggja ekki dæmið þá skulum við ekki spá í allan tímann sem fór í þetta hjá mér... Hitt lúkkar betur...

Í sláturgerðina notaði ég Kithen Aid hrærivél frá Ömmu sem er 30-40 ára gömul... (hrærivélin þ.e.a.s. Tounge)  Henni fylgdi ný hakkavél þegar ég tók við vélinni fyrir 7 árum síðan en ég hef bara ekki drifið í að kíkja á vélina. Ég þreif hana alla upp í vikunni en ég þarf að kaupa nýjan hrærara og skál og líklega nýja snúru þar sem mýsnar hafa nartað í hana en að öðru leyti svínvirkar vélin... Snilld.. .

Eldri börnin voru dugleg að hjálpa pabba sínum í Skorradalnum á laugardaginn. Við Linda vorum bara heima við en Linda var smá lasin með hósta svo hún kom sér bara fyrir inni í stofu með "Cartoon network" ( ok kannski ekki fyrirmyndaruppeldi) og svo dekraði ég hana með kókómjólk annað slagið... Við röltum líka niður í Ullarsel og fórum á Kompudag hjá Kollubúð...

Ég er enn mjög lasin en þessi hálsbólga ætlar ekki að fara og ekki kvefið heldur... Þetta hlýtur að lagast.

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


Hver er munurinn á hafragrjónum og haframjöli?

Þessa viku hefur Valdi verið mjög duglegur í Skorradal að undirbúa mælingar og klára mælingar. Hann stefnir á að klára eða komast langt með mælingarnar á morgun laugardag en þá ætla eldri börnin að hjálpa honum. Ég og Linda ætlum að vera í sláturgerð á morgun, bakstri eða einhverju dúlleríi....  En talandi um sláturgerð. Hver er munurinn á haframjöli og hafragrjónum? Hjálp.. einhver......

Ég var í masterskúrsum alla vikuna ásamt kennslunni og svo var flensan ofan á það... Ég er alveg gersamlega úrvinda eftir vikuna þrátt fyrir að hafa skrópað í keramikinu en HÍ tíminn féll niður þessa vikuna sem betur fer. Síðan gaf ég frá mér tvo tíma í Nytajurtum og var ósköp fegin en það létti álaginu aðeins af mér þessa vikuna....  Næsta vika verður líka mjög þétt en eftir það þá fer lífið vonandi aftur í fastar skorður og líkamsræktin getur farið að virka aftur.....

Eftir hádegið fórum við Valdi á meistaravörn Sherry Lynn Curl en hún fjallaði um útivistarskóga og aðgengi eða áhuga fólks á þeim.  Valdi þekkir Sherry að austan og ég hef kynnst henni lítillega líka. Hún gekk með mér um landið sitt fyrir austan og sýndi mér meðal annars Maríuvött sem ég hafði aldrei séð... En allavega þá gekk fyrirlesturinn æðislega hjá henni og svo var kaffi á eftir....

Við vorum að koma úr bæjarferð og svo fórum við að sækja krakkana, við komum seint heim og kvöldmaturinn náðist klukkan 22:30... PULSUR....  En á morgun verður íslensk kjötsúpa til að bæta þetta upp ásamt Rabbabararúnu um kvöldið....

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


Súkkulaði hjálpar

Jæjja það hlaut að koma að því að haustflensan næði manni... Ég var eitthvað slöpp í gær og flensuleg on fór í sund með Valda til að "hressa" mig við... En það virkaði ekki betur en svo að ég er alveg að drepast í dag. Ég virðist aldrei læra að maður "hressir" ekki úr sér pest með sundferð... En ég þurfti að fara í aðferðafræðina í morgun og kenna eftir hádegið en eftir það var bara krass.. Ég fór upp í rúm með súkkulaði og jarðvegsfræði.. klaraði súkkulaðið og svaf á jarðvegsfræðinni...

Annars verður vikan bara þéttsetin af tímum í masterskúrunum en Valdi er með í aðferðafræðinni.

Á sunnudaginn fór Valdi í athöfn uppi í Skorradal þar sem verið var að afhjúpa skilti við Háafellsreitinn þar sem fyrsta gróðursetningin á barrtrjám fór fram 1938. Veðrið var gott og allir helstu skógarmógúlar svæðisins voru mættir.

Ég er að skrópa í keramikinu í dag sem mér þykir heldur leiðinlegt en heilsan er bara vonlaus.

Sem betur fer er ekkert á dagskrá á morgun og vonandi hef ég heilsu til að vinna eitthvað eða allavega hvíla mig.

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


Logn á Hvanneyri

Ég held ég hafi notað þessa fyrirsögn áður en það gerist bara svo sjaldan að það sé stilla á Hvanneyri að það heyrir alveg til tíðinda. Ég var að koma inn úr yndislegum göngutúr þar sem við Kátur fórum heldur hægt yfir til að njóta haustkyrrðarinnar og fallega umhverfisins hér á Hvanneyri.

Helstu tíðindin héðan eru að við Valdi fórum og skoðuðum Bókfellið í gær og það var eins og við bjuggumst við. SLÆMT ÁSTAND.. stofugólffjalirnar eru ónýtar, dýru fínu parketrimlagluggatjöldin mín sem voru sérsniðin fyrir húsið hafa verið málaðar druslulega með HVÍTU... Ein brotin rúða, 3 opnanleg fög ónýt og svona mætti lengi telja. En það skrýtna er að húsið var bara nokkuð hreint en hins vegar var hundaskítur út um allt á lóðinni og druslulegt þar um að lítast. Já þetta var mikið áfall. Leigjendurnir virðast hafa átt eitthvað við rafmagnið og td. tekið perustæðið í stofunni þannig að þar er ekkert ljós lengur og svo hafa þau klippt á einhverjar snúrur þannig að það neistaði af þeim og kom reykur... JÁ ÞAÐ KOM REYKUR.... Við slóum út rafmagninu til öryggis til að ekkert gerist...  Af einhverjum ástæðum hefur verið lagt plastparket í forstofuna yfir dýru og fínu náttúruflísarnar sem ég hafði látið setja...  Forstofan hefur verið máluð í SVAKALEGA LJÓTUM VÍNRAUÐUM  LIT... Og klór eftir hunda bæði á veggjum og gólfi.....  Já þetta var slæmt.... Svo slæmt ástand að ég held að við séum ekki að fara að leigja þetta á næstunni án stórframkvæmda.... Svo.. ég held að hugmyndin um að ræna banka komi sterkt inn núna... Æi nei.. þeir eiga ekkert heldur......

Þrátt fyrir að við vorum alveg við þessu búin þá var það talsvert áfall að sjá mitt fyrrum draumahús í svona svakalegri niðurníðslu... Svo það kom sér vel að ég var að fara á smá tjútt um kvöldið hjá Landbúnaðarháskólanum... Ég ætlaði nú ekki að vilja fara þar sem ég var alveg í áfalli en Valdi eiginlega henti mér bara út  og skipaði mér að fara... Ég dró fram kjól sem ég keypti í Köben á sínum tíma en hafði aldrei farið í og svo var ég með fína stóra hringinn minn... Ég held ég hafi bara verið nokkuð skikkanleg til fara.. EN mikið óskaplega var þetta flott skemmtun hjá Lbhí. Þetta var svokölluð uppskeruhátíð en allt hráefni í mat og drykk var úr framleiðslu Lbhí. Td. var byggið í bjórnum frá Korpu og bjórinn var sérmerktur Lbhí... Kaffibaunirnar voru frá Reykjum, lambakjötið frá Hesti og svo mætti lengi telja... Ég reyndar missti af matnum en fékk bjórinn og kaffið en þetta var svo flott og fínt og allir svo ánægðir.. Skólahljómsveitin sem heitir September spilaði og söng og það var hin mesta skemmtun og svo voru klassísk hallærisleg skemmtiatriði sem svínvirkuðu og maður tók bakföll af hlátri....  hálf tólf var þetta búið og þá sótti ég Valda og við fórum á barinn... Þar var mikið stuð en "crowdið" var óvenjulegt þar sem það voru nánast bara starfsmenn skólans en barinn er yfirleitt þéttsetinn nemendum.... Þetta var mjög gaman og allt of lengi þannig að lítið hefur orðið úr gáfulegum verkum í dag en þeim mun meira af afslöppun og rólegheitum sem er ósköp næs eftir erfiða viku... Valdi var öllu hressari og eyddi deginum á námskeiði um Forntraktora sem ég gaf honum í afmælisgjöf. Námskeiðið var mjög skemmtilegt og í hádeginu fékk hann afganginn af matnum frá skemmtun kvöldsins áður og hann fullyrðir að það hafi verið stórgott.   

Það virðist sem Elínarnar séu duglegastar að kommenta hjá okkur sem er snilld og takk fyrir það.. og Elín ég er alveg á leiðinni til þín að kíkja á litlu skvísuna.... Ég er búin að prjóna svo ég get farið að láta sjá mig skammlaust í heimsókn....

Bestu kveðjur úr yndislegu haustveðri á Hvanneyri


Og þar fóru leigjendurnir...

Jæjja það virðist vera hefð fyrir því að það sé vesen með leigjendur uppi í Mosfellsdal hjá mér... Besti leigjandinn var reyndar 80 ára tannlausa gamla konan sem fullyrti að hún héldi aldrei partý og það stóðst... En fyrstu leigjendurnir voru spilafíklar og sá sem var í Bókfellinu núna hélt 8 hunda í 46 fm!!!! Ég var búin að segja honum upp frá og með 1. des. Og í dag fékk ég símtal frá Orkuveitunni sem spurði mig hvernig ég ætlaði að borga frá og með gærdeginum fyrir Bókfellið.. Hummmmmm.. Þá sagði konan að leigjandinn hefði hringt og sagt að hann væri fluttur og ég ætti að borga fyrir rafmagnið... Hummmmm...... Svo fékk ég símtal í dag frá honum... Hann er gjaldþrota og allt farið í steik... fluttur og og hann baðst afsökunar... Ég vona bara að hann hafi skilið vel við sem ég reyndar efast um... En sjáum til.... Hann borgaði þó allavega síðasta mánuð.... Ég var ekkert leiðinleg og sagði bara að það væru erfiðir tímar hjá mörgum.... Við Valdi ætlum um helgina að kanna ástandið á húsinu og svo þurfum við að finna nýja leigjendur hið fyrsta... En þrátt fyrir leigutekjuleysi þá er nú ákveðinn léttir að losna við þetta lið en þau voru farin að angra nágrannana með hundunum....

Valdi er búinn að vera mjög duglegur að mæla uppi í Skorradal og er ansi þreyttur á kvöldin. Kátur fer með ef Valdi er ekki að nota keðjusögina. Ég er að drukkna í vinnunni þessa dagana. Ég er í kennslunni og í morgun var áfangapróf hjá krökkunum. Spennandi að sjá hvernig það hefur gengið hjá þeim....  Ég hef líka verið prófdómari í munnlegu plöntuprófi hjá Bændadeild II þessa vikuna og það hefur verið  mjög skemmtilegt . Ég fór svo suður á þriðjudaginn í keramikið sem er alltaf jafn gaman og svo miðvikudagsmorguninn var ég í hópverkefni í HÍ-kúrsinum sem gekk bara vel held ég...

Annars erum við bara uggandi yfir fjármálafréttunum en líklega erum við bara ágætlega stæð miðað við marga aðra... Ég rak eyrun í það áðan að önnur frétt hjá Rúv var að Fjármálaeftirlitið hefði yfirtekið KBbanka í skjóli nætur!!!.. ÖNNUR FRÉTTT.... Ég náði nú ekki fyrstu frétt en ansi hefur hún verið stór til að hafa þetta sem frétt númer tvö... Þetta minnti mig á daginn sem Íraksstríðið hófst og Hekla byrjaði að gjósa.. Ég var nýbyrjuð á fréttastofu Sjónvarpsins.... Gersamlega ógleymanlegur dagur í fréttabransanum.... Þann sama dag dó Haraldur Noregskonungur og sú frétt endaði sem 9 sek lesin frétt í lokin... Frétt sem hefði annars dugað sem fyrsta frétt á góðum degi...

Kveðjur frá blesgæsunum á Hvanneyri


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband