18.10.2009 | 11:00
Sauðamessa og kjötsúpuveisla
Já nóg er alltaf um að vera á Álfhólnum en síðustu helgi þá héldum við heljarins kjötsúpuveislu en gamlir vinnufélagar mínir af NFS og Stöð 2 voru í jeppaferð um Borgarfjörðinn og óskuðu eftir að fá að koma í heimsókn... Við óðum svolítið blint í þetta en fjöldinn var um 40 manns börn og fulorðnir.. En þetta lukkaðist mjög vel og kjötsúpan var frábær og heimagerða brauðið líka... Allir glaðir... Við smöluðum svo Hvanneyringum heim um kvöldið til að hjálpa okkur að klára súpuna svo að allt í allt hafa verið hátt í 70 manns í kjötsúpu þann daginn á Hólnum.. En nóg var eftir af súpu og hún var sett í frysti og loksins kláraðist hún í gærkvöldi eftir Sauðamessuna..
Talandi um Sauðamessu þá var hin árlega Sauðamessa haldin í Borgarnesi í mígandi rigningu í gær.. Þetta er alltaf hin besta skemmtun og gaman að sýna sig og sjá aðra. Sem betur fer voru börnin hér öll hjá okkur þessa helgina og í ár náðum við að sjá fjárreksturinn eftir aðalgötunni en það var alveg bráðfyndið að sjá þegar kindurnar hlupu stjórnlaust af stað... Meeeeeeeee... Svo var kíkt á markaðinn og kjötsúpa Raftanna smökkuð en hún var góð en ekki jafn góð og mín.... . Við sáum lítið af skemmtiatriðunum en átkeppnina sáum við og höfðum gaman af lýsingum Gísla Einarssonar en hann sá um að kynna keppnina. Átvagl Borgarfjarðar 2009 borðaði 680 gr af lambakjöti á 5 mínútum og samkvæmt útreikningum Gísla þá yrði hann bara örfáa daga að klára heilt sauðfjárbú... Við drifum okkur heim og ég bauð upp á heitt súkkulaði (alvöru) með rjóma og pönnsur sem við keyptum á markaðinum.
Valdi er á kafi í vinnu í Skorradalnum að grisja og bumban á honum er alveg að hverfa.. Ég hef verið á kafi í kennslunni en í vikunni voru munnleg próf í plöntusafni og í vikunni þar á undan voru áfangapróf fyrsta bekkjar svo það hefur verið nóg að gera.
Annars gengur bara allt sinn vanagang, langir göngutúrar með Kátapúka og hannyrðir eftir því sem tíminn leyfir... auk þess er ég að reyna að byrja á þessari ritgerð minni af fullum krafti núna...
Tvö ný albúm Sauðamessa og kjötsúpuveisla...
Bestu kveðjur af Álfhólnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2009 | 11:12
Blesurnar komnar og þar með haustið
Jæjja ég vaknaði í morgun 6:30 við ískrið í blesgæsunum og það þýðir bara eitt... Haustið er komið. Haustlitirnir eru farnir að láta sjá sig en við Kátur gengum/hlupum stóra hringinn í morgun og heilsuðum upp á blesurnar og dáðumst að umhverfinu en veðrið var yndislegt, milt og gott og útsýnið ægifagurt í Borgarfirði að vanda.
Valdi hefur verið mikið að vinna þessa síðustu daga en hann var að gróðursetja í Hrútafirði og nú er hann byrjaður að grisja í Skorradal og verður vonandi lengi í því verkefni en ég verð að játa að kallinn er talsvert geðbetri þegar hann fær að grisja nokkur tré eða vinna úti í einhvern tíma...
Annars átti hann afmæli um daginn en hann varð 44 ára og hann fékk bók frá mér um útskurð og einnig náttslopp... Náttsloppurinn var nú bara til að ég fengi að henda gömlu lufsunni hans sem var löngu orðin ónýt... Benni og Halla komu svo með Gabríel Snæ og gistu eina nótt sem var gott því þá fékk Valdi einhvern félagsskap á afmælisdaginn og góðan mat en annars lokaði ég mig inni í herbergi að undirbúa kennslu og var ekki skemmtilegur félagsskapur, hvorki fyrir kallinn né gestina...
Ég er að sinna kennslunni, bæði plöntusöfnum og Nytjajurtum og jarðvegsfræði. Við fórum í frábæra vettvagnsferð í Belgsholt um daginn að skoða kornræktina þar en ég er að reyna að lífga upp á kennsluna og komast aðeins út úr fyrirlestrunum.... Ég er líka að semja kennsluefni sem á að notast við á plöntugreiningarnámskeiðinu sem bændadeildin fer í sem hluti af verknámi. Mér finnst alveg svakalega gaman að semja svona efni eftir mínu höfði en í raun á ég að vera að eyða frítíma mínum í að skrifa Mastersritgerðina mína....
Ég hef loksins sett inn nokkur albúm:
Snæfellsnes: Ferð sem Ég, Valdi, Linda og Kátur fórum í ágúst um þjóðgarðinn á Snæfellsnesi.
Ýmislegt: Húsmæðraorlof, Ólafsdalur, Bjarkarlundur, Sólarlag.....
Heiðmerkurgrill: Fjölskyldugrill hjá fjölskyldunni hans Valda í Heiðmörk en það er árlegur viðburður.
Pallurinn í sumar: Nokkrar myndir af gestum á pallinum og úr garðinum.
Skírn - Hrafnkell Gauti: Myndir þegar sonur Karenar og Brjáns var skírður en hann fékk nafnið Hrafnkell Gauti...
Ég á enn ýmsar myndir á lager sem ég þarf að fara að koma inn en það gerist seinna..
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2009 | 21:47
Tveir bílar í gegnum skoðun... geri aðrir betur....
Almáttugur... það er svo langt síðan við blogguðum... Held ég setji hér inn örblogg til málamynda.
Þessa dagana er Valdi að gróðursetja í Hrútafirði. Hann og Kátur eru þar og eru hæstánægðir. Kerlan er þá ein í kotinu á meðan sem er í fínu lagi enda nóg að gera að undirbúa kennslu og fleira.
Annars hafa líka síðustu dagar farið í að koma báðum bílunum í gegnum skoðun en það tókst með tilheyrandi kostnaði og bæjarferðum. Ég sé ekki betur en að það virðist alfarið vera hlutverk karlmanna að koma bílum í gegnum skoðun en ég sá ekki margar konur þarna þessi tvö skipti sem ég var hjá Frumherja.
Auk þess hef ég verið að sinna fjarnemum með plöntusafnið sitt og bjóða nýja fjarnema velkomna... Líst vel á hópinn... Á fimmtudaginn hitti ég svo staðarnemana mína í bændadeild... Það verður spennandi..
Í sumar hef ég farið hamförum í jurtalitun og nú er ég að "hamstra" plöntum til að þurrka til vetrarins. Ég keypti plastbala, plast-sigti og sleifar í bænum í gær og einnig glerkrukkur í Góða hirðinum til að setja keytu í. Í dag gaf svo ein af Ullarselskonunum mér marga kassa af þurrkuðum jurtum m.a. rabarbararót sem verður spennandi að prófa en kassinn var reyndar fullur af köngurlóm líka.. Ewww.... en ég er búin að dusta allt út og held ég sé laus við óværuna... Hildur systir kom í gær og gisti og við vorum að lita fram á nótt, borða pizzur og sötra rauðvín... Svo kósí...
Linda var hjá okkur í langan tíma í sumar sem var frábært en hún hefur eignast nokkrar vinkonur hér og er dugleg að prjóna með mér. Eldri krakkarnir voru hér aðeins áður en skólinn hófst og svo stakar helgar. Við Linda fengum rifsber hjá Steinunni og gerðum rifsberjahlaup sem lukkaðist vel en ég hef ekki enn komist í að gera rabarbarasultu en það stendur til.
Nú er skólaárið hafið á fullt og ég ætla að vera dugleg í ritgerðinni og stefni á að skila um það bil eftir ár... Ég fór á mastersnemafund í dag og komst í ritgerðarstuð og lét auk þess plata mig í kennslunefnd sem fulltrúi mastersnema... Reyndar er það hlutverk sem mig hefur alltaf langað í svo það var ánægjulegt... Var reyndar búin að ákveða að segja Nei vegna ritgerðarsmíða en áhuginn náði mér og ég bauð mig fram...
Læt þessum pistli lokið í bili en myndir safnast upp í tölvunni til innsetningar svo vonandi bráðum kemst ég í að setja inn einhver albúm... td. frá skírn Hrafnkels Gauta (Sonar Brjáns bróður og Karenar) og frá fleiri viðburðum sumarsins..
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2009 | 21:38
Ferguson og frábær helgi
Þá er frábær helgi að kveldi komin..
Krakkarnir voru hér um helgina og auk þess kom Anna Sólveig frænka með strákinn sinn hann Bjarka Steinar og þau voru hér líka alla helgina. Á föstudeginum fórum við í fjósið með Bjarka en á laugardeginum þá var haldið upp á Ferguson daginn hér á Hvanneyri en Bjarni Guðmundsson á Landbúnaðarsafninu var að gefa út bók um Ferguson dráttarvélarnar hér á Íslandi en þær ollu mikilli byltingu í landbúnaði þegar komu og urðu almenn eign á hverjum bæ. Margar gamlar og fallegar uppgerðar dráttarvélar voru til sýnis og Bjarni las úr bókinni og svo óku dráttarvélarnar hring og komu upp engjarnar.. Stórkostleg sjón.. Ég hef líka aldrei séð annan eins fjölda af fólki og þvílíkt veður sem var þennan dag. Óhætt að segja að dagurinn hafi verið mjög vel heppnaður og við skemmtum okkur öll vel. Ég sá mér ekki fært að aðstoða við vöfflubaksturinn en Dísa (konan hans Bjarna) Solla og Þórunn Edda sáu um vöfflurnar og ég gat ekki séð að mig vantaði... Frábært framtak hjá þeim en ágóðinn rann til Landbúnaðarsafnsins. Prjónakeppnin Ull í fat fór einnig fram á sama tíma en það er alltaf gaman að sjá þær Ullarselskonur spinna og prjóna... Þvíklar kjarnakonur þar á ferð..
Síðdegis var teymt undir Bjarka Steinari á hestbaki og þótti honum það nú ekki leiðinlegt og svo um kvöldið var grillað og við kveiktum í kamínunni... Rabarbarapæ og ís um kvöldið... Við borðuðum úti á palli og alltaf er maður jafn dolfallinn yfir útsýninu hér af hólnum (miðhálendi Hvanneyrar)..
Sunnudagsmorguninn fór í prjónakennslu en ég var að rifja upp prjónahandtökin með Önnu Sólveigu og svo eftir hádegið var farið í Hreppslaugina gömlu og góðu... Þá komu Davíð og Guðbjörg að sækja Önnu Sólveigu og Bjarka en nóg var til af kökum og veitingum á heimilinu... Valdi keyrði svo krökkunum heim eftir kvöldmat..
Nýjasta æðið mitt er jurtalitun og hægt er að sjá fyrsta fiktið mitt í albúminu Jurtalitun. Hins vegar ákvað ég að verða mér úti um keytu (staðið húsdýrahland) til að skerpa litinn og einnig til að búa til Kúahlandsrauðan... Úr varð hið mesta ævintýri þar sem við Valdi stóðum fyrir aftan kusurnar í Hvanneyrarfjósi og biðum eftir bunum... Ég kom hlandblaut heim.... Loksins komumst við að því ða hægt væri að fá góða keytu uppi á Grund í Skorradal og kom Valdi því færandi hendi með tvær fötur af góðu hlandi (keytu) um daginn.... Það gladdi nú kerlinguna mikið... En ekki lyktaði kallinn vel...
Ég er líka að kaupa efni sem litfesta og til að skerpa litinn en það er erfitt að vera með bækur frá 1919 og vitna í efnin þar en nöfnin hafa breyst... Td. Álún heitir einhverju voðalega löngu efnafræðinafni....
Þrjú ný albúm: Brjánsson, Jurtalitun og Ferguson
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 20:17
Landsmótshelgi
Jæjja loksins kemur blogg... Það er magnað hvað 50% vinna tekur mikinn tíma hjá mér... Annars er Valdi búinn að vera í mikilli vinnu uppi á Fitjum í Skorradal við grisjun og það finnst honum nú gaman.. Annars hefur veðrið verið svolítið of heitt fyrir svona svitavinnu.... Svo það er eitt stykki sveittur og þreyttur kall sem kemur heim á kvöldin...
En af okkur er það helst að frétta að við fórum á Landsmót ungmennafélaganna á Akureyri síðustu helgi. Við fengum tjaldvagn hjá systur Valda sem var snilld svo það fór vel um okkur en við vorum komin á mótssvæðið á fimmtudeginum. Á föstudeginum þá keppti Valdi í gróðursetningu en vegna einhvers misskilnings þá lögðu flestir í hans holli af stað í vitlausa átt í keppninni og kom það í veg fyrir stórsigur í greininni hjá mínum manni.. Annars stóð hann sig vel og tók sig vel út í UMSB gallanum sínum. Valdi var að keppa á móti Benna sínum gamla skólafélaga og vini og svo var Rakel þriðji bekkjarfélaginn dómari hjá þeim... Hrein snilld.
Annars skartaði Akureyri sínu fegursta þessa daga. Brjáluð sól og hiti.. Þvílíkt mannlíf um allan bæ og við hittum fullt af fólki sem við þekktum.. Við vorum svo bara að slappa af og skoða bæinn á föstudeginum en við fylgdumst með keppni í pönnukökubakstri þar sem Álfheiður kennslustjóri var að keppa og stóð sig vel. Við fórum svo í Lystigarð Akureyrar, sund og að sjálfsögðu fórum við í fornbókabúðina Fróða sem er snilldarbúð í gilinu... Ég stillti eyðslu í hóf og beitti mig hörðu við að hemja mig í bókakaupum en var samt sett í straff það sem eftir var ferðar fyrir þau innkaup... Úpps...
Um kvöldið borðuðum við á Bautanum og fengum góðan mat og fína þjónustu og þaðan héldum við upp í Bogann til að safnast saman með UMSB fyrir setningarhátíðina og fara í skrúðgöngu inn á völlinn. Ó my god... ég er náttúrulega fædd og uppalin í Reykjavík þar sem er ekki svona stemning svo þetta var bara menningarsjokk fyrir mig að labba inn á völlinn í íþróttagalla.. svona eins og maður sér á ólympíuleikunum.. Ég get svo svarið það.... Mér leið eins og ég hefði verið bímuð inn í einhverja aðra tilveru.. Þarna sat forsetinn og minn gamli vinnufélagi Sigmundur Ernir sem nú er þingmaður Norðlendinga... Svo stutt síðan við vorum að vinna saman í öðru lífi... En allavega þá var athöfnin alls ekkert of leiðinleg og við fengum að setjast í grasið en við höfðum sólina á móti okkur allan tíman... Undarleg fánakveðja fór fram og maður er ekki vanur þessari þjóðernishyggju... "Íslandi alt" í annarri hverri setningu... En þetta var allavega skemmtileg upplifun...
Á laugardeginum þá keppti ég í jurtagreiningu.. Ég lenti í fimmta sæti og tel það alveg skammlaust.. En hins vegar þá er ég svolítið MIKIÐ spæld að hafa ekki lent ofar því ég misgreindi sótstör sem mýrarstör.. Common... það er náttúrulega skandall að klúðra því og þá á maður ekki skilið neitt annað en fimmta sæti... Ég greindi allar erfiðu plönturnar td. skeljamuru, lækjafræhyrnu, hnúskakrækil og fleira og fleira og auk þess sem plönturnar voru nær dauða en lífi vegna hita og flest öll krónublöð voru farin..... En klikkaði á bév... sótstörinni... En þetta var bara gaman... Og ég er svona næstum því sátt við árangurinn.. Sótstörin flassar samt enn fyrir augunum á mér en ég hlýt að fara að jafna mig...
Við fórum svo í kaffi til Halldórs Sævars og Systu og slökuðum á en eftir það fórum við aðeins niður í bæ að labba um í góða veðrinu... Löngu eftir keppnina fatta ég að ég var enn með númerið aftan á mér eins og maraþonhlaupari.. Djísus Valdi... common... Hann hafði vita þetta allan tímann og fannst þetta fyndið.. Ég var búin að fara í kaffiboð og labba göngugötuna með þetta á bakinu...
Svo pökkuðum við saman og fluttum okkur inn í Eyjafjörð þar sem við hittum góða vini, grilluðum, drukkum rauðvín og fórum í dásamlegan heitan pott... Frábær afslöppun eftir landsmótið... En á sunnudeginum á leiðinni heim fórum við á sveitamarkað á Grísará að Hrafnagili og keyptum besta hummus í heimi af Systu og svo kíktum við á jólahúsið en það var brjálaðislega fyndið að koma inn í það á hásumri.
Í Miðfirði fórum við svo á annan sveitamarkað þar sem var heimagert skyr, jurtalitað band, keramik og margt fleira áhugavert...
Annað er það að frétta að ég eignaðist "lítinn" frænda 13. júní... En lítill er ekki rétta lýsingarorðið en hann er svakalegur bolti heilar 18. merkur... Við kíktum suður í gær og drengurinn er dásamlega fallegur og stæðilegur...
Fullt af nýjum albúmum fá Landsmótinu
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 18:34
Plöntugreining alla vikuna...
Jæjja... þá er mínum hluta lokið í plöntugreiningarnámskeiði Háskóladeildar. Í næstu viku kemur svo bændadeildin. Við höfum verið út um víðan völl og skoðað margar skemmtilegar plöntur. Ég held að lífið gerist ekki betra en að vera á launum við að greina plöntur með áhugasömum nemendum í heila viku úti í móa... Þetta hefur verið svo gaman....
Helstu hamfarir vikunar eru samt að þvottavélin er biluð. Hún hefur verið biluð síðan á sunnudag... Ó my god.. ég veit ekki hvað ég lifi þetta af mikið lengur.. það er búið að kaupa varahlut í vélina og það kemur hingað maður í kvöld (vonandi) til að gera við hana... Ef það virkar ekki þá kostar ný vél 124 þúsund... GLÆTAN að maður hafi efni á því.... svo við vonum það besta með varahlutinn....
NÝTT ALBÚM: Plöntugreiningarnámskeið 2009
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2009 | 10:04
Þúfnabanamúffur og grasagreining..
Það er alveg merkilegt hvað það er mikið að gera miðað við að Valdi er atvinnulaus og ég bara í 50% vinnu... En þetta stefnir í að verða mjög skemmtilegt og fjölbreytt sumar.
Þann 13. júní var kanínudagur hér á Hvanneyri. Ég og Þórunn Edda ákváðum að hafa vöfflusölu til styrktar Landbúnaðarsafni Íslands. Það var ansi mikið maus að undirbúa það en það lukkaðist alveg framar vonum og við náðum hátt í 50 þúsund í hreinan gróða fyrir safnið.. Gaman gaman.. Við seldum líka möffins sem við kölluðum Þúfnabanamúfur en nafnið vakti mikla athygli.. Hátt í 300 manns voru á svæðinu og dagurinn lukkaðist mjög vel. Valdi var með krakkana og þau komu og fengu vöfflur og tóku þátt í fuglagetraun og jurtagreiningargetraun... Klár börn..
Á milli verkefna þá hefur Valdi verið duglegur að vinna í garðinum en hann byggði pall úr mótatimbrinu sem féll til úr þakinu í fyrra og ég var að naglhreinsa um daginn. Pallurinn er rosalega flottur og ég hef svolítið gaman af því að timbrið er 50 ára gamalt og sums staðar eru spýturnar sviðnar frá því að kviknaði í þakinu hér fyrir mörgum árum.. ákveðin saga í því... allavega góð nýting á timbri.. Grænmetið okkar rýkur líka upp og kartöflurnar..
Á 17. júní þá komu Gerður og Kristján og Brjánn, Brynhildur og Karen í "Bröns" og skrúðgöngu hér á Hvanneyri. Gerður hafði saumað upphlut á Brynhildi og verið var að frumsýna hann á þjóðhátíðardaginn.. Ó my god hvað Brynhildur var falleg í upphlutinum með skotthúfuna sina... Þvílík prinsessa.. Hún vakti svo mikla athygli í hátíðarhöldunum að á tímabili var hún eins og poppstjarna þar sem allir voru að mynda hana... Alger rúsínusúpa...
Í gær var fyrsta plöntugreiningarnámskeið sumarsins en fjarnemarnir mínir úr bændadeildinni komu hingað á Hvanneyri. Ég held þetta hafi verið vel lukkaður dagur en ég var svolítið stressuð þar sem sumir nemendanna eru komnir langt að fyrir einn dag... Eins gott að hafa þetta svolítið magnaðan dag..
Þessa helgina eru Valdi og börnin í Fellsmörk að gróðursetja. Ég ákvað að fara ekki með þar sem ég er lítið fyir tjaldlíf og hef auk þess nóg að gera við að undirbúa námskeiðið þarnæstu helgi. Hins vegar hef ég tekið því heldur rólega þessa helgi og nýt þess að vera ein í húsinu hundlaus og karlmannslaus (hlakka samt til að fá kallinn heim). Í gær fór ég í Kvennahlaupið og labbaði 5. km í góðum hópi í yndislegu veðri og svo tók ég til það sem eftir var dagsins. Um kvöldið var ég að spinna en ég held að kemburnar mínar séu farnar að þæfast það er svo langt síðan ég kembdi þær. Ég náði líka að stúta þvottavélinni en hún ákvað að segja bara tikk, tikk, tikk og þvotturinn er fastur inni í henni.. Arrrggggg....
3 ný albúm Pallur, Kanínudagur og 17. júní á Hvanneyri.
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2009 | 19:27
Rokk og ról..
Það er allt og ekkert að frétta af okkur á Álfhónum. Sumarið er komið á Hvanneyri, yndislegt veður og umhverfið ægifagurt. Við Valdi erum í raun bæði atvinnulaus í sumar og gerum bara hvað sem er fyrir peninga. Valdi var með verkefni í Þverárhlíðinni og var svo í trjáklippingum í vor en nú er einhver ördeyða í bransanum.. Hann er hins vegar mjög duglegur að vinna í garðinum og gerði tröppur um daginn og er núna að smíða pall úr spýtunum úr þakinu síðan í fyrra. Ég verð í hinu og þessu í sumar en í júní er ég mest að kenna á plöntugreiningarnámskeiðum og svo kenni ég á námskeiði á vegum Endurmenntunardeildarinnar http://www.lbhi.is/namvidlbhi/endurmenntun/gardaroggrodur Flóran litrík og lystaukandi en það tekur bara einn dag en verður spennandi að sjá hvernig það gengur. Ég tek líka vaktir í Landbúnaðarsafni og Ullarseli en ég var fyrstu vaktirnar mínar í Ullarselinu í gær og í dag.. Það er alveg yndislegt að sitja þarna og taka á móti gestum en maður er svo stoltur af Ullarselinu og auðvitað Landbúnaðarsafninu líka og gaman að sýna og segja frá. Ég hef líka verið að taka á móti hópum sem koma í safnið og vilja fá leiðsögn um svæðið.
Síðustu helgi voru krakkarnir hjá okkur og svo var talsverður gestagangur á Hólnum. Á laugardeginum komu Sólveig Ólafs og Jóhann maðurinn hennar. Sólveg var að vinna með mér hjá Rúv og Stöð 2 í den en Valdi var með Sólveigu í skóla til tvítugs. Við fórum með þau í Landbúnaðarfsafnið og Fjósið. Á sunnudeginum komu Brjánn, Karen og yndislegasta barn í heimi, hún Brynhildur Þórey. Þau voru í sumarbústaðnum í Hvalfirði og kíktu í heimsókn. Við fórum með Brynhildi í Fjósið... Ég veit ekki hvað ég fór margar ferðir í fjósið þessa helgina en þær voru nokkrar með hópum og gestum.
Hildur systir kom í gærkvöldi og gisti en það var undir því yfirskyni að hún vildi æfa sig að spinna en ég er með rokk frá Ullarselinu. Það var þvílíkt gaman hjá okkur og mikið "rokkað" og slúðrað yfir nokkrum rauðvínstárum.
Valdi, Kátur og Nóri (hestur) eru úti í garði núna að smíða pall í frábæru veðri. Við ætlum að grilla í kvöld og hafa það notalegt.
Bestu kveðjur af Álfhólnum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2009 | 12:42
Banvænar harðsperrur
Þá eru sumarverkin hafin en ég fór með Valda um daginn að færa til aspir fyrir Borgarbyggð. Það var þvílíkt endemis puð en ofboðslega gaman. Hitinn var reyndar of mikill og lognið þannig að flugufjandarnir mættu á svæðið og bitu mig í spað en létu Valda í friði. Ég var bækluð af harðspérrum eftir þessa reynslu en þetta var hressandi. Það gekk á ýmsu hjá okkur en Valdi datt út í skurð og braut líka tvær skóflur..
Næsta verkefni verður líklega gróðursetning uppi í Þverárhlíð og vonandi kemst ég í það með Valda en mér finnst mjög hressandi að vinna úti og ágætt að hreyfa á mér rassg... eftir setu við skrifborð síðustu árin...
Ég hef verið með lyklavöld á Landbúnaðarsafni Íslands undanfarna daga og ég hef tekið á móti hópum og verið til taks ef einhver vill komast inn. Mér finnst mjög gaman að vera þar og gæda og spjalla við fólk en þangað hefur komið td. leikskólahópur úr Mosó og í gærkvöldi komu 20 Færeyingar en það var frábært að spjalla við þau. Ég á mikið eftir að læra um dráttarvélar og landbúnaðartæki síðustu aldar en ég er svolítið mikið "lost in space" eins og er en ég veit núna muninn á Farmall Cub og Farmall A og einhverjum Fergusson tegundum. Um daginn kom hópur eldri borgara og þau þekkja öll þessi tæki og þessar vélar. Þá geng ég með þeim og hlusta á þeirra sögur og minningar úr sveitinni.. Það er dásamlegt. Ég var líka í Ullarselinu þegar Eldri borgararnir komu en það er náttúrulega snilld ef ég get tekið á móti hópum í Ullarselið og svo í Búvélasafninu á einu bretti.
Maja og Dóri voru í gistingu hjá okkur um helgina og við fórum auðvitað með þau í Landbúnaðarsafnið og í Fjósið. Annars var helgin bara róleg hjá okkur en ég var svolítið bundin í safninu báða dagana.
Ég er komin með nýjan lögfræðing í landamerkjadeilumálið mitt í Mosfellsdalnum. Síðustu tveir hafa horfið til annarra starfa.. Í alvöru þá hafa þeir báðir hætt að starfa sem lögfræðingar... Veit ekki hvort málið sé svona hrikalega leiðinlegt að menn bara missa áhugann á sínu starfi eða hvað... en ég er mjög spennt yfir þessum nýja því mér líst vel á hann og nú bara drífum við í þessu en þetta mál hefur verið að gaufast á milli lögfræðinga síðan 2005 og í raun hefur allt þetta mál verið í deiglunni síðan haustið 2000. Púff.. ÞOLINMÆÐI er það sem þarf í svona málum... Nýji lögfræðingurinn er á voðalega fínni og stórri lögfræðistofu og ég ákvað bara að vera ekkert að spyrja hvað hann tæki á tímann... Ef hann virkar þá er ég sátt...
Kátur greyið hefur verið lasinn í maganum undanfarið... Án nánari lýsinga þá hefur það kostað miklar skúringar hér upp um alla veggi og gólf og hálfan brúsa af Ajax... Hann er að verða hressari núna greyið en hann hefur borið sig aumlega... Þetta gerist líklega þegar maður notar hundinn fyrir lífræna sorpið.. Úpps......
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2009 | 11:26
Sumarástand og vorverk
Nú er ég komin í sumarástand ef maður getur sagt sem svo. Vistfræðivinnan mín er búin og ég hef skilað af mér einkunnum vetrarins. Ég tók próf í Hlunnindakúrsinum og það gekk ljómandi vel. Fyrirlesturinn gekk reyndar illa þar sem það brast á eitthvað tímapanikk og þá bara fór allt í voll og vesen hjá mér.. En ég fékk ekki að flytja allt efnið og þá náttúrulega datt botninn bara úr þessu hjá mér.. Frekar svekkt enda búin að vanda mig mikið við þetta..
Valdi hefur verið að vinna eitthvað í klippingum en aðallega í mastersritgerðinni sinni svo þetta mjakast allt saman. Á Hvanneyri hefur líka verið alveg óþolandi hífandi rok í marga daga en ótrúleg hlýindi.
Ég fékk enga vinnu í sumar þar sem hvergi er ráðið í eitt eða neitt... Ég verð samt að kenna á sumarnámskeiðum í júní og eitthvað í búvélasafninu í júlí en ég ætla bara að vera dugleg í mastersritgerðinni í sumar en það gefur reyndar engar tekjur af sér. Kannski tek ég vaktir í Ullarselinu og ég ætla líka að reyna að planta eitthvað með Valda ef hann fær gróðursetningarverkefni.
Valdi og Linda settu niður kartöflur í gær og útbjuggu grænmetisgarð en þau voru svo heppin að Gísli var á ferðinni með jarðvegstætara og hann mætti á svæðið og tætti garðinn og fékk kartöflusalat að launum..
Júróvisionkvöldið var skemmtilegt hjá okkur. Krakkarnir eru hér þessa helgi og við buðum Ástu og Sigga með eins árs dóttur sína hana Elínu Ástu. Við grilluðum læri og höfðum það notalegt. Ég ákvað að spara pening og gera heimatilbúið kartöflusalat en það endaði með að vera miklu dýrara fyrir vikið svo ég tali nú ekkum þessa tvo klukkutíma sem fóru í að búa það til... Eitthvað hafði ég ekki skoðað uppskriftina til enda en ég sat uppi með kartöflusalat fyrir a.m.k. 30 manns... Það bitnaði á nágrönnum og vinum sem fengu kartöflusalatskammta gefins.. En ég verð að segja að það var ansi gott og ferskt á bragðið...
Annað sætið er náttúrulega drauma árangurinn fyrir Júróvision og hér var mikil stemning og meira að segja Valdi fylgdist með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar