Allt og ekkert að frétta..

Við höfum ekki verið að standa okkur í blogginu undanfarið... Enda fátt að frétta af Álfhólnum þessa dagana.. Vinnan gengur sinn vanagang og Valdi er alla daga úti í skógi að grisja. Ég og Kátur tökum morgunröltið og síðdegisröltið og Valdi svo kvöldröltið...

Valdi er ánægður í vinnunni enda veit hann fátt skemmtilegra en að vera úti í skógi að slátra trjám allan dagin.... Það er allavega glaður kall sem kemur þreyttur heim á kvöldin. Hann er líka búinn að missa 10 kg sem er algert klúður því það var ég sem þurfti að missa kg en ekki hann... Samtals eru þeir félagar úti í skógi búnir að missa tugi kílóa á þessu puði og fá borgað fyrir.... World class hvað...? 

Ég varð fertug um daginn en ég ákvað að gera ekkert í tilefni dagsins... Hvorki tími né áhugi.... Valdi hins vegar gaf mér rokk í afmælisgjöf og ég er ekkert smá ánægð með hann en ég er svolítið búin að spinna á hann... Við vorum nú svolítið sæt hér saman hjónaleysin í gær.. ég að spinna og Valdi að skera út yfir sjónvarpinu..... Vantaði bara baðstofulesturinn þá hefði þetta verið fullkomið...

Ég held ég hafi ekki fengið neina fertugscomplexa en kannski eru öll þessi áhugamál mín einhver angi af aldurscomplexum en margt sem ég ætlaði að gera síðar á æfinni er ég farin að gera í dag... Td. keramik, spinna, jurtalita og nú er ég að fara á námskeið í spjaldvefnaði.... Bækurnar á náttborðinu segja líka sína sögu.... Fullt af keramikbókum, jurtalitunarbókum, litun úr sveppum, ostagerðarbók, hreindýr á Íslandi, áburður (frá 1928), Biology of plants  og fleira og fleira... Held að bækurnar hafi verið um 30 þegar ég tók kast um daginn og henti upp í hillu aftur...

Kennslan fyrir jól hjá mér er á lokasprettinum en ég er í og með byrjuð að undirbúa kennslu eftir jól en ég mun kenna um það bil hálfa grasafræðina í háskóladeildinni... En það hefur verið draumur hjá mér lengi að kenna grasafræðina í háskóladeildinni... Snilld.. Ekkert smá spennt og ekkert smá stressuð.... 88 nemendur... wowwwww.....  Ég hef raðað árinu upp í brjálaða vinnu fyrri hlutann og enga vinnu seinni hlutann þar sem ég mun taka mér 5 mánaða frí til að vinna MS ritgerðina mína en ég bara verð að klára hana.. Þetta gengur ekki lengur.... Valdi er að reyna að skipuleggja sig líka þannig að hann nái að klára fyrir vorið.... Vona að þetta gangi hjá okkur hjónaleysunum en þetta hálfkák í MSritgerðarskrifum gengur ekki lengur...

Annars eru jólaljósin að spretta upp hér á Hvanneyri en haustið er búið að vera dásamlegt og við Kátur höfum átt marga góða göngutúra saman hér um næsta nágrenni. Í dag var svo kveikt á jólaljósunum á staurunum og í kirkjugarðinum en það er yndislegt að líta út um eldhúsgluggann og horfa yfir kirkjugarðinn..

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

takk fyrir gott innlegg :) kvitt kvitt

Anna Lóa (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 22:52

2 identicon

alltaf gott og gaman að lesa bloggin fá ykkur! :D

María Guðbjörg Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 02:11

3 identicon

Ég finn fyrir söknuði þegar ég les bloggið þitt, göngutúrarnir jólaljósin á Hvanneyri, ullarselið......ég er þakklát yfir að hafa búið á Hvanneyri en það er nú þannig að allir staðir hafa sinn sjarma ;)

Varðandi baðstofustemminguuna, verður Linda ekki að taka það að sér að sjá um húslesturinn?

Frábært að þið hafið nóg að gera og mér líst vel á skipulagið hjá ykkur varðandi mastersritgerðarskrif, það þýðir ekkert annað en að taka sér frí til að skrifa :) Gangi ykkur vel STÓRT KNÚS!

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 06:47

4 identicon

88 kvikindi - skora á þig að læra þekkja nöfn allra.

Mæja (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 09:35

5 identicon

verð víst að kvitta hér eftir kvittið þitt á bloggi siggu júllu.

Alltaf gama að lesa bloggið þitt þó það sé langt síðan síðast, en ég kem alltaf hingað inn af og til.

Til hamingju með kennarastöðuna í háskóladeildinni, þú ert mögnuð og átt eftir að standa þig vel með 88 nemendur, skora á þig að þekkja nöfn allra. Nú hefur þú fengið tvær áskoranir, þannig að þú verður að standa þig :)

Elin (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:24

6 Smámynd: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

sæl,

ég skora líka á þig að læra nöfnin á öllum í grasfræðinni ... vona líka að þér takist að gera hana meira spennandi en þegar ég lærði hana.

vonandi tekst ykkur að ljúka þessar MS ritgerð í tíma ... ég stefni á að ljúka minni ekkert mikið seinna en þið, það skal takast.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 29.11.2009 kl. 14:07

7 identicon

það er gott að aldurinn valdi engum komplexum hjá þér enda berðu hann mjög vel.

En ég tek undir jólahugleiðingarnar, það er að verða jólalegt á Hvanneyri, gaman að sjá hólinn svona fínann líka.

En ég mæli með ritgerðar lotu, um að gera að klára þetta helvíti, það er mjög þægileg tilfinning

Berglind (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband