Sauðamessa og kjötsúpuveisla

Já nóg er alltaf um að vera á Álfhólnum en síðustu helgi þá héldum við heljarins kjötsúpuveislu en gamlir vinnufélagar mínir af NFS og Stöð 2 voru í jeppaferð um Borgarfjörðinn og óskuðu eftir að fá að koma í heimsókn... Við óðum svolítið blint í þetta en fjöldinn var um 40 manns börn og fulorðnir.. En þetta lukkaðist mjög vel og kjötsúpan var frábær og heimagerða brauðið líka... Allir glaðir... Við smöluðum svo Hvanneyringum heim um kvöldið til að hjálpa okkur að klára súpuna svo að allt í allt hafa verið hátt í 70 manns í kjötsúpu þann daginn á Hólnum.. En nóg var eftir af súpu og hún var sett í frysti og loksins kláraðist hún í gærkvöldi eftir Sauðamessuna..

Talandi um Sauðamessu þá var hin árlega Sauðamessa haldin í Borgarnesi í mígandi rigningu í gær.. Þetta er alltaf hin besta skemmtun og gaman að sýna sig og sjá aðra. Sem betur fer voru börnin hér öll hjá okkur þessa helgina og í ár náðum við að sjá fjárreksturinn eftir aðalgötunni en það var alveg bráðfyndið að sjá þegar kindurnar hlupu stjórnlaust af stað... Meeeeeeeee...  Svo var kíkt á markaðinn og kjötsúpa Raftanna smökkuð en hún var góð en ekki jafn góð og mín.... Tounge. Við sáum lítið af skemmtiatriðunum en átkeppnina sáum við og höfðum gaman af lýsingum Gísla Einarssonar en hann sá um að kynna keppnina. Átvagl Borgarfjarðar 2009 borðaði 680 gr af lambakjöti á 5 mínútum og samkvæmt útreikningum Gísla þá yrði hann bara örfáa daga að klára heilt sauðfjárbú...  Við drifum okkur heim og ég bauð upp á heitt súkkulaði (alvöru) með rjóma og pönnsur sem við keyptum á markaðinum. 

Valdi er á kafi í vinnu í Skorradalnum að grisja og bumban á honum er alveg að hverfa.. Ég hef verið á kafi í kennslunni en í vikunni voru munnleg próf í plöntusafni og í vikunni þar á undan voru áfangapróf fyrsta bekkjar svo það hefur verið nóg að gera.

Annars gengur bara allt sinn vanagang, langir göngutúrar með Kátapúka og hannyrðir eftir því sem tíminn leyfir... auk þess er ég að reyna að byrja á þessari ritgerð minni af fullum krafti núna...

Tvö ný albúm Sauðamessa og kjötsúpuveisla...

Bestu kveðjur af Álfhólnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ttiv eitthvað gegnur mér að setja inn komment hér en kvitt kvitt!! Get ekki lýst því hvað ég er búin að vera með mikið vatn í munninum yfir þessu kjötsúpudæmi....

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 13:12

2 identicon

þetta var dýrindis súpa hjá þér ... takk kærlega fyrir boðið :) og já takk fyrir nýtt innlegg af bloggi og myndum :) kvitt kvitt  

kv. Anna Lóa  

Anna Lóa (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 12:56

3 identicon

já takk aftur fyrir kjötsúpuna, vá hvað hún var góð hjá þér. Þú ert kjötsúpusnillingur, er ekki keppt í kjötsúpugerð á landsmóti? eða er það bara pönnukökubakstur?

þarf að fara að kíkja á þig með prjónana, hvaða kvöld henta þér best?

verðum í bandi

Bebba (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband