Tveir bílar í gegnum skoðun... geri aðrir betur....

Almáttugur... það er svo langt síðan við blogguðum... Held ég setji hér inn örblogg til málamynda.

Þessa dagana er Valdi að gróðursetja í Hrútafirði. Hann og Kátur eru þar og eru hæstánægðir. Kerlan er þá ein í kotinu á meðan sem er í fínu lagi enda nóg að gera að undirbúa kennslu og fleira.

Annars hafa líka síðustu dagar farið í að koma báðum bílunum í gegnum skoðun en það tókst með tilheyrandi kostnaði og bæjarferðum. Ég sé ekki betur en að það virðist alfarið vera hlutverk karlmanna að koma bílum í gegnum skoðun en ég sá ekki margar konur þarna þessi tvö skipti sem ég var hjá Frumherja.

Auk þess hef ég verið að sinna fjarnemum með plöntusafnið sitt og bjóða nýja fjarnema velkomna... Líst vel á hópinn... Á fimmtudaginn hitti ég svo staðarnemana mína í bændadeild... Það verður spennandi..

Í sumar hef ég farið hamförum í jurtalitun og nú er ég að "hamstra" plöntum til að þurrka til vetrarins. Ég keypti plastbala, plast-sigti og sleifar í bænum í gær og einnig glerkrukkur í Góða hirðinum til að setja keytu í.  Í dag gaf svo ein af Ullarselskonunum mér marga kassa af þurrkuðum jurtum m.a. rabarbararót sem verður spennandi að prófa en kassinn var reyndar fullur af köngurlóm líka.. Ewww.... en ég er búin að dusta allt út og held ég sé laus við óværuna... Hildur systir kom í gær og gisti og við vorum að lita fram á nótt, borða pizzur og sötra rauðvín... Svo kósí...

Linda var hjá okkur í langan tíma í sumar sem var frábært en hún hefur eignast nokkrar vinkonur hér og er dugleg að prjóna með mér. Eldri krakkarnir voru hér aðeins áður en skólinn hófst og svo stakar helgar. Við Linda fengum rifsber hjá Steinunni og gerðum rifsberjahlaup sem lukkaðist vel en ég hef ekki enn komist í að gera rabarbarasultu en það stendur til.

Nú er skólaárið hafið á fullt og ég ætla að vera dugleg í ritgerðinni og stefni á að skila um það bil eftir ár... Ég fór á mastersnemafund í dag og komst í ritgerðarstuð og lét auk þess plata mig í kennslunefnd sem fulltrúi mastersnema... Reyndar er það hlutverk sem mig hefur alltaf langað í svo það var ánægjulegt... Var reyndar búin að ákveða að segja Nei vegna ritgerðarsmíða en áhuginn náði mér og ég bauð mig fram...

Læt þessum pistli lokið í bili en myndir safnast upp í tölvunni til innsetningar svo vonandi bráðum kemst ég í að setja inn einhver albúm... td. frá skírn Hrafnkels Gauta (Sonar Brjáns bróður og Karenar) og frá fleiri viðburðum sumarsins..

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband