19.7.2009 | 21:38
Ferguson og frábær helgi
Þá er frábær helgi að kveldi komin..
Krakkarnir voru hér um helgina og auk þess kom Anna Sólveig frænka með strákinn sinn hann Bjarka Steinar og þau voru hér líka alla helgina. Á föstudeginum fórum við í fjósið með Bjarka en á laugardeginum þá var haldið upp á Ferguson daginn hér á Hvanneyri en Bjarni Guðmundsson á Landbúnaðarsafninu var að gefa út bók um Ferguson dráttarvélarnar hér á Íslandi en þær ollu mikilli byltingu í landbúnaði þegar komu og urðu almenn eign á hverjum bæ. Margar gamlar og fallegar uppgerðar dráttarvélar voru til sýnis og Bjarni las úr bókinni og svo óku dráttarvélarnar hring og komu upp engjarnar.. Stórkostleg sjón.. Ég hef líka aldrei séð annan eins fjölda af fólki og þvílíkt veður sem var þennan dag. Óhætt að segja að dagurinn hafi verið mjög vel heppnaður og við skemmtum okkur öll vel. Ég sá mér ekki fært að aðstoða við vöfflubaksturinn en Dísa (konan hans Bjarna) Solla og Þórunn Edda sáu um vöfflurnar og ég gat ekki séð að mig vantaði... Frábært framtak hjá þeim en ágóðinn rann til Landbúnaðarsafnsins. Prjónakeppnin Ull í fat fór einnig fram á sama tíma en það er alltaf gaman að sjá þær Ullarselskonur spinna og prjóna... Þvíklar kjarnakonur þar á ferð..
Síðdegis var teymt undir Bjarka Steinari á hestbaki og þótti honum það nú ekki leiðinlegt og svo um kvöldið var grillað og við kveiktum í kamínunni... Rabarbarapæ og ís um kvöldið... Við borðuðum úti á palli og alltaf er maður jafn dolfallinn yfir útsýninu hér af hólnum (miðhálendi Hvanneyrar)..
Sunnudagsmorguninn fór í prjónakennslu en ég var að rifja upp prjónahandtökin með Önnu Sólveigu og svo eftir hádegið var farið í Hreppslaugina gömlu og góðu... Þá komu Davíð og Guðbjörg að sækja Önnu Sólveigu og Bjarka en nóg var til af kökum og veitingum á heimilinu... Valdi keyrði svo krökkunum heim eftir kvöldmat..
Nýjasta æðið mitt er jurtalitun og hægt er að sjá fyrsta fiktið mitt í albúminu Jurtalitun. Hins vegar ákvað ég að verða mér úti um keytu (staðið húsdýrahland) til að skerpa litinn og einnig til að búa til Kúahlandsrauðan... Úr varð hið mesta ævintýri þar sem við Valdi stóðum fyrir aftan kusurnar í Hvanneyrarfjósi og biðum eftir bunum... Ég kom hlandblaut heim.... Loksins komumst við að því ða hægt væri að fá góða keytu uppi á Grund í Skorradal og kom Valdi því færandi hendi með tvær fötur af góðu hlandi (keytu) um daginn.... Það gladdi nú kerlinguna mikið... En ekki lyktaði kallinn vel...
Ég er líka að kaupa efni sem litfesta og til að skerpa litinn en það er erfitt að vera með bækur frá 1919 og vitna í efnin þar en nöfnin hafa breyst... Td. Álún heitir einhverju voðalega löngu efnafræðinafni....
Þrjú ný albúm: Brjánsson, Jurtalitun og Ferguson
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.