16.7.2009 | 20:17
Landsmótshelgi
Jæjja loksins kemur blogg... Það er magnað hvað 50% vinna tekur mikinn tíma hjá mér... Annars er Valdi búinn að vera í mikilli vinnu uppi á Fitjum í Skorradal við grisjun og það finnst honum nú gaman.. Annars hefur veðrið verið svolítið of heitt fyrir svona svitavinnu.... Svo það er eitt stykki sveittur og þreyttur kall sem kemur heim á kvöldin...
En af okkur er það helst að frétta að við fórum á Landsmót ungmennafélaganna á Akureyri síðustu helgi. Við fengum tjaldvagn hjá systur Valda sem var snilld svo það fór vel um okkur en við vorum komin á mótssvæðið á fimmtudeginum. Á föstudeginum þá keppti Valdi í gróðursetningu en vegna einhvers misskilnings þá lögðu flestir í hans holli af stað í vitlausa átt í keppninni og kom það í veg fyrir stórsigur í greininni hjá mínum manni.. Annars stóð hann sig vel og tók sig vel út í UMSB gallanum sínum. Valdi var að keppa á móti Benna sínum gamla skólafélaga og vini og svo var Rakel þriðji bekkjarfélaginn dómari hjá þeim... Hrein snilld.
Annars skartaði Akureyri sínu fegursta þessa daga. Brjáluð sól og hiti.. Þvílíkt mannlíf um allan bæ og við hittum fullt af fólki sem við þekktum.. Við vorum svo bara að slappa af og skoða bæinn á föstudeginum en við fylgdumst með keppni í pönnukökubakstri þar sem Álfheiður kennslustjóri var að keppa og stóð sig vel. Við fórum svo í Lystigarð Akureyrar, sund og að sjálfsögðu fórum við í fornbókabúðina Fróða sem er snilldarbúð í gilinu... Ég stillti eyðslu í hóf og beitti mig hörðu við að hemja mig í bókakaupum en var samt sett í straff það sem eftir var ferðar fyrir þau innkaup... Úpps...
Um kvöldið borðuðum við á Bautanum og fengum góðan mat og fína þjónustu og þaðan héldum við upp í Bogann til að safnast saman með UMSB fyrir setningarhátíðina og fara í skrúðgöngu inn á völlinn. Ó my god... ég er náttúrulega fædd og uppalin í Reykjavík þar sem er ekki svona stemning svo þetta var bara menningarsjokk fyrir mig að labba inn á völlinn í íþróttagalla.. svona eins og maður sér á ólympíuleikunum.. Ég get svo svarið það.... Mér leið eins og ég hefði verið bímuð inn í einhverja aðra tilveru.. Þarna sat forsetinn og minn gamli vinnufélagi Sigmundur Ernir sem nú er þingmaður Norðlendinga... Svo stutt síðan við vorum að vinna saman í öðru lífi... En allavega þá var athöfnin alls ekkert of leiðinleg og við fengum að setjast í grasið en við höfðum sólina á móti okkur allan tíman... Undarleg fánakveðja fór fram og maður er ekki vanur þessari þjóðernishyggju... "Íslandi alt" í annarri hverri setningu... En þetta var allavega skemmtileg upplifun...
Á laugardeginum þá keppti ég í jurtagreiningu.. Ég lenti í fimmta sæti og tel það alveg skammlaust.. En hins vegar þá er ég svolítið MIKIÐ spæld að hafa ekki lent ofar því ég misgreindi sótstör sem mýrarstör.. Common... það er náttúrulega skandall að klúðra því og þá á maður ekki skilið neitt annað en fimmta sæti... Ég greindi allar erfiðu plönturnar td. skeljamuru, lækjafræhyrnu, hnúskakrækil og fleira og fleira og auk þess sem plönturnar voru nær dauða en lífi vegna hita og flest öll krónublöð voru farin..... En klikkaði á bév... sótstörinni... En þetta var bara gaman... Og ég er svona næstum því sátt við árangurinn.. Sótstörin flassar samt enn fyrir augunum á mér en ég hlýt að fara að jafna mig...
Við fórum svo í kaffi til Halldórs Sævars og Systu og slökuðum á en eftir það fórum við aðeins niður í bæ að labba um í góða veðrinu... Löngu eftir keppnina fatta ég að ég var enn með númerið aftan á mér eins og maraþonhlaupari.. Djísus Valdi... common... Hann hafði vita þetta allan tímann og fannst þetta fyndið.. Ég var búin að fara í kaffiboð og labba göngugötuna með þetta á bakinu...
Svo pökkuðum við saman og fluttum okkur inn í Eyjafjörð þar sem við hittum góða vini, grilluðum, drukkum rauðvín og fórum í dásamlegan heitan pott... Frábær afslöppun eftir landsmótið... En á sunnudeginum á leiðinni heim fórum við á sveitamarkað á Grísará að Hrafnagili og keyptum besta hummus í heimi af Systu og svo kíktum við á jólahúsið en það var brjálaðislega fyndið að koma inn í það á hásumri.
Í Miðfirði fórum við svo á annan sveitamarkað þar sem var heimagert skyr, jurtalitað band, keramik og margt fleira áhugavert...
Annað er það að frétta að ég eignaðist "lítinn" frænda 13. júní... En lítill er ekki rétta lýsingarorðið en hann er svakalegur bolti heilar 18. merkur... Við kíktum suður í gær og drengurinn er dásamlega fallegur og stæðilegur...
Fullt af nýjum albúmum fá Landsmótinu
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.