21.6.2009 | 10:04
Þúfnabanamúffur og grasagreining..
Það er alveg merkilegt hvað það er mikið að gera miðað við að Valdi er atvinnulaus og ég bara í 50% vinnu... En þetta stefnir í að verða mjög skemmtilegt og fjölbreytt sumar.
Þann 13. júní var kanínudagur hér á Hvanneyri. Ég og Þórunn Edda ákváðum að hafa vöfflusölu til styrktar Landbúnaðarsafni Íslands. Það var ansi mikið maus að undirbúa það en það lukkaðist alveg framar vonum og við náðum hátt í 50 þúsund í hreinan gróða fyrir safnið.. Gaman gaman.. Við seldum líka möffins sem við kölluðum Þúfnabanamúfur en nafnið vakti mikla athygli.. Hátt í 300 manns voru á svæðinu og dagurinn lukkaðist mjög vel. Valdi var með krakkana og þau komu og fengu vöfflur og tóku þátt í fuglagetraun og jurtagreiningargetraun... Klár börn..
Á milli verkefna þá hefur Valdi verið duglegur að vinna í garðinum en hann byggði pall úr mótatimbrinu sem féll til úr þakinu í fyrra og ég var að naglhreinsa um daginn. Pallurinn er rosalega flottur og ég hef svolítið gaman af því að timbrið er 50 ára gamalt og sums staðar eru spýturnar sviðnar frá því að kviknaði í þakinu hér fyrir mörgum árum.. ákveðin saga í því... allavega góð nýting á timbri.. Grænmetið okkar rýkur líka upp og kartöflurnar..
Á 17. júní þá komu Gerður og Kristján og Brjánn, Brynhildur og Karen í "Bröns" og skrúðgöngu hér á Hvanneyri. Gerður hafði saumað upphlut á Brynhildi og verið var að frumsýna hann á þjóðhátíðardaginn.. Ó my god hvað Brynhildur var falleg í upphlutinum með skotthúfuna sina... Þvílík prinsessa.. Hún vakti svo mikla athygli í hátíðarhöldunum að á tímabili var hún eins og poppstjarna þar sem allir voru að mynda hana... Alger rúsínusúpa...
Í gær var fyrsta plöntugreiningarnámskeið sumarsins en fjarnemarnir mínir úr bændadeildinni komu hingað á Hvanneyri. Ég held þetta hafi verið vel lukkaður dagur en ég var svolítið stressuð þar sem sumir nemendanna eru komnir langt að fyrir einn dag... Eins gott að hafa þetta svolítið magnaðan dag..
Þessa helgina eru Valdi og börnin í Fellsmörk að gróðursetja. Ég ákvað að fara ekki með þar sem ég er lítið fyir tjaldlíf og hef auk þess nóg að gera við að undirbúa námskeiðið þarnæstu helgi. Hins vegar hef ég tekið því heldur rólega þessa helgi og nýt þess að vera ein í húsinu hundlaus og karlmannslaus (hlakka samt til að fá kallinn heim). Í gær fór ég í Kvennahlaupið og labbaði 5. km í góðum hópi í yndislegu veðri og svo tók ég til það sem eftir var dagsins. Um kvöldið var ég að spinna en ég held að kemburnar mínar séu farnar að þæfast það er svo langt síðan ég kembdi þær. Ég náði líka að stúta þvottavélinni en hún ákvað að segja bara tikk, tikk, tikk og þvotturinn er fastur inni í henni.. Arrrggggg....
3 ný albúm Pallur, Kanínudagur og 17. júní á Hvanneyri.
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf jafn skemmtilegt hjá þér:) Þú ert svo dugleg:)
Anna Lóa (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.