6.6.2009 | 19:27
Rokk og ról..
Það er allt og ekkert að frétta af okkur á Álfhónum. Sumarið er komið á Hvanneyri, yndislegt veður og umhverfið ægifagurt. Við Valdi erum í raun bæði atvinnulaus í sumar og gerum bara hvað sem er fyrir peninga. Valdi var með verkefni í Þverárhlíðinni og var svo í trjáklippingum í vor en nú er einhver ördeyða í bransanum.. Hann er hins vegar mjög duglegur að vinna í garðinum og gerði tröppur um daginn og er núna að smíða pall úr spýtunum úr þakinu síðan í fyrra. Ég verð í hinu og þessu í sumar en í júní er ég mest að kenna á plöntugreiningarnámskeiðum og svo kenni ég á námskeiði á vegum Endurmenntunardeildarinnar http://www.lbhi.is/namvidlbhi/endurmenntun/gardaroggrodur Flóran litrík og lystaukandi en það tekur bara einn dag en verður spennandi að sjá hvernig það gengur. Ég tek líka vaktir í Landbúnaðarsafni og Ullarseli en ég var fyrstu vaktirnar mínar í Ullarselinu í gær og í dag.. Það er alveg yndislegt að sitja þarna og taka á móti gestum en maður er svo stoltur af Ullarselinu og auðvitað Landbúnaðarsafninu líka og gaman að sýna og segja frá. Ég hef líka verið að taka á móti hópum sem koma í safnið og vilja fá leiðsögn um svæðið.
Síðustu helgi voru krakkarnir hjá okkur og svo var talsverður gestagangur á Hólnum. Á laugardeginum komu Sólveig Ólafs og Jóhann maðurinn hennar. Sólveg var að vinna með mér hjá Rúv og Stöð 2 í den en Valdi var með Sólveigu í skóla til tvítugs. Við fórum með þau í Landbúnaðarfsafnið og Fjósið. Á sunnudeginum komu Brjánn, Karen og yndislegasta barn í heimi, hún Brynhildur Þórey. Þau voru í sumarbústaðnum í Hvalfirði og kíktu í heimsókn. Við fórum með Brynhildi í Fjósið... Ég veit ekki hvað ég fór margar ferðir í fjósið þessa helgina en þær voru nokkrar með hópum og gestum.
Hildur systir kom í gærkvöldi og gisti en það var undir því yfirskyni að hún vildi æfa sig að spinna en ég er með rokk frá Ullarselinu. Það var þvílíkt gaman hjá okkur og mikið "rokkað" og slúðrað yfir nokkrum rauðvínstárum.
Valdi, Kátur og Nóri (hestur) eru úti í garði núna að smíða pall í frábæru veðri. Við ætlum að grilla í kvöld og hafa það notalegt.
Bestu kveðjur af Álfhólnum
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott að allt gangi vel og pallurinn í smíðum.
Steinunn (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 22:43
Sæl og blessuð
Ég ætlaði bara að láta vita að ég er á leiðinni í kaffi á Hólinn, allt of langt síðan síðast!!
Kemst reyndar ekki í dag því ég ætla upp í Hreppslaug og gera fínt þar með ungmennafélaginu, en hvernig hljómar morgundagurinn? Ertu heima seinnipartinn?
kv Bebba
Bebba (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 13:52
Kvitta fyrir komu mína hér inn. Gaman að fylgjast með ykkur skötuhjúunum.
kv
HB
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.