20.4.2009 | 05:10
Skemmtileg helgi að baki
Á laugardaginn þá var uppskeruhátíð Leikdeildar Ungmennafélagsins Íslendings en nú er sýningum formlega lokið á Línu Langsokk. Púff segi ég nú bara.. Þetta er búið að vera rosalega gaman en það er líka ágætt að þessu er lokið. Farið var til Reykjavíkur með rútu í Skautahöllina. Þemað var listdansbúningar og voru margir skrautlega klæddir og vakti hópurinn mikla athygli. Ótrúlegt hvað maður stóð í lappirnar á svellinu þrátt fyrir að tugir ára eru síðan ég var að skauta á Tjörninni í Reykjavík. Valdi flaug á afturendann tvisvar... Börnin voru hins vegar sleip í þessu og Linda var fljót að kasta hjálpargrindinni og fljúga af stað sjálf.
Um kvöldið var svo fjölskylduskemmtun á Kollubar þar sem þeir sem ekki stóðu á sviði áttu að sjá um skemmtiatriðin.. Humm.. já málið er að það er ástæða fyrir því að ég vil ekki standa á sviði en ég er alveg hæfileikalaus með öllu þegar kemur að söng, leik og dansi... Já þetta var slæmt.. en ágætt að fólk gat hlegið..
Á sunnudeginum þá fórum við suður í 2ja ára afmælið hennar Brynhildar Þórey (Dóttur Brjáns bróður og Karenar) en ég sé hana allt of sjaldan. Hún er þvílíkt falleg og góð stelpa og alveg einstaklega vel gefin ( Nei nei.. ég er ekkert hlutdræg..). Þá var brunað austur fyrir fjall en Linda þurfti að mæta í eigið afmæli klukkan 14.00 en hún varð 9 ára á páskasunnudag..
Páskarnir voru rólegir hjá okkur eða þannig.. ég vann svolítið og reyndi líka að slaka á.. Börnin voru ekki hjá okkur en við hittum þau á föstudaginn langa hjá Höllu systur hans Valda en Unnur og Einar voru á landinu frá Noregi með nokkurra mánaða dóttur sína hana Linneu Eir.
Annars var vikan fín. Valdi er loksins kominn með yfirlestur frá leiðbeinanda og það lítur vel út en hann mun vinna sig í gegnum það í vikunni. Tölvan mín er enn biluð og það er verið að bíða eftir varahlutum. Ég fór á skemmtilegt námskeið sl. 2 þriðjudagskvöld hjá Ingólfi í Engi um grasnytjar sem var mjög áhugavert. Annars er bara nóg að gera en ég er byrjuð að skrifa ritgerð um jurtalitun fyrir hlunnindakúrs sem ég er í og svo er alltaf vistfræðin...
Fjögur ný albúm: 1. Skautahöllin, 2. Lína (Bland í poka frá Línusýningum), 3. Linnea Eir, 4. Brynhildur Þórey 2ja ára.
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 294494
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Litla frænka heitir Eir Linnea. Kveðja Steinunn
Steinunn (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.