Opið hús á Hesti

Ekki höfum við verið dugleg að setja inn færslur undanfarið en að mestu er því um að kenna að það hefur verið einhver bilun í kerfinu svo ansi margar færslur hafa farið forgörðum og ekki birst.. Auk þess hefur bara verið rólegur hversdagsleiki í gangi hjá okkur og fá myndamóment eða ævintýri. En nú hef ég sett inn stutt album með hinu og þessu.

Valdi er að bíða eftir commentum frá leiðbeinandanum sínum í Svíþjóð varðandi mastersritgerðina og ég er svona eitthvað að hengslast í að byrja á minni en ég get loksins setið svolítið við skrifborð núna en brjósklosdæmið er að batna hjá mér. Valdi bauð í grisjun í Skorradalnum en fékk ekki og er því að undirbúa trjáklippingar og gróðursetningar til að hala inn einhverjum tekjum. Það lítur ekki vel út með vinnu hjá mér en ég er samt mjög upptekin í júní á plöntugreiningarnámskeiðum sem ég er að leiðbeina á og ég veit ekkert betra en að vera úti í móa að greina plöntur og fá borgað fyrir.

Tölvan mín bilaði um daginn en hún fór að hljóma eins og loftpressa og skyndilega neitaði hún að starta sig og sagði bara "fan error"... Panikk... Þar á undan hafði ég komist að því að allar Gvatemalamyndirnar mínar voru horfnar... En með aðstoð Guðjóns Tölvusérfræðings hér við skólann tókst að hafa upp á myndunum á gömlu geymsludrifi hjá mér.. Sjúkkitt... Þetta voru myndir sem ég ætlaði að nota í kennslu um ókomna tíð.. Tölvan er komin suður í meðferð...

Krakkarnir eru hér um helgina og við fórum á opna daginn að Hesti í gær.. Mér finnst svo gaman á svona landbúnaðarviðburðum. Þarna hittast sauðfjárbændur, sveitungar og líka nemendur lbhí að ógleymdum frambjóðendum sem voru iðnir að láta sjá sig og taka í spaðann á fólki. En ég er búin að taka í höndina á Jóni Bjarnasyni þrisvar sinnum á fáum dögum... Hann er iðinn við kolann... Þarna mátti sjá allskonar landbúnaðarvöruru til sölu svo sem traktora og smávélar en Valdi hélt ekki vatni yfir þessum vélum... Og auðvitað gátu svo krakkarnir klappað Hestfénu en Linda var sérstaklega hrifin af þríhyrndum hrút sem þarna var. Fyrst fór ég ein með börnin en þetta var svo gaman að ég dró Valda með beint eftir leiksýningu.. Hann rölti þarna um innan um bændurna enn með meikið á sér að hluta og var vel "gay" með eyeliner og brúnkukrem.... Úpps..

Í gærkvöldi var svo grillað í vorveðrinu og svo var horft á Gettu betur en ég var sár að MH skyldi ekki ná að vinna þetta... Munaði svo litlu... Síðan var farið út á Hólinn og kveikt upp í kamínunni.. svo kósí.. Bárður vinur hans Jakobs (Sonur Bjarkar vinkonu) var hjá okkur í fyrrinótt en svo fór Jakob upp á Hvamm í gær og gisti.. Við sækjum hann á eftir..

Nýtt albúm, Hestur, Lína og Grill

Leiksýning í dag og Suðurlandið í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að "heyra" frá ykkur.

Hvð er betra en grill og kamína

kv úr vorinu í Noregi

Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 294494

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband