Pípulagnir og prjónakvöld..

Lítið að frétta af hólnum... Krakkarnir voru hér síðustu helgi en við Valdi vorum bæði föst á Línu-sýningum föstudag, laugardag og sunnudag... Krakkarnir komu með á laugardeginum. Sýningarnar ganga vel og það var uppselt nær alla helgina.  Laugardagskvöldið var næs ég gerði pizzur á línuna og allir borðuðu heila pizzu nema ég... Yfir sjónvarpsglápi kvöldsins þá var rabbarbabarapæ og ís... Næs.... ég fylgdist með Gettu betur en ég var á sínum tíma í MH og það var magnað hvernig þau laumuðust framúr á síðustu sekúndu.... 

Ég fór á áhugaverðan fyrirlestur um Svalbarða í gær hjá Ingibjörgu Svölu prófessor.. Mig dauðlangar til Svalbarða en ég held að þar sé mikið um fléttur og skófir sem væri gaman að skoða..

Í dag hefur Valdi verið við pípulagnir en það var alveg hætt að flæða niður úr baðherbergisvaskinum.. Eftir miklar tilfæringar og eina ferð í Húsasmiðjuna þá höldum við að þetta sé komið...

Valdi er að kleperast á ritgerðinni sinni og getur ekki beðið eftir að þetta verði búið. Ég er mest að vinna fyrir Áskel í Greinasafninu þessa dagana en það myndaðist smá pása í vistfræðinni vegna prófaviku nemenda. Ég get svona að mestu setið við skrifborð þessa dagana en eftir sjúkranudd og sjúkraþjálfun í mánuð þá er þetta allt að koma með axlarverkina mína... Ég fékk líka fína græju lánaða sem er hengd á hurð og í hausinn á mér og ég toga... það gerir ágætis gagn til að teygja hálsliðunum.... (Valda þykir þetta heldur fyndið tól....  en ég hef falið allar myndavélar í húsinu)..

Í kvöld ætla ég á prjónakvöld hjá Ullarselinu og á morgun þá ætla ég að gera kæfu, samhliða því að gera nýtt verkefni í vistfræðinni..

Bestu kveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að allt gangi vel hjá ykkur.  Það er víst búið að rýja hana Fjólu mína og ég vona að ullinni hafi verði haldið til haga.  sjáumst um páskanna.  Kveðja Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Oddný Guðmundsdóttir

Sæl verið þið á Hólnum.

Sé að það er alltaf nóg að gera hjá ykkur, það er nú gott. Guðrún!! Ef þú lumar á góðri gamaldags kæfu-uppskrift, gerðurðu hana kannske eftir nefinu? Ef ekki væriðrðu svo væna að senda mér uppskrift á oddny67@gmail.com. 

Bestu kveðjur frá Noregi

Oddný Guðmundsdóttir , 3.4.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 294494

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband