26.2.2009 | 23:05
Glámur og Glúmur á ferð..
Nú fer að líða nær frumsýningu á Línu Langsokk en það er rétt fyrir miðjan mánuðinn.. Nóg er eftir að gera og æfingarnar farnar að þéttast svolítið. Næstu helgi verða æfingar bæði laugardag og sunnudag.. Púff.. En þetta er ljómandi gaman.. Ég er hvíslari en Valdi er Glámur ásamt Sigga hennar Ástu Kristínar sem er Glúmur.. Þeir eru flottir félagarnir..
Annars er mikilli törn að ljúka hjá mér núna.. Ég skilaði af mér 20 plöntulífeðlisfræðimöppum sem var afrakstur verklegu plöntulífeðlisfræðinnar... Og svo fór ég yfir 80 próf í vistfræðinni og svo 60 verkefni í vistfræðinni.. Þessu var ég að skila af mér í dag það er að segja vistfræðinni.. Eftir hádegið var ég að kynna sumarnámskeiðið í plöntugreiningu í bændadeildinni fyrir þeim.. Ég lét þau líka búa til greiningarlykil fyrir skrúfur eins og Sigríður Dalmannsdóttir lét krakkana sína gera í háskóladeildinni og það svínvirkaði... Svo gaman..
Valdi er farinn að fara niður á gömlu lesstofuna þar sem bókasafnið var, til að vinna sína ritgerð og það gengur ágætlega.. Ég er ekkert byrjuð að huga að minni en hlýt að fara að komast í gírinn þegar vinnunni léttir..
Ég fór í þjálfun í Ullarselið í dag en ég á að vera til taks til að taka á móti hópum og afgreiða. Mér finnst það mjög gaman að fá að vera involveruð þar innan um allann lopann, ullina og þetta yndislega handverk..
Við ætlum að reyna að komast í gönguna með kvenfélagi Hvítársíðu en nú verður gengið um Kirkjuból sem er við hliðina á Björk og Torfa á Hvammi.. En á morgun förum við suður til að klára að strjúka yfir allt í húsinu í síðasta sinn en loksins kemur nýr leigjandi um mánaðarmótin og svo förum við í fertugsafmæli hjá Gunnari og Þórunni.
Hér er linkur á frétt um Viskukúna úr Íslandi í dag en ég var afskaplega montin af beljunni minni... http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=0a3864b7-564a-4213-b083-74eeeaa9d07c&mediaClipID=cb81812e-7092-44bf-8199-d407d82f1f16
Bestu kveðjur frá Álfhól
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 294494
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
númer eitt: Mikið verður gaman að koma í ullarselið til þín!
númer tvö: Hvenær er Lína sýnd og hvar? Hér á heimilinu er svakalegur Línu aðdáandi og ég bara eiginlega verð að mæta með hann!!
Elín Björk (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.