8.2.2009 | 17:56
Húsmæðraorlof á Hvanneyri
Helgin er búin að vera alveg frábær. Á laugardagsmorgni þá vaknaði ég mjög snemma og gerði verkefni í frumulíffræði en ég var alveg til tvö að gera það. Síðan fór ég að taka til og undirbúa komu nokkurra vinkvenna sem von var á í "húsmæðraorlof" en þetta voru þær Gerður systir, Hildur systir, Björk vinkona og Þórunn frænka. Ferðin hófst í Ullarselinu en þar sluppu stöllurnar inn rétt á mínútunni fimm. Sem betur fer eru Ullarselskonur mjög svo liðlegar og biðu eftir okkur en stelpunum þótti mjög gaman að sjá Ullarselið.
Eftir að hafa farið heim, úthlutað herbergjum og hent í pizzadeig þá fórum við í Búvélasafnið en það er alltaf jafn skemmtilegt að sýna það, þá fórum við í kirkjuna og ég hélt léttan sögupistill um skólann og skóladrauginn.. Þaðan fórum við í Hvanneyrarfjós þar sem Rjómi fjósaköttur hélt uppi skemmtiatriðum með frekju og yfirgangi svolítið "kinkí" hegðun.... (sjá albúm)
Eldamennskan tók sinn tíma en það var setið og prjónað og svo var áleggið skorið á pizzurnar og ég var DJ og við sötruðum rauðvín með. Pizzurnar voru frábærar en Hildur gerði mjög góða pizzusósu. Eftir stórtiltekt í eldhúsinu sem var á hvolfi eftir pizzagerðina þá var sest inn í stofu á meltuna og við héldum áfram hannyrðum og ég reyndi að spinna en það gekk eitthvað illa hjá mér. Við sötruðum rauðvín og bjór með og þetta var svo kósí... Hildur fór snemma að sofa en Þórunn og Gerður prjónuðu frameftir en ég og Björk ákváðum að kíkja á barinn sem var fljótgert enda nánast enginn þar og ekkert stuð....
Ég var vöknuð um 8.30 og labbaði litla hringinn með Káti og síðan kom ég heim og Hildur og Björk komu aftur með mér litla hringinn og auðvitað Kátur líka en morgunbirtan er svo falleg.. Síðan var "Bröns" sem var hlaðborð af brauðum, hummusi og áleggi... Og bara nokkuð mikið af góðum mat..
Ég held það sé óhætt að segja að maður sé enn á meltunni eftir helgina sem var öll hin skemmtilegasta.. Núna er ég að reyna að slaka á en mér ferst það heldur illa.. Luska er í heimsókn og ég fór bara í labbitúr með hana og Kát sem er bara klúður þar sem Kátur togar í mig og ég í Lusku.... Hálf skrautlegt...
Leigjandinn er loksins búinn að staðfesta alveg 100%... Mér er svo létt...
Bissí vika framundan en viskukýrin er á fimmtudaginn. Valdi kemur á miðvikudaginn sem betur fer...
Nýtt albúm: Húsmæðraorlof..
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Guðrún Bjarnadóttir
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 294494
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir sérlega skemmtilegt húsmæðraorlof og hreint frábæran mat. Mér fannst þetta allt saman hvað öðru skemmtilegra og er strax farin að hlakka til næsta orlofs :-) Þórunn
Þórunn (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:47
Þessi helgi hefur verið algjört æði :)
Sigga Júlla (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.