Hvernig á að greina skrúfur?

Á Hvanneyri hefur verið alveg frábært veður út allan Janúar og það sem af er febrúar... Maður á bara ekki til orð yfir kyrrum og fallegum frostdögum. Núna er reyndar 14 stiga frost og ég hélt ég yrði úti hér milli húsa þegar ég hljóp yfir í Bút en það slapp..

Það hefur verið mjög mikið að gera hjá mér síðustu daga. Vistfræði heimaverkefnin taka sinn tíma því nemendurnir eru hátt í 70 í ár.  Plöntulífeðlisfræðin er farin að róast enda nemendur farnir að skila verkefnum til mín og skilafrestur rennur út næsta miðvikudag en það verður gott að koma því frá.

Ég hef verið mjög upptekin í undirbúningi að Viskukúnni okkar sem verður næstkomandi fimmtudagskvöld 12. febrúar.  Það er að mörgu að hyggja en aðallega hef ég áhyggjur af því að við séum ekki að finna skemmtiatriði.. Fullt af hæfileikaríku fólki í þessum skóla en það er erfitt að ná í skottið á því.. Það hlýtur að koma. Það fór svo að Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, mætir til að veita verðlaunin en það var tvísýnt þar sem hann samþykkti að gera þetta meðan hann var ráðherra en svo var hringt í mig frá ráðuneytinu og staðfest að hann myndi standa við þetta ef við vildum hann enn... Ó já.. hann er líka þingmaður kjörtæmisins svo við erum hæstánægð þótt hann sé orðinn fyrrverandi.  Svo kemur Logi Bergmann að vanda til að stjórna þessu öllu....

Ég er byrjuð í leikfimi uppi á Kleppjárnsreykjum. Við keyrum saman nokkrar og þetta er svona magi, rass og læri tími... Ég fíla mig bara vel þarna enda skemmtilegar kellur með í hópnum.  Ég er hins vegar svolítið aum af harðsperrum þessa dagana...

Varðandi leigjendamálin þá veit ég ekki betur en að ég sé búin að leigja út húsið en það slitnaði símsambandið við leigjandann og hefur ekki náðst síðan....  En ég tel mig 98% vissa að þetta sé fast í hendi.. Hann hlýtur að hafa samband en hann ætlar að taka við húsinu 1. mars.  En ég er búin að láta aðra áhugasama vita að húsið sé leigt svo það er eins gott þetta standi.

Í gær var ég að aðstoða hana Sigríði Dalmannsdóttur grasafræðikennara í verklegum tíma í grasafræði. Það var svo gaman. Þetta er svo skemmtilega fram sett hjá Sigríði. En hún var að kenna krökkunum að skilja greiningarlykla.. Það gerði hún með því að hafa 10 skrúfur og láta krakkana skrifa greiningarlykil fyrir skrúfurnar og greina svo skrúfur eftir lykli frá öðrum. Þetta var svo gaman og sniðugt og ég held að nemendurnir hafi alveg náð tilganginum og bara skemmt sér ágætlega. Síðan var alltaf hálfur hópurinn að skera tómata og epli og kryfja túlípana... Hrein snilld..

Af Valda er lítið að frétta nema Excel, Excel, Excel... eins og áður en þetta gengur bara vel hjá honum þarna úti en hann er orðinn spenntur að koma heim og ég verð að segja að þetta er orðið alveg ágætt af einverunni hjá okkur Káti og við bíðum spennt eftir að fá kallinn heim.

Ég þarf að vera dugleg í dag að ganga frá ýmsu, td, nýtt vistfræðiverkefni og skila af mér verkefni í frumulíffræði. Ég þarf líka að taka til en um helgina kom Gerður, Hildur, Þórunn og Björk í húsmæðraorlof sem aðallega felst í því að: Slúðra mikið, gera mikla handavinnu, borða mikið og drekka góðan skammt af rauðvíni... Við ætlum líka í Landbúnaðarsafnið, Ullarselið, kirkjuna og kannski í sund upp í Brún. Ef veður leyfir þá verður kveikt í kamínunni.. Ég hlakka mikið til.

Bestu kv


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Plön helgarinnar hljóma vel ;)

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 294495

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband