29.1.2009 | 23:51
Gvuð... ég hef ekki séð þig í hvað? 100 ár...
Þessi dagur var langur og strangur en mjög svo skemmtilegur. Hann hófst á yfirferð á vistfræðiverkefnum hjá Háskóladeildinni. Svo var ég að undirbúa eða fínisera fyrirlestur um mastersritgerðina mína sem ég hélt á Málstofu síðdegis.. Ég einhvern veginn komst ekki alveg á skrið og var ekki alveg nógu ánægð með mig en ég hélt þetta væri orðið svo flott hjá mér..
Síðan brunaði ég í bæinn en pabbi varð sjötugur í dag og það var haldin stórveisla í Golfskálanum í Grafarholti. Það tók mig 50 mínútur að finna bév.... Golfskálann. En veislan var skemmtileg, góðar snittur og mjög gaman að hitta vini og vandamenn sem ég hafði ekki séð lengi... Setningin " Gvuð.. ég hef ekki séð þig í hvað... 100 ár" var alveg föst á vörum mér... En þetta var næs.. ( ég ætlaði að setja inn albúm en af einhverjum ástæðum voru allir mjög óheppilegir á myndunum eða með lokuð augun eða "out of focus" svo af tillitsemi við gesti veislunnar þá sleppti ég albúminu).
Þaðan brunaði ég upp í hús í Dalnum bara svona til að tékka á því en það er orðið svo hrikalega flott að það hálfa væri nóg.. Bíður bara eftir nýjum leigjendum.. Það er enn margt í deiglunni svo ég útiloka ekkert enn... Ég er bara staðráðin í að fá rétta leigjendur í þetta sinn..
Síðustu dagar hafa líka verið strembnir í vinnu og allskonar verkum. Ég mætti á fund hjá Leikfélagi Ungmennafélagsins en ég á víst að vera eitthvað meðvirk í því að setja upp Línu langsokk en Valdi á að leika Glúm eða Glám.. ég man það ekki... Þetta lítur vel út og verður örugglega skemmtilegt.. Ég missti af prjónakvöldi Ullarselsins en ég skal mæta næst...
Það er lítið af Valda að frétta nema Excel, Excel, Excel..... Ég er nú farin að sakna hans ansi mikið. En samt höfum við Kátur það fínt hér, við löbbum reglulega niður á engjar en veðrið á Hvanneyri í janúar hefur verið alveg magnað og dagurinn í dag var alveg sérlega fallegur.
Rifbeinið sem hrökk til hjá mér í síðustu viku virðist hafa hrokkið á réttan stað því það hefur batnað mikið ástandið á mér. Ég datt reyndar á hnéð niður á engjum á svelli en ég fann ekkert til í rifbeininu og hnéð er bara blátt og marið en ekkert að því að öðru leyti.. Ég vildi óska að þessi hálka færi..
Nú stefnir í góða helgi hjá mér með tölvuvinnu en ég ætla að reyna að semja ritgerðina mína í Frumulíffræði um sjálfstýrðan frumudauða.. Spennó.. Og fara yfir 70 vistfræðiverkefni og vinna fyrir Áskel.. Svo ætla ég annað hvort að draga upp keramikhljólið eða fara að spinna ull á rokkinn... Og jafnvel að glápa svolítið á imbann og prjóna en ég hef varla farið niður í stofu síðan um jólin...
Bestu kveðjur úr jólasnjónum á Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 294495
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég sé þig einmitt oft á röltinu niður á engjum, er með svo assgoti góða skrifstofu;) og veðrið undanfarið það er alls ekki svo slæmt.
Sigga Júlla (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.