25.1.2009 | 21:07
Vorveður og engjarölt..
Jæjja ég og Kátur höfum það fínt hér á Hólnum en við heyrum í Valda annað slagið á Skypinu. Það gengur bara vel hjá honum úti en hann er að klepera á Excel vinnu daginn út og daginn inn. Hann hitti nokkra gamla félaga úr Euroforester náminu um daginn og fór í mat til þeirra.
Ég er enn að vesenast í að sýna húsið í dalnum og reyna að finna hina fullkomnu leigjendur í húsið. Nokkrir hafa sýnt mikinn áhuga en ég hef hrist nokkra af mér því ég bara vil ekki ákveðna tegund af fólki... ég er held ég loksins að læra að "lesa" þessa leigjendur enda hef ég verið svikin svo oft í svona málum.... Enn er eitthvað í degilunni og vonandi fer þetta að ganga...
Í gær fórum við Kátur í bæinn til að syna tveimur aðilum húsið. Ég var búin að segja skýrt við þá báða að það þyrfti að láta vita ef þeir ætluðu ekki að koma því ég væri að fara sérferð úr Borgarfirði.. Annar sendi sms 10 mín í 12 (þegar hann átti að mæta) og sagði Kem ekki... Hinn kom bara alls ekki.... Ég skil ekki hvað fólk er að pæla með svona hegðun.. Er of mikils til ætlast að fólk afboði sig með smá fyrirvara.. Ég hefði þvílíkt getað nýtt daginn í annað en að hanga í tómu húsi og lesa fréttablaðið...
Síðdegis fór ég í fertugs afmælið hennar Bibbu vinkonu en þá kom í ljós að hún hafði gifst honum Ivica sínum fyrr um daginn.. Þetta var glæsileg veisla og frábært að hafa náð að líta við þó stutt væri. Síðan fór ég á Flókagötuna þar sem við gömlu vinkonurnar úr Fossvoginum vorum að hittast og borða saman.. það var mjög gaman og ég var mjög montin af honum Káti sem var svo rólegur og góður og heillaði alla upp úr skónum með sæta "lost" svipnum sínum sem ég held hann sé búinn að fatta að svínvirkar á svona kvensur...
Ég keyrði svo heim um miðnætti og hef eytt deginum í dag í að fara yfir vistfræðiverkefni en nemendurnir eru 70 í ár svo þetta tekur gríðarlegan tíma.. Við Kátur fórum hins vegar tvisvar niður á engjar í dag enda yndislegt veður...
Bestu kveðjur af Hólnum
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 294495
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
frábært , takk fyrir bloggið :) ég leit nefnilega litið ut i gær enda þorrablot á laugardagskvöldið :P
kveðja úr Gamla Skóla :)
Anna Lóa (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 09:55
Hér er líka vorveður, Og sumstaðar er einkennilegur eins og krydd ilmur af gróðrinum. Búinn að rölta nokkra hringi í Alnarps garðinum, alltaf jafn gaman.
Kveðjur frá Alnarp
Valdi
Valdi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.