Kerlingin ein í höllinni á hólnum með hirðhundinum

Jæjja þá er Valdi farinn til Svíþjóðar. Það er ferlega skrýtið að vera hér ein með Káti. Í gærkvöldi var ég mest að rangla um húsið og taka til, gleymdi að pæla í mat og allt í rugli.  Valdi fór út alveg örþreyttur eftir að hafa unnið í húsinu á sunnudaginn og börnin voru hér um helgina en við keyrðum þau suður á sunnudaginn og svo átti Valdi eftir að pakka en það tók smá tíma.. Ég held hann hafi sofið í 2 tíma þegar hann lagði af stað út á völl um fjögur um morguninn... En það hafðist hann er kominn til Alnarp og farinn að vinna í ritgerðinni sinni. Loksins frí frá mér og húsinu. Þarna verður hann í 3 vikur.

Ég og Kátur höfum það fínt tvö saman. Hann fær morgun og kvöldgöngur sem er litli hringurinn hér á Hvanneyri og síðdegið á svo að vera stóri hringurinn eða niður á engjar en á engjunum þá getur Kátur hlaupið um frjáls. Í dag svindlaði ég reyndar á síðdegisgöngunni því við vorum í Mosfellsdalnum í dag. Við auglýstum húsið í sunnnudagsmogganum. Það var rólegt á sunnudaginn en í gær hringdu mjög margir. Ég er alveg orðin rugluð í ríminu en niðurstaðan er að við erum í raun ekki með neitt fast í hendi varðandi leigjendur en þó er ég búin að sýna svolítið. Tveir mættu ekki í dag og einn hafði klukkan 10 farið fram á að hitta mig 12 en ekki tvö.  Ég breyti mínum plönum og fékk ekkert að borða og rauk í dalinn og gaurinn lætur ekki sjá sig... Ótrúleg frekja..  Þeir sem vilja leigja eru einhverjir sem ég vil ekki og hinir sem ég vil fá hafa ekki haft samband aftur. Margir hringja og vilja kaupa en óformlegu tilboðin hafa hljóða upp á 5 -20 milljóinr... Sorry.. ekki að ræða það... Ég er reyndar að bíða eftir svari frá nokkrum leigjendum og enn von um einhverja sem mér leist vel á en ég ætla samt að henda inn auglýsingu í Fréttablaðið á fimmtudaginn og sjá hvernig fer. Við erum búin að eyða svo miklum peningum og tíma í að gera þetta hús upp og það hefur aldrei verið flottara. Við erum bara að auglýsa á alveg skelfilegum tíma.. En þetta kemur.. Dalurinn er alltaf vinsæll og húsið svo flott núna.  (Sjá  nýtt albýum sem heitir Bókfell).

Bestu kveðjur af Hólnum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það endar með að þið fáið leigendur, fínar myndir. Sjáumst :) ...kannski á blótið eða....?

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 294495

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband