17.1.2009 | 15:44
Glæsilega húsið í Mosfellsdalnum er tilbúið..
Jæjja auðvitað byrjaði nýja árið á fullu hvort sem maður var tilbúinn eða ekki. Valdi hefur verið á kafi í að gera upp húsið í Dalnum en ég hef verið upptekin við að starta heimaverkefnunum í vistfræðinni og verklegu plöntulífeðlisfræðikennslunni sem ég sé um. Nú er smá "breik" hjá mér fram í síðari hluta næstu viku. Ég hef líka verið með Valda í húsinu þegar ég hef getað en nú er húsið bara svo gott sem tilbúið og alveg ofboðslega glæsilegt. Valdi slípaði gólfið í stofunni og lakkaði þrjár umferðir og ég ætla ekki að lýsa því hvað það er fallegt. Við keyptum svona "ömmustangir" yfir gluggana í stofunni og svo fengum við mjög smekklega lista í kringum gólfborðin. Baðherbergið er tilbúið og eldhúsið líka.. Það sem er eftir er bara pjattvinna og kannski að slípa og lakka svefnherbergisgólfið ef við nennum en það er ekkert möst. Á morgun kemur auglýsing í sunnudagsmogganum og ég er mjög spennt að fá viðbrögð og hlakka til að sýna það því það er svo fínt. Við munum svo setja inn myndir af fína húsinu í næstu viku þegar það er orðið perfect.
Rifbeinið er enn að angra mig en það er erfitt að hlæja, anda og fara inn og út úr bílum. Ég get hins vegar verið á fjórum fótum og skúrað og skrúbbað án þess að blikna. Sumt get ég og sumt ekki.
Ég byrjaði sl. mánudag í frumulíffræði með Bs búvísindanemunum. Ég held ég standi við það að taka þann kúrs en mér líst vel á hann. Ég straujaði kortið í Bóksölu stúdenta fyrir 12.000 kr fyrir bók sem heitir The Cell og er stór og ógnvænleg upp á 1400 bls. Púff...
Í dag er fallegur dagur á Hvanneyri. Valdi sótti börnin í gær og þetta verður bara róleg helgi, steik í kvöld og svo á að kveikja upp í kamínunni og steikja marsmellós. Ég ætla að reyna að prjóna svolítið en ekki hefur gefist tími til þess í dágóðan tíma..
Valdi fer á mánudaginn til Svíþjóðar og verður í 3 vikur með leiðbeinandanum að vinna í mastersritgerðinni sinni. Það verður ágætt fyrir hann að fá vinnufrið fyrir mér og húsinu. Ég hlakka líka til að eiga rólegan tíma ein að prjóna og labba með hundinum en ég held ég sé samt strax farin að sakna hans... Það verður skrýtið að vera ein í stóra húsinu án hans.
Ps. endurvinnslutunnan okkar er mætt á svæðið.. Hrein og klár snilld..
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Anna Lóa (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:13
hvað kom fyrir rifbeinið ??? til hamingju með að vera búin að gera upp húsið vonandi verðið þið heppin með legjendur. kv. að norðan
Guðbjörg Guðmundsdóttir, 18.1.2009 kl. 15:34
....og ekki komst ég upp á hólinn..... stefni samt að því mjög fljótlega. TIl hamingju með Bókfell :)
Sigga Júlla (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 21:50
Gaman að heyra með Bókfell, glæsilegt hjá ykkur.
Gakk vel í framhaldinu og vonandi fáið þið einhvern í það sem fyrst.
Skil það vel að þú sért farinn að sakna Valda. Bíð spennt eftir að fá manninn minn út.
Kveðja
Hrafnhildur.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.