9.1.2009 | 17:58
Óvænta endurvinnslutunnan
Þessi fyrsta vika ársins hefur verið annasöm hjá okkur. Við höfum farið í húsið í dalnum og það gengur ágætlega en við erum farin að sjá fyrir endann á þessu í næstu viku vonandi.
Valdi hefur verið að kilppa tré í Borgarnesi fyrir kunningja okkar og fer svo að skoða trjáreit í Lundareykjadal sem þarf að klippa.. við verðum víst ekki rík á því þar sem þetta er bara skiptidíll eða vínargreiði en Valda finnst alltaf gaman að komast út og vinna en tölvuviðvera á ekki mikið við hann..
Ég var á kafi í að undirbúa munnleg próf fyrir fjarnema sem skiluðu plöntusafni sl. haust. Þetta eru nemendurnir hennar Stefaníu svo ég þekkti þá ekki en þetta gekk alveg vonum framar held ég. Árni Bragason var prófdómari hjá mér og það var bara gaman hjá okkur. Við urðum reyndar strax svolítið á eftir áætlun og það bara versnaði eftir því sem á leið daginn en ég þurfti í miðjum klíðum að skjótast upp á aðra hæð og halda fyrirlestur um plöntusafnið fyrir hópinn sem kemur í sumar á plöntugreiningarnámskeið... Það var svolítið hratt talað og líklega þruglað svolítið út og suður... Og svo var haldið áfram með munnlegu... Það gekk ljómandi hjá öllum og ég var bara alveg búin á því eftir daginn.. En þetta var mjög gaman..
Í morgun voru sjúkra og upptökupróf og tveir nemar frá mér voru þar... Mér finnst svolítið kósí að sitja yfir prófum, maður prjónar og prjónar og prjónar á launum og svarar nokkrum spurningum.. bara næs... Og fylgir kannski einum á klóstið... Því miður voru krakkarnir mínir búnir snemma í sínum prófum (svona fjandi klárir krakkar) svo ég var laus frekar snemma svo minna gekk með prjónið en ég ætlaði mér..
Í næstu viku byrjar svo vistfræðin í háskóladeildinni en ég á að sjá um heimaverkefnin þar að vanda og hlakka mikið til, nokkrir nýjir kennarar og hátt í 70 nemendur held ég.. Ég var líka beðin um að taka að mér verklega hlutann í plöntulífeðlisfræðinni en það er aðallega bara smásjárvinna og greining á plöntulíffærum eða hlutum... Og svo teikningar út frá því... Ég álpaðist til að skrá mig í frumulíffræði í háskóladeildinni með Búvísindabraut I sem er á mánudagsmorgnum... Ég bara get ekki ekki verið í skóla... Eða haft það bara rólegt og náðugt... Ég er alveg vonlaus með þetta.. En æi.. það er gaman að komast út meðal fólks sérstaklega þegar maður vinnur heima...
Valdi er búinn að panta flug til Svíþjóðar en þar verður hann að vinna í Masters ritgerðinni sinni í þrjár vikur... Það verður gott fyrir hann að hitta leiðbeinandann og fá smá frið frá mér.. En eins og er er ég ekki með vinnuaðstöðu uppi í skóla og vinn heima við hliðina á Valda og það er spurning hvað hjónabandið þoli það lengi...
Í gær kom þessi snilldar Endurvinnslutunna upp að húsinu alveg óvænt... Ég hélt að þarna væri komin tunnan sem ég reyndi að panta í haust en gekk ekki upp... Ég fagnaði mikið enda mikil flokkunarmanneskja sem er svolítið maus hér á Hvanneyri að keyra allt í Borgarnesið.. En eftir að hafa fagnað tunnunni á feisbúkkinu þá taldi nú Björg nágranni sig eiga tunnuna en hún hafði pantað slíka í síðustu viku... Þá var þetta allt annað fyrirtæki en ég talaði við... Ég verð víst að skila tunnunni en ég er búin að panta aðra... Ég held við séum alveg til fyrirmyndar á hólnum því Björg í Svíra hér við hliðina verður með fyrstu tunnuna og ég númer tvö...
Þessa stundina er ég BRJÁLUÐ út í Lín en þeir áttu að borga mér námslán í dag ca 200 þúsund kall en nei.. einhverjar reglur, bla bla bla... engin námslán.. Andsk, helv.... úpps sorry orðalagið... Maður á stundum ekki alveg orð yfir þessu veseni í Lín... Þetta er bara lán...
En ég ætla bara að halda áfram að brosa og vera sæt... Krakkarnir eru að koma á eftir og það verður lasagnja í kvöld og kósí helgi...
Bestu kveðjur af Hólnum
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þið eruð sko til fyrirmyndar, konurnar á hólnum - hvað segir þú hvar fær maður svona tunnu?
Sigríður Júlía (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:13
Kannski staulumst við Þórður Logi uppá hólinn á morgun og rennum okkur nokkrar ferðir.....kíki kannski á þig ef þú verður heima ;)
Sigríður Júlía (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.