2.1.2009 | 20:37
Áramótakveðjur frá Álfhólsbúum..
Jæjja þá er árið 2008 liðið... Þvílíkt ár... Gvatemala, Pólland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Færeyjar, Lettland og Litháen og loksins Ísland... Það er óhætt að segja að árið hafi verið fræðandi og fjölbreytt hjá okkur báðum og vonandi verður næsta ár það líka þó ferðalögin verði væntanlega færri...
Jólin hafa verið svolítið bissí hér á Álfhólnum en það ótrúlega gerðist að jólin gengu í garð þótt engar sörur væru bakaðar og ekki var tekin stórtiltekt í geymslum og skápum.... Og það skipti bara engu máli... Börnin voru hér öll jólin og fram á gamlárs og það var gaman.. Mikið spilað og borðað. Á Þorláksmessu þá fórum við í skötuveislu til Bebbu og Sigtryggs hér á Hvanneyri en Valdi var heima út af ofnæminu sínu. Á aðfangadag komu hér tveir jólasveinar og færðu Lindu pakka (sjá albúm) og Kátur var skíthræddur við þá..
Við fórum svo í tvö jólaboð í bæinn, á jóladag til pabba hans Valda og annan í jólum til bróður pabba... Báðar veislurnar yndislegar og kalkúnn í þeim báðum. Milli jóla og nýárs voru svo bara rólegheit en reyndar áttum við Valdi eftir að klára eitt verkefni fyrir aðferðafræðikúrsinn og lágum við í heilan dag yfir því. Ég er komin með einkunn úr Skjalakúrsinum í HÍ en ég var með aðra hæstu einkunn 8,5 en hæsta einkunn var 9... Skil ekki hvernig það gerðist en ég er himinlifandi með það... Ég lá svolítið í stærðfræðinni með Jakobi en ég held hann sé verðandi stærðfræðisnillingur og hann þarf ekki að kvíða komandi stærðfræðiáfanga ef hann nær að sýna sitt besta... Ég prjónaði svolítið um jólin en ég gaf Lindu og Sunnu peysur sem ég hafði prjónað.. Peysan á Sunnu smellpassaði en peysan á Lindu var allt of lítil svo ég dreif í að prjóna aðra en náði því ekki fyrir áramót... Hún fær hana bara næst.
Áramótin voru róleg en við vorum bara tvö ein hér á hólnum. Það var yndislegt klukkan tólf að fara út á hólinn og horfa yfir þorpið og Borgarnesið, við sáum líka bjarmann frá annað hvort Akranesi eða Reykjavík á himninum fyrir ofan Hafnarfjallið. Við skutum upp nokkrum rakettum og einn tertu sem hét Guðrún Ósvífursdóttir... Valda fannst voðalega fyndið að bomba Guðrúnu.... og fékk aldrei nóg af þeim brandara... Seinna um kvöldið var svo farið Í íþrottahúsið á fjölskylduskemmtun sem var heldur rólegri en vanalega.. Og vantaði alveg limbókeppnina og DJ Hauk Júl....
Við Valdi tókum bara rólegan dag í dag og sváfum út og fórum í sund, við átum enn og einu sinni hangikét í kvöldmatinn en Daði Lange vinur okkar úr Mývatnssveit kíkti við í kvöldmatinn á leið sinni í Dalina.. Um helgina ætlum við í Bókfellið en við verðum að fara að klára það og leigja út áður en við förum á hausinn..
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl
Gleiðlegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Heyrðu varðandi kommentið á blogginu mínu þá bara endilega komdu með - í allt sem við ætlum að gera fram á vorið....stafgöngu, mánudagsfundir og allt það. Ég sendi þér tölvupóst á mánudaginn varðandi fundina... ;)
Sigga Júlla (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.