22.12.2008 | 20:43
Jólaundirbúningur
Við höfum verið á fullu í jólaundirbúningi undanfarna daga. Auk þess hef ég verið að klára vinnuna.
Það gekk brösuglega að koma jólaljósunum á Álfhólinn en eftir margar ferðir upp á þak og mörg þúsundir króna þá eru seríurnar á þakinu loksins í lagi (sjáum svo hvað rokið í nótt gerir..).
Við fórum í bæinn í dag til að klára jólastúss og það gekk bara hratt og vel fyrir sig og við vorum komin til baka á tiltölulega góðum tíma síðdegis og geðheilsan bara í fínu lagi. Krakkarnir komu á föstudaginn og verða hjá okkur yfir jólin og hugsanlega yfir áramótin. Í kvöld sitja þau og spila við Valda en ég ætla að klára að prjóna.
Í Borgarfirðinum hefur verið yndislegt jólaveður alla síðustu viku og krakkarnir og Valdi gerðu snjókarlafjölskyldu um daginn hér í garðinum. (sjá albúm) En í dag bráðnaði fjölskyldan. Núna er rok og rigning.
Sl. laugardag komu Sigurjón Einarsson og Þórunn Harðar í morgunkaffi en Sigurjón var svo almennilegur að taka myndir af Álfhólnum með jólaljósin í ljósaskiptunum. Ég mun setja þá mynd inn við fyrsta tækifæri.
PS. í síðustu viku kom kvittun í gestabókina frá Birgi Össurarsyni í Stokkhólmi sem rakst á bloggið fyrir tilviljun en hann segir frá því að hann hafi verið hér á Hvanneyri í bændadeildinn og unnið á búinu hjá Karli Bjarnasyni.. Það vill nú svo til að Karl Bjarnason bjó hér á Álfhólnum í ein 10 ár en ég heimsótti Karl á Sauðárkrók í sútunina hans fyrir nokkru..... Já þetta er lítill heimur....
Bestu kveðjur úr rokinu á Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.