Jólahlaðborð og jólatré

Jæjja ég náði að skila vísindaheimspekiritgerðinni á föstudagskvöldinu... Púff þá er það búið.. En það eru bara tvö verkefni eftir sem eru frekar stutt eða allavega eru þau áhugaverð og nytsamleg en það eru tvö verkefni í End note sem við Valdi þurfum að skila á morgun...

Helgin var ljúf en krakkarnir komu á föstudaginn og ég gerði alveg svakalega kjötsúpu og allir lágu afvelta í valnum á eftir.. Á laugardaginn þá fórum við upp í Skorradal að höggva jólatré en ég hafði unnið gjafabréf á jólatré í Kvenfélagsbingóinu. Veðrið var yndislegt, talsvert frost en milt og fallegt og Skorradalurinn var jólalegur í skammdegisbirtunni.  Krakkarnir og Valdi fundu stóra og fallega stafafuru sem nær alveg örugglega upp í loft í stofunni á Álfhólnum. 

Á laugardagskvöldinu þá fórum við Valdi í jólahlaðborð hjá Gerði á Flókagötunni en þar hittust systkinabörnin í móðurætt. Krakkarnir hans Valda fóru í mat til Afa Reynis. Jólahlaðborðið var frábært. Það var svo gaman að hitta alla og allir komu með eitthvað heimatilbúið á hlaðborðið. Flókagatan tók vel við svona fjölda en það voru 16 manns sem sátu til borðs. Hrein og klár snilld og ég ætla ekki að lýsa matnum sem var frábær: Hangikét, purusteik, gratíneraðar kartöflur, heimagert rúgbrauð, paté, frábær desert, síld, grafinn lax, heitreiktur sjóbirtingur.. Nammi, nammi, nammi nammmmmm... Þvílík sæla..

Í dag fórum við með börnin frekar snemma í bæinn þar sem þau þurftu að fara í afmæli. Við vorum að spá í að kíkja í Kringluna og komumst alla leið á bílastæðið þegar við bara keyrðum út aftur... Púff.. þvílík geðveiki.... Fórum bara í Bónus og keyptum okkur gott kjöt og höfðum ágætis sunnudagsmáltíð og svo bíða okkar ostar seinna í kvöld.. Næsheit í jólaljósunum.. 

Þrjú albúm 

Hvanneyri að morgni: Fallegar morgunmyndir frá Hvanneyri, útsýnið af Álfhólnum. 

Jólatré hoggið í Skorradal: Fallegt veður í Skorradal þegar við fórum í jólatrésferðina

Jólahlaðborð á Flókagötu: Myndir frá jólahlaðborðinu á Flókagötunni.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með að vera búin með  ritgerðina... ussuss EndNote er ekki svo erfitt verkefni bara halda áfram... ef þú skilur mig....en gangi þér vel með það :)

Endilega koma svo útiljósunum í horfið....svo yndislegt að horfa til ykkar :)

bestu kveðjur úr Gamla skóla :) 

Anna Lóa (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband