11.12.2008 | 18:50
Jólaseríuhell..
Fínu jólaseríurnar okkar fuku af krókunum sínum eitt kvöldið þegar það kom mjög snöggur hvellur.... Valdi fór reyndar upp á þak einu sinni í vondu veðri og lagaði eitthvað en svo kom bara annar hvellur og það slokknaði á 20 perum og einhverjar brotnuðu... Snökt, snökt... Valdi náði svo þegar það var hlýtt og gott veður að fara upp með varaperur og skipta um og loka krókunum en málið var að við höfðum fengið leiðbeiningar með þetta að loka krónunum en við svindluðum... .. Og það kom svona heiftarlega í hausinn á okkur..
Og já.. það verða sko settar inn myndir af Álfhólnum með jólaljósunum um leið og allar seríurnar verða komnar upp í alla glugga... Valdi ætlar líka eitthvað að setja af seríum úti en við eigum bara engin tré.....
Valdi hefur verið að grautast í ritgerðinni sinni þessa viku ásamt því að bjarga jólaseríunum en ég hef verið að vinna í vísindaheimspekiritgerðinni minni... Ég verð að segja að það er eiginlega sárt að gera þessa ritgerð... Mig verkar í hausinn.... Ég er komin með 1111 orð en ég þarf að skrifa um það bil 2500 orð.... Ég á að skila á morgun... púff.. ég vona að það náist..
Ég tók mér pásu í ritgerðarskrifunum áðan og við Valdi settum upp greni og jólaljós hér inni og svo hengdum við upp spjótin mín og sagirnar hans Valda í stofunni... Og svo eigum við eftir að hengja upp einhverja hluti aðallega frá Gvatemala en það er farið að vanta svolítið veggpláss fyrir allt þetta drasl.... Valdi er eiginlega alveg tilbúinn til að skila mér þessa stundina.... Því vesenið er svo mikið á mér.....
Bestu kveðjur úr svokölluðu skítaveðri á Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er nú meira rokið hérna á Hvanneyri, ég er með seríu í runnanum mínum og hún var komin langt út á lóð í gærkvöldi þegar ég hljóp út og vafði henni einhvernveginn utan um runnann til að halda henni þar í nótt!! En það dó ekki á henni og meira að segja lifanaði partur sem var dauður... ótrúlegt!
En Álfhóllinn lítur rosa vel út með öllum þessum jólaljósum, ég þarf að kíkja á ykkur og finna þefa af greninu, ég elska grenilykt!
kveðja Bebba
Berglind (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.