6.12.2008 | 13:40
Krukkurnar loksins komnar..
Það eru nú nokkrir dagar síðan við höfum bloggað síðast en það er búið að vera mikið að gera. Ég hef verið á kafi í ritgerðinni minni um stofnun Bændaskólans á Hvanneyri og Valdi hefur verið í ýmsu stússi. Ég kláraði ritgerðina mína í fyrradag sem betur fer. Þá er bara ein ritgerð og tvö verkefni eftir til jóla.. Púff.. Sl. föstudag var síðasti tíminn í Nytjajurtum og Jarðvegsfræði sem ég er að kenna.. Ég bauð upp á byggbrauð og rúgbrauð úr byggi og heilhveiti frá Þorvaldseyri... svo var auðvitað kaffi og álegg.. Þetta lukkaðist ágætlega og það var gaman að enda kennsluna á léttu nótunum en ég þrusaði yfir þeim fyrirlesturinn minn um grasnytjarnar...
Valdi var mjög duglegur í gær og festi upp 120 króka á þakið og setti svo útiseríuna upp.. Húsið er svakalega flott og jólalegt en við erum með ljós allan hringinn.. Ég á eftir að setja seríur í nokkra glugga og þá verður þetta örugglega algert óverdós... úpps... Hins vegar losnuðu nokkur ljós og ein pera brotnaði í skítaveðri í nótt..
Í gærkvöldi fengum við okkur kjötsúpu en Valdi átti nú skilið einhvern kjarngóðan mat eftir að hafa verði út allan daginn í 8 stiga frosti að setja upp jólaseríur. Seinna um kvöldið kíktum við til Höllu Kjartans en þar voru Vaggi og Lilja í heimsókn og fleiri. Lilja hafði komið með krukkurnar mínar frá Svíþjóð sem ég hef beðið eftir í marga mánuði úr brennslu frá Vallåkra. Ég verð bara að segja að þær komu vel út.. Við skelltum okkur stutt á barinn en þar var margt um manninn og gaman að hitta fólk...
Í morgun fór Valdi með Gísla upp í Skorradal að höggva jólatré en ég fór stutt í Borgarnesið en sit núna sveitt við að yfirfara síðustu verkefni nemenda minna en lokaprófið þeirra er á mánudaginn.. Ég er spennt að sjá hvernig það gengur.. Og verð líka ósköp glöð þegar kennslan er frá..
Því miður er bara rok og rigning á Hvanneyri núna en það hefur verið einstaklega fallegt og milt frostveður síðustu daga... Í dag er jólamarkaður Ullarselsins og Kompudagar á barnum en ég ætla klárlega að kíkja þangað.. En ég heiti því á hverju ári að gera nú eitthvað handverk til að selja á markaðnum að ári.... Það gerist einhvern tíman...
Ég læt fylgja með fjögur stutt albúm.
Skrýtinn hundur: Krakkarnir komu með hundinn sinn hana Freyju síðustu helgi.. Krútt hundur... en stórskrýtinn.
Markaður, jólaseríur og engjar: Þarna eru myndir frá jólamarkaðinum á Bjarteyjarsandi, og þegar Valdi var að hengja upp jólaseríur á húsið og líka frá gönguferð okkar Káts niður á engjar í gær...
Jafnaskarðsskógur er frá því við fórum upp í Jafnaskarðsskóg með börnin síðustu helgi..
Vallåkra krukkurnar, myndir af krukkunum mínum frá Svíþjóð..
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Endilega taktu myndir og sýnda jólahúsið
maria gudbjorg (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:55
Já sammála - mig langar að sjá mynd af Álfhólnum ljósum skreytt.
Elin (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.