29.11.2008 | 09:45
Kvenfélagsbingó og hundur með strípur
Á fimmtudagskvöld fórum við í Jólabingó hjá Kvenfélaginu 19. júní sem er starfandi hér. Það var svo gaman. Mætingin var frábær og þetta var haldið hér í Matsalnum hjá Lbhí. Ég held að undir lokin hafi öll spjöld selst upp.. Ég fékk BINGÓ.. einu sinni en ég sendi Valda upp að sækja vinninginn.. Hann þurfti að draga en hann fékk hærra spilið.. Við unnum, JÓLATRÉ... Já... skógræktarkallinn hann Valdi sem hefur nu yfirleitt haft nægan aðgang að jólatrjám vann gjafabréf frá Skógrækt ríkisins fyrir jólatré.. Hrein snilld.. Síðan fengum við UMSB íþróttagalla, bók, konfekt og fleira dót.. Þetta var gaman...
Við höfum ekkert verið í húsinu þessa vikuna en Valdi fékk eitthvað tak í öxlina og hefur ekki getað unnið mikið nema í tölvunni.. Guðni smiður er að gera gluggana þessa dagana svo eitthvað er að mjakast. Síðustu helgi vorum við hins vegar dugleg og máluðum mikið og Valdi gerði mikið inni á baði. Hundinum honum Káti tókst að labba fyrst öðru megin í málaðan dyrakarm og svo hinumegin í næstu ferð svo nú gegnur hann um með strípur á feldinum báðu megin.... Við hreinsuðum líka út úr geymslunni fyrir aftan húsið en þar var sko DRASL frá öllum leigjendum og líka frá mér.. NÆR ÖLLU VAR HENT...
Valdi hefur unnið í mastersritgerðinni þessa vikuna en ég fór til Rvk snemma á þriðjudaginn og sat á Þjóðskjalasafninu til að finna heimildir í ritgerðina mína í skjalakúrsinum.. það er svo gaman en það fannst samt lítið. Ég fann hins vegar fullt af frábærum skjölum á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar og ég hef líka fengið góð skjöl héðan frá skólanum svo þetta mjakast. Keramiktíminn í Rvk var skemmtilegur að vanda en á miðvikudagsmorgni flutti ég smá tölu í Skjalakúrsinum um ritgerðina.. ég held það hafi gengið vel.
Það stefnir í yndislega rólega helgi en ég er um það bil að hætta að fara af taugum yfir álagi. Kennslan er svo til búin, bara upprifjun og yfirferð á verkefnum eftir. Ég þarf að semja prófið um helgina og síðasti tíminn á föstudaginn verður bara léttur hjá okkur með veitingum. Þessi kennsla hefur verið svo skemmtileg og ég bara vona að krakkarnir hafi lært eitthvað.. Ég veit ég hef það..
Ég á reyndar eftir að skila tveim ritgerðum en það kemur.. Veðrið er dásamlegt á Hvanneyri núna. Krakkarnir eru hér með Freyju (litli krúttuhundurinn þeirra (sja albúmið Latur smiður).. Ég bakaði rúgbrauð í nótt og ætla að gera hjónabandssælu á eftir. Freyja byrjaði að ískra (ég er ekki að grínast en hundurinn ískrar þegar hann suðar)... klukkan átta í morgun og ég þorði ekki annað en að fara með hana út og Kát.. Við tókum létt labb hér í morgunkyrrðinni sem var dásamlegt...
3 ný albúm.
Latur smiður - Skápurinn sem er gefins úr Bókfellinu og Valdi í baðkarinu
Meira keramik - Stutt úr keramikinu
Skorradalur - Úr gönguferð Valda og Káts í Skorradalin sl. sunnudag.
Takk fyrir kommentin á teppið...
Bestu kveðjur frá Hvanneyri.
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.