Heimsins besta rúgbrauð bakað yfir nótt...

Það er nú meira skítaveðrið úti núna... Valdi var að koma úr Bókfellinu þar sem hann var að vinna og ég var að koma úr keramiktíma... Það æxlaðist þannig að við fórum á tveim bílum... Sem á endanum kom í ljós að var tóm tjara þar sem ég ákvað að skrópa í HÍ í fyrramálið.. En það er bara svo brjálað að gera hjá mér..

Helgin var róleg hjá okkur. Krakkarnir voru hér og við bökuðum súkkulaðiköku og gerðum rúgbrauð.. Hrein snilld... Við keyptum kökublað Gestgjafans og þar var þessi fína uppskrift sem var einföld.. "setjið allt saman í skál og hrærið"... ég elska svona uppskriftir.... Síðan var deigið sett í mjólkurfernur og inn í ofn í 9 klst.... Næs.. Ég vaknaði kl. 7:15 til að taka brauðið út en það var OFBOÐSLEGA GOTT....  Linda var mjög dugleg að prjóna en hún bæði fitjaði upp og prjónaði sjálf.. svo jafnt og flott... Eldri krakkarnir og Valdi spiluðu á meðan.

Á mánudeginum fórum við í Bókfellið og máluðum og spösluðum.. Húsið lítur mun betur út núna en það gerði. Við komumst líka að því að jólaljósin sem síðustu leigjendur höfðu sett upp svínvirkuðu..  En ég ákvað í einhverju bíaríi... að stinga þeim í samband og það varð ljós og mikið ljós.... Seríurnar náðu allan hringinn um húsið og um viðbygginguna... bara nokkuð flott..

Valdi fór svo í dag að vinna meira í húsinu á meðan ég fór í bæinn í stúss og Keramiktíma..

Eitthvað virðast tilvonandi leigjendur vera að klikka en unga parið sem skoðaði og hafði mikinn áhuga hefur ekki hringt eftir að ég tilkynnti þeim að þau gætu fengið þetta... Hinn aðilinn vildi bara kaupa þetta fyrir slikk og reyndi að prútta leiguna (kom keyrandi á fínum Land Cruser...).... Hann falaðist ekki eftir húsinu.... Svo líklega erum við enn leigjendalaus... En ég ætla ekki að hafa áhyggjur af því í bili..

Bestu kveðjur úr roki og rigningu á Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband