14.11.2008 | 23:37
Hvernig velur maður leigjendur?
Jæjja.. bissí vika að baki eins og alltaf...
Valdi er búinn að vera lasinn og hefur ekki setið við mastersverkefnið eins mikið og planið var. Hann hóstar eins og hann sé með berkla.. En ég hef verið að afvegleiða hann og fá hjálp við ýmsa hluti í tengslum við húsið í dalnum. Bæjarferðir og vesen... Kennslan gengur vel en ég var mjög montin af árangri nemenda minna á áfangaprófi 2... Klárir krakkar... Við erum líka að ljúka verkefninu "Fylgst með grasi" en nemendurnir fengu fræ af grasaætt og voru að rækta og áttu að segja mér hvaða tegund þetta var í dag og skila skýrslu seinna en okkur tókst að fá flest grösin til að skríða nema vallarfoxgras og túnvingul. Byggið var svakalega flott og Hafrarnir líka og meira að segja sumarhveitið var skriðið...
Fyrir nokkru auglýsti ég húsið í dalnum á mbl.is. Viðbrögðin voru dræm, nokkrar hringingar en í dag sýndi ég húsið tveim aðilum mjög áhugasömum... Ég hef fengið lokasvar frá öðru parinu sem er mjög spennt fyrir húsinu en hitt parið er að hugsa sig um... Ég þarf svo að skoða meðmælendur og taka ákvörðun um hver fær húsið ef þau vilja það bæði. Ömurlegt ef ég þarf að velja á milli því mér líst vel á bæði pörin. Ég hef tvisvar fengið meðmælendur með leigjendum og þa hefur klikkað í bæði skiptin.. Eini leigjandinn sem ég bað ekki um meðmæli með og þekkti EKKERT... Var besti leigjandinn.... Ég tek alveg út fyrir þetta vesen að vera að sýna húsið og horfa gagnrýnum augum á fólk eins og það sé glæpamenn... Ég er orðin svo hvekkt yfir leigjendum en sá síðasti borgaði alltaf 1. hvers mánaðar til að byrja með.. En ég hugsaði samt.... "það er eitthvað að".... aðrir sem borguðu seint og ég hugsaði... "það er eitthvað að".... Aldrei ánægð... enda hef ég haft 3 leiguaðila í dalnum og tveir hafa skilið illa við og stungið af frá skuldum.... Svo ég er alveg skíthrædd við þetta...
En þetta lítur vel út núna.. mér líst vel á fólkið og framkvæmdirnar stefna í rétta átt... Mig vantar bara 24 tíma í viðbót í hvern sólarhring til að klára framkvæmdir, kennslu og ritgerðirnar mínar..
Við fórum og sóttum krakkana eftir hússýninguna og þegar við komum heim þá biðu okkar tveir kindaskrokkar niðurskornir hér fyrir utan en við keyptum af Hestbúinu tvo skrokka... Þá þurfti að taka til í frystinum og Valdi og Jakob gerðu það með snilldarbrag... Kjötið leit rosalega vel út, þykk og flott læri og hryggir... Og nú á sko að gera rúllupylsu úr slögunum..
Stefnir í rólega og næs helgi með börnunum en ég ætla ekki að spá í vinnuna fyrr en klukkan 15.00 á sunnudag.. Ég er bara búin að slökkva á þeim hluta heilans fyrir helgina.. (það er erfitt fyrir mig)....
Bestu kveðjur
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.