Brösug baðkarskaup...

Sl. laugardag fórum við Valdi til byggða til að kaupa ýmislegt sem vantaði fyrir framkvæmdir í Bókfellinu. Við fórum með kerruna og beint í Húsasmiðjuna.... En þá var ekkert til sem okkur vantaði en við þurftum að kaupa baðkar sem er 160 cm að lengd en þau eru nær alltaf 170... Afgreiðslumennirnir neituðu að selja okkur sýnisbaðkarið.... Arrgggggg.... Og bara til að toppa það þá sögðu þeir að síðasta baðkarið á landinu væri í Borgarnesinu... Arrggggg.... Við keyrðum nefnilega úr Borgarnesinu með tóma kerru því við nenntum ekki að þvælast um með baðkar milli landshluta.....

Okkur vantaði svo 12 mm nódaðar vatnsheldar spónaplötur en þær voru heldur ekki til.... Arrrgggg...

Ferðin endaði í allskonar stússi í staðin td. Elkó þar sem ég keypti "Töfrasprota" svona einhverja mixergræju til að laga heilsusjeika eins og Gerður systir gerir... Ég keypti líka í þrefaldan Vilhjálms Vilhjálmssonar geisladisk.

Við náðum hins vegar hádegismat með Pabba hans Valda og Sigríði í Árbæjum sem var gaman.

Valdi var enn lasinn á sunnudeginum svo hann tók því rólega en ég fór yfir próf og undirbjó kennsluefni. Á mánudeginum eftir kennslu fórum við svo í Borgarnesið en við ætluðum sko að grípa þetta eina baðkar sem eftir var á landinu en NEI.. það var ekki til... En ég sýndi alveg fádæma ákveðni og fékk með klækjum að kaupa sýnisbaðkarið...... sjúkkitt..... 24 þúsund krónur, líklega enn á gamla verðinu en öll önnur baðkör kosta marga tugi..... Nóduðu spónaplöturnar voru hins vegar ekki til... En baðkarið trónir á kerrunni hér úti á plani þar til næsta ferð verður í bæinn....

Bestu kveðjur frá Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff það er rosa vesen á þessum baðkörum ...en gakk vel með að koma því á sinn stað.

KVeðja frá Ási

Hrafnhildur. 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband