6.11.2008 | 21:35
Lasleiki og flensuskítur...
Jæjja þá er Valdi kominn með flensuna sem ég er búin að hanga með í 3 vikur.. Ég er reyndar orðin hress en maður dettur úr öllum takti í hreyfingu og matarræði á svona flensuskít svo ég er að reyna að ná taktinum aftur en núna er Valdi er með hita og beinverki og er búinn að vera nánast rúmliggjandi í dag.. Svo dröslast hann framúr og þykist ætla að vinna í tölvunni en það virkar ekki...
Ég fór suður á þriðjudag og kom við á Héraðsskjalasafninu á Akranesi til að finna heimildir um Ömmu og Afa fyrir verkefni sem ég er að gera.. Það gekk brösuglega en konan þar lofaði að finna einn kassa frá skipulagsnefnd fyrir mig frá 1936 ef ég kæmi daginn eftir.... Ég heimsótti Ömmu sem var nokkuð hress miðað við að hún var á spítala í síðustu viku.. En ég held að það hljóti að vera staðreynd að sjóninni hrakar hjá henni þar sem hún sagði mér að núna væri holdafar mitt orðið fínt og ég mætti alls ekki grennast mikið meir.... Hehe... (bara svona um 30 kg eða svo)....
Ég fór svo í keramikið um um kvöldið en það var ágætt en við erum byrjaðar á rennibekknum en ég er eiginlega alveg búin að missa áhugann á demantinum mínum sem er svona form-hirsla... Hann bara talar ekki til mín lengur.. En það er gaman að renna..
Um kvöldið fylgdumst við Gerður með Obama-kosningunum en ég entist til eitt um nóttina en ég skildi lítið í þessu hjá CNN, allt of lítil grafík og allt of mikið af Spám og ég ruglaði saman alvöru tölum og spám og bara missti þráðinn.... Ég hins vegar vaknaði fimm um nóttina og fór á netið og gat svo haldið áfram að sofa alveg róleg þegar ég heyrði að Obama hefði unnið...
Í Skjalasafnakúrsinum mínum hjá HÍ var farið í Héraðsskjalasafn Reykjavíkur sem var mjög gaman... Síðan vann ég hópverkefni og fór svo á Þjóðskjalasafnið til að halda áfram að finna heimildir... Það var gaman.. ég fann afa í gömlum kirkjubókum frá 1896 og svo frvs.. Þaðan fór ég á Akranes í héraðsskjalasafnið þar og kassinn var fundinn og ég fann gamlar fundargerðir frá 1936 þar sem Afi fékk leyfi fyrir að byggja húsið á Skólabrautinni ( sem ég held að hafi heitað Skírnisgata þá).. Snilld..
Þungu fargi var svo af mér létt í gær þegar ég náði að klára að útbúa vinnubók fyrir nemendurna en það stóð til að klára það fyrir löngu... Nú var þetta sent út til fjarnema og dreift meðal staðarnema í dag..
Valdi lasni-púki er að horfa á sjónvarpið núna og ég held ég bara setjist hjá honum og prjóni svolítið..
Róleg helgi framundan með hugsanlegri Rvk ferð til að vinna í húsinu og kaupa baðkar..
Nýtt albúm: Keramiktími
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...þú verður að passa þig hvað þú segir hér á blogginu... Nú varstu að segja að þið ætlið til RVK um helgina - þið komið þá auðvitað í heimsókn til okkar, ekki satt?
Bara svona ef þig langar til að sjá snúlluna áður en hún verður "fullorðin", við erum nefninlega að fara heim til Færeyja á mánudaginn og komum til Íslands aftur á nýju ári!!!
Kv. Elin, Baldur og lillan
Elin, Baldur og litla mús (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.