31.10.2008 | 11:35
Dularfulli miðillinn á Hvanneyri
HEIMATILBÚIN BJÚGU..... Mér þykir þú bjartsýn Sigga Júlla... Læt það nægja að taka slátur... Bjúgugerð kemur vonandi seinna....
Miðill á Hvanneyri hehe.. Já eitthvað tókst mér að orða hlutina knappt í einni færslunni hér að framan og ég hef mikið verið spurð hver sé miðillinn á Hvanneyri. En sannleikurinn er sá að fyrsta árið mitt á Hvanneyri kom miðillinn Valgarð Valgarðsson og hélt miðilsfund sem fjáröflun fyrir UMSK. Ég ætlaði ekki að fara því ég trúi ekki á svona en varð eiginlega að fara af ákveðnum ásætðum.... En þar kom vel á vondann því örfáir fengu "heimsókn" og ég var ein af þeim... Þetta var svolítið magnað og margt sem miðillinn sagði hefur ræst. TD. sagði hann að ég ætti eftir að flytja til Norðurlandanna.. Ég sagði bara GLÆTAN... hef ekki áhuga og tala ekki "Norðurlandísku...." En jæjja.. hver bjó í Svíþjóð síðasta vetur.... Dö.....
En nóg um miðilinn... Ég fór í keramikið á þriðjudaginn og það gekk eiginlega hörmulega... Kennarinn vildi ekki sjá nýja munstrið mitt sem ég teiknaði á kassann minn og ég þurfti að byrja að hugsa þetta upp á nýtt.. og það er HRÆÐILEGA LJÓTT... Mér finnst eins og ég sé að hanna eitthvað lummó fyrir IKEA... Ég fór alveg úr stuði þegar ég fékk ekki að gera það sem ég vildi... En í næsta tíma förum við að byrja að renna.. Það verður gaman... Ég tók líka heim litla kúluskál sem ég gerði og hún var bara nokkuð flott..
Lítið hefur gerst í framkvæmdunum í dalnum en Smiðurinn hann Guðni nágranni er búinn að samþykkja að vinna verkið fyrir okkur sem er snilld svo nú þurfum við bara að halda þessu gangandi og kaupa innréttingar og mála svolítið..
Í gær var málstofa mastersnema hér við LBHÍ en þá segja nemendur frá verkefnum sínum og þetta er alltaf mjög hátíðlegt og skemmtilegt. Ég bauð nemunum heim eftir málstofuna til að hrista saman þennan hóp nemenda sem býr hér og þar um landið og jafnvel erlendis líka. Það var mjög gaman og mikið spjallað.... Ég held þetta hafi bara verið vel lukkað til að kynnast aðeins...
Valdi hefur alla vikuna setið og ýtt á takka eins og maður segir en hann er að setja inn mastersmælingarnar í tölvuna í Excel...
Ég átti afmæli í vikunni en sá dagur var mjög bissí svo það var lítið gert úr afmælinu að ráði. Valdi gaf mér franska lauksúpu í matinn sem var voðalega góð.. Og svo fékk ég yfir 50 kveðjur á "Facebook" sem var mjög gaman. Þannig að ég segi bara TAKK FYRIR ALLAR AFMÆLISKVEÐJURNAR.... Hagsýni réð ríkjum í afmælisgjöfinni í ár en ég fékk vetrardekk sem duga líka í jólagjöf, (framdekkin núna og afturdekkin um jólin.....) Þetta passar líka við tjakkinn sem ég fékk frá Valda hér um árið....
Valdi kíkti á barinn í gær þar sem það hafði verið auglýst að Færeyingar fengju ókeypis bjór vegna almennilegheita þeirra við Íslensku þjóðina á efiðum tímum. Þannig að Valdi dressaði sig upp í færeysku peysina sína og setti á sig færeysku húfuna.... Og rölti sig á barinn... Flottur kallinn... En það dugði víst ekki til og Beta trúði honum ekki að hann væri Færeyingur svo hann þurfti að borga fyrir bjórinn sinn... En jæjja það mátti reyna þetta á þessum síðustu og verstu tímum...
Krakkahelgi framundan og prufukeyrsla á slátrinu í kvöld
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 294656
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.