Mastersmælingar búnar....

Húrra! Húrra! 

Valdi og Kátur komu þreyttir úr Skorradalnum um klukkan hálf átta í kvöld... Þeir náðu að klára síðustu mælingarnar á lerkinu og rauðgreninu. Valdi er að mæla þvermál og hæð,  og vöxt fyrir 5 árum fyrir mastersritgerðina sína.. Hann hóf þessar mælingar í sumar og loksins er þetta búið og ég endurheimti vonandi kallinn minn.  Valdi var svo að hamast við að klára þetta í dag að síðustu mælingarnar voru gerðar með aðstoð ljóssins í GSM símanum hans á síðasta snúningi áður en birtan fór algerlega.

Ég var í frábærum tíma í HÍ í morgun niðri í Þjóðskjalasafni. Ég átti að finna upplýsingar um einhverja persónu í gegnum skjalasöfn. Ég valdi að finna upplýsingar um ömmu sem er fædd 22.08. 1912. Þetta var svo gaman. Ég fann hana ekki þar sem hún segist vera fædd að Augastöðum í Hálsasveit en hins vegar var hún skráð fædd í Saurbæjarsókn þar sem hún var skírð í desember 1912. Hún er sem sagt misskráð í kirkjubækur og auk þess skráð Jónína Guðrún Bjarnadóttir en heitir Guðrún Jóna Bjarnadóttir og fæðingardagurinn er sagður 23. 08 en ekki 22.08 eins og rétt er.. Þetta var mjög spennandi og gaman. Ég komst líka að því að vígsluvottur fyrir giftingu ömmu og afa var Jón Ottason sem var að mér skilst uppeldisfaðir ömmu en ég fann um helgina niðri í geymslu gamla brennimerkingarstimpla fyrir horn á sauðfé, sem á stóð J. Ottason.. brennimerkin eru örugglega allavega 150 ára gömul..

Ég gat svo hjálpað öðrum nemanda með því að fara í gamlar nemendaskrár frá 1945 og finna þar afa hennar sem útskrifaðist héðan úr Bændaskólanum árið 1945 með fyrstu einkunn. Hann var hins vegar með slaka einkunn í efnafræði en 10 fyrir ástundun.  Þetta var gaman..

Tvö ný albúm fylgja í dag.  Blesgæsir en þar eru 2 myndir af blesgæsunum á Hvanneyri og svo heitir hitt albúmið Keramik en það er frá keramiktímunum mínum í Myndlistarskóla Reykjavíkur

Bestu kveðjur úr jólasnjónum á Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera búinn með þennan áfanga Valdi... Mikill léttir get ég ímyndað mér. Góða helgi gott fólk... verðum mögulega á leiðinni norður um helgina, aldrei að vita nema maður kíki við í leiðinni....eða ekki!

Elin (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:19

2 identicon

Alveg magnað að geta fundið svona upplýsingar og líka sérstaklega um ættingja sína. Skemmtilegt.

 Kveðja frá konunni sem er enn á Hvanneyri - veðurteft

María Guðbjörg (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 294656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband