Í borg óttans...

Æi... ég er ekkert alltaf sátt við að fara til Reykjavíkur og gista einu sinni í viku en alltaf þegar ég er komin þangað þá er það næs... Keramiktíminn var frábær í kvöld eins og alltaf og svo þar á eftir fór ég upp í Bókfellið til að hitta smiðinn minn hann Guðna sem er nágranni minn í Dalnum. Við vorum vel og lengi að spá og spekúlera í kostnaði og sparnaðaraðgerðum við framkvæmdir... Það er náttúrulega bara næs að eiga svona góðan nágranna eins og Guðna..  En niðurstaðan... Þetta verður dýrt.... Og þá er bara að anda rólega og telja upp að tíu og sjá svo til..

Fyrr í dag hitti ég Börk rafvirkjan uppi í Bókfelli en hann gerði rafmagnið aftur öruggt og ætlar að koma í næstu viku og ganga almennilega frá rafmagninu í Húsinu..  Svo þetta mjatlast allt... Á laugardag væntanlega ætlum við að vera uppi í Bókfelli að vinna... Allir sem vilja hjálpa eru velkomnir...

Þessi vika og síðasta hafa verið þéttsetnar af tímum, bæði sem kennari og nemandi. Í gær skiluðum við Valdi ritgerðum í aðferðafræði.. púff þá er það búið eða þannig, við eigum reyndar eftir að flytja fyrirlestur á föstudaginn.. 

Valdi og Kátur eru alla daga úti í skógi að mæla og mæla og mæla... Þeir sjá fyrir endann á mastersmælingunum loksins....

Flensan held ég að sé á undanhaldi eftir að ég ákvað að vera veik heima hluta dagsins í gær og taka því rólega.. Ég held það hafi hjálpað... Ég held allavega ekki lengur að ég sé að deyja....

Eftir fundinn með smiðnum þá fór ég á Flókagötuna til Gerðar og fékk þar góðan kvöldmat og rauðvínstár en nú er ég á leið í bólið... Enda tími í HÍ í fyrramálið..

Bestu kveðjur af Flókagötunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 294656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband