19.10.2008 | 16:21
Konan á að vera bakvið eldavélina!!!
Var það ekki einhvern veginn svona sem hann Guðni Ágústsson, fyrrv. landbúnaðaráðherra, orðaði þetta? En allavega þá held ég að hann Guðni hefði verið stoltur af mér þessa helgina.. En ég stóð yfir pottunum alla helgina með svuntuna. Ég ákvað að taka slátur þetta árið en það hefur lengi staðið til. Ég gerði líka kjötsúpu fyrir Valda og börnin og bakaði eina köku fyrir þau. Alveg fyrirmyndarhúsmóðir... Ef tíminn hefði verið meiri þá hefði ég spunnið svolítið á rokkinn en það vannst ekki tími til þess. En ég er búin að læra ýmislegt af þessari sláturgerð...
1. Aldrei að taka slátur einn.
2. Hafragrjón er það sama og haframjöl.
3. KAUPA GERVIVAMBIR,
4. Eiga nóg til af rauðvíni...
En afraksturinn var 21 keppur af lyfrarpylsu og 9 keppir af blóðmör. Samtals dugar þetta í 9 máltíðir fyrir okkur og börnin (3). Við kostuðum til ca 4.000 kr. Og reikniði nú.... Já hver máltíð kemur þá út á 450 kr. fyrir utan rófur reyndar.. Ég held það sé vel sloppið... Til að eyðileggja ekki dæmið þá skulum við ekki spá í allan tímann sem fór í þetta hjá mér... Hitt lúkkar betur...
Í sláturgerðina notaði ég Kithen Aid hrærivél frá Ömmu sem er 30-40 ára gömul... (hrærivélin þ.e.a.s. ) Henni fylgdi ný hakkavél þegar ég tók við vélinni fyrir 7 árum síðan en ég hef bara ekki drifið í að kíkja á vélina. Ég þreif hana alla upp í vikunni en ég þarf að kaupa nýjan hrærara og skál og líklega nýja snúru þar sem mýsnar hafa nartað í hana en að öðru leyti svínvirkar vélin... Snilld.. .
Eldri börnin voru dugleg að hjálpa pabba sínum í Skorradalnum á laugardaginn. Við Linda vorum bara heima við en Linda var smá lasin með hósta svo hún kom sér bara fyrir inni í stofu með "Cartoon network" ( ok kannski ekki fyrirmyndaruppeldi) og svo dekraði ég hana með kókómjólk annað slagið... Við röltum líka niður í Ullarsel og fórum á Kompudag hjá Kollubúð...
Ég er enn mjög lasin en þessi hálsbólga ætlar ekki að fara og ekki kvefið heldur... Þetta hlýtur að lagast.
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 294656
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér líst illa á þetta hlutfall lifrarpylsu og blóðmörs. Hefði viljað sjá það öfugt og helst enga lifrarpylsu þar sem blóðmörinn er mun betri matur. Allavega finnst sérviskupúkanum mér það.
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 19.10.2008 kl. 23:29
Sko....
Þetta kom nú bara svona í pakkanum.... Þetta var bara það sem var í boði frá SS...... Skoða málið betur að ári... Nú veit ég hvað ég er að díla við....
Lofa bót og betrun....
Guðrún B. (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 23:53
Góður punktur með að gera aldrei slátur einn og svo líka hitt að eiga nóg af rauðvíni.....
Annars geri ég slátur annað hvert ár ;) Ástæðan, jú, ég fæ nefnilega alveg nóg af slátri árið sem ég geri það og þá er það yfirleitt svo mikið að það dugar alveg í tvöm ár!
Sigga Júlla (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.