17.10.2008 | 23:27
Hver er munurinn á hafragrjónum og haframjöli?
Þessa viku hefur Valdi verið mjög duglegur í Skorradal að undirbúa mælingar og klára mælingar. Hann stefnir á að klára eða komast langt með mælingarnar á morgun laugardag en þá ætla eldri börnin að hjálpa honum. Ég og Linda ætlum að vera í sláturgerð á morgun, bakstri eða einhverju dúlleríi.... En talandi um sláturgerð. Hver er munurinn á haframjöli og hafragrjónum? Hjálp.. einhver......
Ég var í masterskúrsum alla vikuna ásamt kennslunni og svo var flensan ofan á það... Ég er alveg gersamlega úrvinda eftir vikuna þrátt fyrir að hafa skrópað í keramikinu en HÍ tíminn féll niður þessa vikuna sem betur fer. Síðan gaf ég frá mér tvo tíma í Nytajurtum og var ósköp fegin en það létti álaginu aðeins af mér þessa vikuna.... Næsta vika verður líka mjög þétt en eftir það þá fer lífið vonandi aftur í fastar skorður og líkamsræktin getur farið að virka aftur.....
Eftir hádegið fórum við Valdi á meistaravörn Sherry Lynn Curl en hún fjallaði um útivistarskóga og aðgengi eða áhuga fólks á þeim. Valdi þekkir Sherry að austan og ég hef kynnst henni lítillega líka. Hún gekk með mér um landið sitt fyrir austan og sýndi mér meðal annars Maríuvött sem ég hafði aldrei séð... En allavega þá gekk fyrirlesturinn æðislega hjá henni og svo var kaffi á eftir....
Við vorum að koma úr bæjarferð og svo fórum við að sækja krakkana, við komum seint heim og kvöldmaturinn náðist klukkan 22:30... PULSUR.... En á morgun verður íslensk kjötsúpa til að bæta þetta upp ásamt Rabbabararúnu um kvöldið....
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 294656
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl,
haframjöl og hafragrjón er sama varan, getur verið misgróft eftir tegundum en það hefur engin áhrif í slátri. Gangi ykkur sem best.
Kveðjur Elías,
Maturinn.com
Netskoli.com
Elías Stefáns., 17.10.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.