11.10.2008 | 18:01
Logn á Hvanneyri
Ég held ég hafi notað þessa fyrirsögn áður en það gerist bara svo sjaldan að það sé stilla á Hvanneyri að það heyrir alveg til tíðinda. Ég var að koma inn úr yndislegum göngutúr þar sem við Kátur fórum heldur hægt yfir til að njóta haustkyrrðarinnar og fallega umhverfisins hér á Hvanneyri.
Helstu tíðindin héðan eru að við Valdi fórum og skoðuðum Bókfellið í gær og það var eins og við bjuggumst við. SLÆMT ÁSTAND.. stofugólffjalirnar eru ónýtar, dýru fínu parketrimlagluggatjöldin mín sem voru sérsniðin fyrir húsið hafa verið málaðar druslulega með HVÍTU... Ein brotin rúða, 3 opnanleg fög ónýt og svona mætti lengi telja. En það skrýtna er að húsið var bara nokkuð hreint en hins vegar var hundaskítur út um allt á lóðinni og druslulegt þar um að lítast. Já þetta var mikið áfall. Leigjendurnir virðast hafa átt eitthvað við rafmagnið og td. tekið perustæðið í stofunni þannig að þar er ekkert ljós lengur og svo hafa þau klippt á einhverjar snúrur þannig að það neistaði af þeim og kom reykur... JÁ ÞAÐ KOM REYKUR.... Við slóum út rafmagninu til öryggis til að ekkert gerist... Af einhverjum ástæðum hefur verið lagt plastparket í forstofuna yfir dýru og fínu náttúruflísarnar sem ég hafði látið setja... Forstofan hefur verið máluð í SVAKALEGA LJÓTUM VÍNRAUÐUM LIT... Og klór eftir hunda bæði á veggjum og gólfi..... Já þetta var slæmt.... Svo slæmt ástand að ég held að við séum ekki að fara að leigja þetta á næstunni án stórframkvæmda.... Svo.. ég held að hugmyndin um að ræna banka komi sterkt inn núna... Æi nei.. þeir eiga ekkert heldur......
Þrátt fyrir að við vorum alveg við þessu búin þá var það talsvert áfall að sjá mitt fyrrum draumahús í svona svakalegri niðurníðslu... Svo það kom sér vel að ég var að fara á smá tjútt um kvöldið hjá Landbúnaðarháskólanum... Ég ætlaði nú ekki að vilja fara þar sem ég var alveg í áfalli en Valdi eiginlega henti mér bara út og skipaði mér að fara... Ég dró fram kjól sem ég keypti í Köben á sínum tíma en hafði aldrei farið í og svo var ég með fína stóra hringinn minn... Ég held ég hafi bara verið nokkuð skikkanleg til fara.. EN mikið óskaplega var þetta flott skemmtun hjá Lbhí. Þetta var svokölluð uppskeruhátíð en allt hráefni í mat og drykk var úr framleiðslu Lbhí. Td. var byggið í bjórnum frá Korpu og bjórinn var sérmerktur Lbhí... Kaffibaunirnar voru frá Reykjum, lambakjötið frá Hesti og svo mætti lengi telja... Ég reyndar missti af matnum en fékk bjórinn og kaffið en þetta var svo flott og fínt og allir svo ánægðir.. Skólahljómsveitin sem heitir September spilaði og söng og það var hin mesta skemmtun og svo voru klassísk hallærisleg skemmtiatriði sem svínvirkuðu og maður tók bakföll af hlátri.... hálf tólf var þetta búið og þá sótti ég Valda og við fórum á barinn... Þar var mikið stuð en "crowdið" var óvenjulegt þar sem það voru nánast bara starfsmenn skólans en barinn er yfirleitt þéttsetinn nemendum.... Þetta var mjög gaman og allt of lengi þannig að lítið hefur orðið úr gáfulegum verkum í dag en þeim mun meira af afslöppun og rólegheitum sem er ósköp næs eftir erfiða viku... Valdi var öllu hressari og eyddi deginum á námskeiði um Forntraktora sem ég gaf honum í afmælisgjöf. Námskeiðið var mjög skemmtilegt og í hádeginu fékk hann afganginn af matnum frá skemmtun kvöldsins áður og hann fullyrðir að það hafi verið stórgott.
Það virðist sem Elínarnar séu duglegastar að kommenta hjá okkur sem er snilld og takk fyrir það.. og Elín ég er alveg á leiðinni til þín að kíkja á litlu skvísuna.... Ég er búin að prjóna svo ég get farið að láta sjá mig skammlaust í heimsókn....
Bestu kveðjur úr yndislegu haustveðri á Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 294656
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En ömurleg aðkoma að húsinu!! Vonandi náið þið eitthvað að gera fyrir það, gott að hafa amk. farið og komið í veg fyrir eldsvoða af völdum rafmagns!
Stundartaflan á heimilinu var ekki nógu mikið á hreinu til að ég kæmist í gær! Gaman að heyra að þetta tókst vel- ég kem bara að ári
Elín Björk (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 19:25
Flott hjá LBHÍ...
Ég skora á þig að kíkja við næst þegar þú kemur í bæinn...já skora á þig :o) Við erum alltaf heima við - reyndar ekki Baldur, en við tvær erum heima.
Elin (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 14:26
Ferlegt að koma að húsinu svona útlítandi.
Frétti einmitt að hátíðin hefði lukkast vel ;)
Sjáumst á ferðinni mín kæra:)
Sigga Júlla (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.