Og þar fóru leigjendurnir...

Jæjja það virðist vera hefð fyrir því að það sé vesen með leigjendur uppi í Mosfellsdal hjá mér... Besti leigjandinn var reyndar 80 ára tannlausa gamla konan sem fullyrti að hún héldi aldrei partý og það stóðst... En fyrstu leigjendurnir voru spilafíklar og sá sem var í Bókfellinu núna hélt 8 hunda í 46 fm!!!! Ég var búin að segja honum upp frá og með 1. des. Og í dag fékk ég símtal frá Orkuveitunni sem spurði mig hvernig ég ætlaði að borga frá og með gærdeginum fyrir Bókfellið.. Hummmmmm.. Þá sagði konan að leigjandinn hefði hringt og sagt að hann væri fluttur og ég ætti að borga fyrir rafmagnið... Hummmmm...... Svo fékk ég símtal í dag frá honum... Hann er gjaldþrota og allt farið í steik... fluttur og og hann baðst afsökunar... Ég vona bara að hann hafi skilið vel við sem ég reyndar efast um... En sjáum til.... Hann borgaði þó allavega síðasta mánuð.... Ég var ekkert leiðinleg og sagði bara að það væru erfiðir tímar hjá mörgum.... Við Valdi ætlum um helgina að kanna ástandið á húsinu og svo þurfum við að finna nýja leigjendur hið fyrsta... En þrátt fyrir leigutekjuleysi þá er nú ákveðinn léttir að losna við þetta lið en þau voru farin að angra nágrannana með hundunum....

Valdi er búinn að vera mjög duglegur að mæla uppi í Skorradal og er ansi þreyttur á kvöldin. Kátur fer með ef Valdi er ekki að nota keðjusögina. Ég er að drukkna í vinnunni þessa dagana. Ég er í kennslunni og í morgun var áfangapróf hjá krökkunum. Spennandi að sjá hvernig það hefur gengið hjá þeim....  Ég hef líka verið prófdómari í munnlegu plöntuprófi hjá Bændadeild II þessa vikuna og það hefur verið  mjög skemmtilegt . Ég fór svo suður á þriðjudaginn í keramikið sem er alltaf jafn gaman og svo miðvikudagsmorguninn var ég í hópverkefni í HÍ-kúrsinum sem gekk bara vel held ég...

Annars erum við bara uggandi yfir fjármálafréttunum en líklega erum við bara ágætlega stæð miðað við marga aðra... Ég rak eyrun í það áðan að önnur frétt hjá Rúv var að Fjármálaeftirlitið hefði yfirtekið KBbanka í skjóli nætur!!!.. ÖNNUR FRÉTTT.... Ég náði nú ekki fyrstu frétt en ansi hefur hún verið stór til að hafa þetta sem frétt númer tvö... Þetta minnti mig á daginn sem Íraksstríðið hófst og Hekla byrjaði að gjósa.. Ég var nýbyrjuð á fréttastofu Sjónvarpsins.... Gersamlega ógleymanlegur dagur í fréttabransanum.... Þann sama dag dó Haraldur Noregskonungur og sú frétt endaði sem 9 sek lesin frétt í lokin... Frétt sem hefði annars dugað sem fyrsta frétt á góðum degi...

Kveðjur frá blesgæsunum á Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gordon Brown og hryðjuverkalögin voru númer eitt, ég hafði það einmitt á orði að mér þætti merkilegt að frétt um að forsetinn hefði gengist undir hjartaþræðingu og kransæðavíkkun var næst síðasta frétt - lesin og það á RÚV! - líklega hefði þetta verið fyrsta frétt í síðustu viku!

Vonandi fáið þið leigendur, þekki enga sem eru að leita núna held ég.... 

-Elín Björk

Elín Björk (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:46

2 identicon

Jæja..alltaf að þvælast í bænum og aldrei kíkirðu við... Á maður að móðgast eða? Nei ég spyr :o) Það væri samt gaman ef þú myndi kíkja kannski einhverntímann við hérna í Naustabryggjunni :o)

Kveðja Elin

Elin (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 294656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband