Sauðamessa 2008

Laugardagurinn hófst á morgungöngu hjá mér, Lindu, Valda og Kát. Fyrst var stoppað hér fyrir utan á Álfhólnum til að dáðst að umhverfinu en það var stillt, bjart og snjór.. Alveg dásamlega fallegt um að litast. Síðan var rölt um þorpið og við enduðum í morgunkaffi hjá Siggu og Hauki þannig að morgunröltið okkar tók eiginlega 2 tíma allt í allt..

Þá var brunað í Borgarnesið til að fara á Sauðamessuna. Ég var meira að segja búin að troða mér í lopapeysu í tilefni dagsins og ég tók þá vafasömu ákvörðun að fara í "gúmmítúttunum" mínum í lopasokkum til að vera ennþá sauðslegri... Það hafði þau áhrif að tærnar á mér frusu af... Ég hélt ég væri að missa þær hverja á fætur annarri... En þær þiðnuðu þó þegar leið á bílferðina aftur heim..

En Sauðamessan var hreint út sagt frábær.. Við vorum á svæðinu frá upphafi til enda. Við horfðum á Danshópinn Sporið sýna þjóðdansa og við sáum fjárhundasýningu sem endaði reyndar með að rollurnar hlupu stjórnlaust inn í áhorfendahópinn... Við fylgdumst með Hvanndalsbræðrum sem eru náttúrulega alltaf hrein snilld og svo fórum við á handverksmarkað. Linda tók þátt í tombólu og vann rúgbrauð og kæfu sem var dásamlega bragðgott þegar heim var komið. Hápunktur skemmtiatriðanna var reyndar þegar Björgvin Franz kom, sá og sigraði en ég tók alveg bakföll af hlátri yfir stælingu hans á Jónsa í Singing Bee og Eyvöru Pálsdóttur. Hann fór alveg á kostum og náði að skemmta börnum og fullorðnum á einu bretti.. Hrein snilld... Síðan var keppni í smalahrópum og umhverfisverðlaun veitt..  Sauðamessan var hreint út sagt frábær í frábæru veðri og þrátt fyrir verulega frosnar tær þá gat maður bara ekki farið heim fyrr en allt var búið. Ég held að Linda hafi líka skemmt sér ljómandi vel en hún virðist vera einlægur aðdáandi Björgvins Franz og beið allan daginn eftir að sjá hann...

Tvö ný albúm: Morgunstund á Hvanneyri er frá yndislegu morgunrölti okkar í morgun og svo Sauðamessa 2008 er stórt albúm frá Sauðamessu.

Hér má líka sjá stuttan bút frá Sauðamessu af Hvanndalsbræðrum í Skallagrímsgarði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, flottar myndir frá Sauðamessunni, mig langaði svo að fara með Brynhildi Þórey en við komumst því miður ekki. En Brynhildur fékk nú í staðin að fara í bæjarferð með Gerði frænku sem var ekki leiðinlegt :) Endilega kíktu á okkur sem fyrst :)

Karen (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 294658

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband