Jólasnjór á Hvanneyri

Ó það var svo fallegt í morgun þegar ég gekk frá Álfhólnum og niður í Gamla Skóla til að kenna í bændadeildinni.. upp úr hálf átta...  Yndislegt... Fullkomlega kyrrt og fallegt.. Smá ískurhljóð í fjarska frá blesgæsinni en það er viðeigandi á þessum árstíma... Núna sit ég við skrifborðið mitt í vinnuherberginu og ég held ég hljóti að hafa fallegasta útsýnið á landinu en ég sé yfir þorpið í ljósaskiptunum, yfir Nýja Skóla (Ásgarð) Grunnskólann, Nemendagarðana, Hafnarfjallið, Skeljabrekkufjall, Hvítána, Borgarfjarðarbrúna og svo frvs. Og snjór yfir öllu og kyrrð.. Yndislegt..  Í morgun voru börn að leik á sleða í garðinum hjá okkur... Dásamlegt..

Jæjja að allri væmni slepptri þá er ég alveg útkeyrð eftir vikuna... Ég er bara alveg búin á því. Ég átti að vera í fertugsafmæli hjá Steinunni systur Valda í gær en ég varð að undirbúa kennslu og vinna heimavinnu fyrir Vísindaheimspekina. Í dag átti ég að vera á Réttó Rejúníon í bænum en það var ekki hægt að kaupa nagladekk í Borgarnesi svo ég treysti mér ekki að keyra í bæinn.. Eða var ég bara of þreytt???

Valdi fór að sækja Lindu en Eldri börnin koma ekki sem er spælandi því það er Sauðamessa um helgina en jæjja Linda fær bara að vera einkabarn um helgina og verður dekruð eftir því.... Jakob á líka afmæli á sunnudaginn en þá verður hann 16 ára...

Ég ákvað að slaka á í kvöld og fór niður í Ullarsel og kembdi svolitla ull sem ég ætla að spinna á eftir.. Ég þarf reyndar að vinna um helgina kennslu efni en ég ætla ekki að hafa áhyggjur af því strax..

Vikan var fín, keramiktíminn var frábær á þriðjudaginn og Valdi hefur unnið í Skorradalnum við mælingar en það gengur hægt. Valdi tók upp kartöflur í gær en ég held við höfum fengið allt í allt 50 kg. sem er snilld..

Tvö ný albúm..

Ullarvinnsla: Myndir frá Ullarvinnslunámskeiðinu á Hvanneyri þar sem ég var að læra að spinna.

Kartöflur og sveppur : Valdi að taka upp kartöflur og með stóran svepp úr Skorradalnum. 

Bestu kveðjur frá Hvanneyri 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar svona dagar koma sem þú lýsir hér þá er hvergi eins fallegt og hér......

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 294658

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband