29.9.2008 | 21:32
Rokkað alla helgina...
Kátur er orðinn fullhress og hleypur út um allt með Lusku vinkonu sinni sem er hér í pössun. Helgin var róleg en Valdi var að skera út á sunnudeginum og horfa á fótbolta á pöbbnum. Ég var hins vegar á ullarvinnslunámskeiði frá kl. 13.00 á föstudegi til 17:00 og frá 9- 17:00 bæði laugardag og sunnudag.. Kvöldunum varði ég svo í kennsluundirbúning... Það skal engan undra að ég var mjög þreytt í vinnunni í dag... Námskeiðið var virkilega skemmtilegt en ég kann núna að spinna og ég fékk rokk með mér heim til að æfa mig að "rokka" eins og Valdi segir....
Veðrið var gott hér á Hvanneyri í dag og við Valdi fórum í göngu með hundana í góða veðrinu. Í kvöld ætluðum við með Kát til dýralæknis niður í Borgarnes í bólusetningu en það náðist ekki í dýralækninn svo við bara fengum okkur pizzu í staðin..
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Um bloggið
Guðrún og Valdi
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 294658
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haha já það var nú gaman í rokkinu í bændadeildinni í gamla daga :) Kvitt kvitt og kveðja frá Noregi
Sigga systir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:28
Sammála, það er mjög gaman að "rokka"
kv
Bebba (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.