Kátur er hressari

Jæjja hann Kátur er farinn að skakklappast um meira en áður... Hann borðar líka betur og stígur í allar fætur... Líklega hafa sterarnir haft einhver áhrif...  Vona bara að það endist en svona torkennileg eymsl í liðum án meiðsla boða ekki gott...

Ég fór í bæinn í gær og fór í fyrsta keramiktímann minn í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Um leið og ég gekk inn í Myndlistarskólann þá fattaði ég að ég var komin á "Hildar territory"... Allir horfðu undarlega á mig... Og margir sögðu... Ó þú hlýtur að vera systir Hildar.... Mér fannst ég hálf asnaleg að vera að seilast inn á listasviðið þar sem Hildur systir trónir með sín Sjónlistarverðlaun og einkasýningar... "Þú hlýtur að hafa einhver listagen líka".... hummmmm... nú finnst mér eins og ég þurfi að gera rosalega vel... En ég vil nefnilega meina að Hildur hafi þurrausið mig af listagenum og skilið eftir sveitagen í staðin.... Hún fékk allan skammtinn sem í boði var.... 

En tíminn var hreint út sagt frábær. Við lærum 50% handmótun og 50% rennslu. Ég hefði viljað fara á bara rennslunámskeið en það var á óheppilegum dögum svo ég fór á þetta í staðin. Og óskaplega hefur maður nú gott af því að læra aðrar aðferðir... Við byrjuðum með leirkúlu og breyttum þeim í skálar í höndunum og svo notuðum við kökukefli og skárum út fleti til að setja saman sem box... Hlakka til að fara aftur í næstu viku og halda áfram..

Ég gisti hjá Gerði í yndislegu nýju íbúðinni hennar á Flókagötunni og fór svo í HÍ í Skjalasafna kúrsinn minn... Það var eiginlega pínulítið boring í dag.. En ég var hálf athyglislaus enda kom í ljósa að ég var með hálfgerða flensu...

Valdi var duglegur í tölvlunni í dag en hann er búinn að setja End note inn í tölvuna sína og er að safna greinum og heimildum þar inn fyrir mastersritgerðina...  Hann var líka búinn að ryksuga og byrjaður að elda þegar ég kom heim....

Ég ætla ekki að lýsa því hvað það er gott að hafa skrifstofu uppi í skóla. Núna er ég búin að fara með allt vinnudraslið mitt þangað og þó ég vildi þá gæti ég varla unnið mikið hér heima án þess.. Skrifstofan er svo björt og góð og friðurinn er alger... Nú slaka ég líka betur á þegar ég er heima.

Ég hef verið á biðlista fyrir námskeiðinu Ullariðn sem er valkúrs í bændadeild.... Og það losnaði pláss og ég kemst inn... Þetta er næstu helgi og svo eina helgi í viðbót... (langar helgar Fös til Sunn)  Ég hlakka ekkert smá til en þá fáum við að læra að spinna.... Ég er að reyna að "hinta" við Valda um að það sé góð hugmynd að hann gefi mér rokk í jólagjöf... HINT HINT VALDI.... Hann er ekki að ná þessu....

Bestu kveðjur frá Hvanneyri (og blesgæsunum...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að kátur er að hrssast

Gakk vel að keramikast.

Kveðja

Hrafnhildur 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún og Valdi

Höfundur

Guðrún og Valdi
Guðrún og Valdi

Fyrir framan Álfhólinn á Hvanneyri..

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið
  • Húsið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 294658

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband